Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 1
ísafjörður: Teikningar að Tónlistarhúsi kynntar Ulfar Snæfjörð Agústsson endurkjörinn formaður Tónlistarfélags ísafjarðar Nýjar og endurskoðaðar teikningar að Tónlistarhúsi á Isafirði voru kynntar á aðal- fundi Tónlistarfélags ísa- fjarðar sem haldinn var um síðustu helgi, en húsið verður reist á Torfnesi og tekið í notkun í síðasta lagi árið 1994, samkvæmt samstarfs- samningi Tónlistarfélags Isa- fjarðar og bæjarstjórnar Isa- fjarðar, sem gerður var vorið 1987. Þrettán tónleikar voru haldnir á síðasta starfsári Tón- listarfélags Isafjarðar fram að aðalfundi. Þar af voru þrennir áskriftartónleikar og tíu aðrir tónleikar. Þetta var meðal þess sem kom fram í ársskýrslu for- mannsins, Ulfars S. Agústs- sonar. A meðal merkustu atburða starfsársins má telja heimsókn fimm rússneskra undrabama í tónlist, sem hingað komu sl. vor. Þau voru á aldrinum 12-15 ára og eru tónlistarmenn á heimsmælikvarða. Auk þess að halda almenna tónleika á ísa- firði léku þau á árshátíðinni hjá Guðbjörgu ÍS við góðar við- tökur. Einnig má nefna einsöngs- tónleika Guðrúnar Jónsdóttur (dóttur Geirþrúðar Charlesdótt- ur og Jóns Guðjónssonar) í byrjun september. Þá var troð- fullt hús í Frímúrarasalnum og þurfti að sækja milli 50 og 60 stóla út í bæ í byrjun tónleik- anna. Systurnar Rannveig Sif og Hólmfríður, dætur séra Sig- urðar heitins Kristjánssonar héldu ágæta söngskemmtun í ágústmánuði og Rúnar Þórisson gítarleikari (tengdasonur Isa- fjarðar) kom hingað og hélt tónleika. Kennarar Tónlistar- skólans héldu þrenna tónleika á starfsárinu. A aðalfundinum voru lagðar fram nýjar og endurskoðaðar teikningar að Tónlistarhúsi á Isafirði, sem rísa mun á Torf- nesi. Lítils háttar útlitsbreyt- ingar hafa verið gerðar á húsinu og efri hæðin stækkuð nokkuð Líkan hins nýja tvílyfta Tónlistarhúss sem senn mun rísa á Torfnesi og tekiö veröur í notkun í síðasta lagi 1994, skv. samningi við ísafjaröarkaupstað. Lítils háttar breyttar teikningar að húsinu voru kynntar á aðalfundi Tónlistarfélags ísafjarðar um helgina. Áhugafólk hefur verið óþreytandi á liðnum árum við söfnun fjár til húsbyggingarinnar, og verður m.a. með torgsölu á Silfurtorgi núna á laugardaginn, en Tónlistarfélagið og ísafjarðarkaupstaður greiða byggingar- kostnað til helminga. til þess að fá út úr henni betri nýtingu. Stjóm Tónlistarfélags Isa- íjarðar var öll endurkjörin, en hana skipa þau Úlfar Snæfjörð Ágústsson formaður, Bára Ein- arsdóttir varaformaður, Gunn- laugur Jónasson gjaldkeri, Ein- ar Ingvarsson ritari og Signður J. Ragnar meðstjórnandi. Hrossastóð eins manns veldur stórhættu í Bæjarhreppi - eigandinn þykist vera einn í heiminum og sinnir ekki aðfinnslum Nýr bíll ónýtur eftir árekstur við hross - Höfum bara beðið eftir þessu, segir lögreglan Hross hljóp í veg fyrir bíl í Hrútafirði sl. fimmtudag, lenti á honum og eyðilagði. Mildi var að ekki varð stór- slys á fólki. Hrossið stóð upp og gekk nokkra metra en datt síðan niður dautt. Ökumaðurinn var að koma að sunnan á Lancer sem hann hafði fengið nýjan úr umboðinu daginn áður og var á leiðinni heim til sín við Isafjarðardjúp. Hesturinn hljóp upp á veginn og lenti beint framan á bílnum og kastaðist á framrúðuna far- þegamegin. Síðan hentist hann ofan á bílinn og lagði saman toppinn. Lancerinn er gjörónýt- ur en ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp ómeiddur. „Það sem er alvarlegast í þessu máli að það er hrossastóð inn um allan Hrútafjörð og sami eigandinn að öllum hrossunum. Þarna er ekki bann við lausa- göngu hrossa, þau eru út um allt og eru alveg stórhættuleg. Það jákvæða í þessu máli er að maðurinn var einn í bflnum og í belti. Ef farþegi hefði verið frammíhefði vartþurft að spyrja að leikslokum, því hesturinn kom hreinlega inn um framrúð- una farþegamegin,“ sagði Höskuldur Erlingssön lög- regluvarðstjóri á Hólmavík í samtali við blaðið. Aðvörun til vegfarenda „Við höfum af þessu miklar áhyggjur og höfum reynt að biðja eiganda hrossanna til að fjarlægja þau, en hann hefur ekki viljað verða við þeirri beiðni. Því er alveg sérstök á- stæða til að vara vegfarendur alvarlega við hrossunum í Bæj- arhreppi. Það hafa komið mjög margar kvartanir um þetta og oft munað litlu að illa færi. Við höfðum því bara beðið eftir því að þetta myndi gerast", sagði Höskuldur. Bifreiðin var í kaskó þannig að eigandinn fær skaðann bætt- an. Ef svo hefði ekki verið hefði maðurinn ekki einungis tapað bílnum algerlega, heldur hefði auk þess að líkindum þurft að leggja út fyrir hestinum. Mað- urinn hefði samt sem áður ekki mátt éta hestinn, þar sem hon- um var ekki sálgað í sláturhúsi undir eftirliti dýralæknis. PÓLLINN HF. ® 3092 Sala & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki STÓR VERSLUN // FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER1992 41. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 Góð rækjveiði í Arnarfirði Karl Garðarsson rækjusjómaður er ánægður með rækjuveiðina í Arnarfirði. Góð rækjuveiði hefur verið í Arnarfirði undanfarið. Veiðarnar hófust 3. nóvember og er heildarrækju- kvótinn á þessu veiðitímabili 700 tonn. Rækjan er góð en sterkur stofn af tveggja ára rækju hefur látið tölu- vert á sér bera í aflanum og er hún fremur smá. Karl Garðarsson rækjusjómaður á Jörundi Bjarna- syni BA er búinn að veiða 15 tonn af rækju það sem af er, og segir hann að veiðin sé mjög góð. „Það hefur oft verið til vandræða hvað mikið kemur í trollið. Um daginn mátti ég veiða 1200 kg en fékk 2,5 tonn í einu kasti eftir rúman klukkutíma. Ég kallaði í næsta bát sem hafði fengið lítið og lét hann fá helminginn og með það sigldum við báðir í land með dagsskammt- inn. Karl segir að í fjórum síðustu hölum hafi meðalafl- inn verið í kringum 900 kg og þætti það gott á út- hafsrækju. Kvótinn hans er 78 tonn eða tæplega einn og hálfur kvóti. Á síðasta ári veiddi Karl 80 tonn af rækju. Þess má geta, að Karl rær einn á Jörundi Bjarnasyni. Róbert Schmidt. FLUGFÉLAGIO ERNIR P Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. ÍSAFIROI Sjúkra- og Sími 94-4200 "‘■V^flugsvakt allan solarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.