Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 2
2 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, kemur út síðdegis á fimmtudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Vestfirska fréttablaðið er ekki í Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuldfærslur (það er ekki, flókið, bara hringja og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2, ísafirði (húsi Kaupfélags ísfirðinga, 2. hæð), sími (94)-4011 og (94)-4028, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Gísli Hjartarson og Helga Guðrún Eiríksdóttir. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Glannaakstur vélsleðakappa endaði á Ijósastaur Á föstudagskvöldið var skemmdist nokkuð. Að sögn vélsleða ekið á ljósastaur við lögreglunnar var þar um að Bakkaveg í Hnífsdal. Meiðsl kenna glannaakstri ökumanns. urðu minniháttar en sleðinn Opnunartími verslana Kaupmannafélag Vestfjarða og Kaup- félag ísfirðinga hafa ákveðið opnunar- tíma verslana í desember sem hér segir: Laugardagur 5. des. kl. 10-16 Laugardagur 12. des. kl. 10-18 Laugardagur 19. des. kl. 10-19 Þorláksmessa kl. 9-23 Aðfangadagur kl. 9-12 Gamlársdagur kl. 9-12 Aðra daga er opið eins og venjulega. (Fréttatilkynning frá Kaupmannafélagi Vestfjarða og Kaupfélagi ísfirðinga). Snjóflóð á Hnífsdalsvegi Með eindæmum tíðindalítið var hjá lögreglunni á Isafirði í síðustu viku. Helst var að veður og færð gerðu mönnum skrá- veifur. Snjóflóð lokaði Hnífsdals- vegi á miðvikudagskvöld og var hann ruddur morguninn eftir. Þá var Oshlíðarvegur lokaður á miðvikudag og fram á fimmtudag og urðu ýmsir að þiggja næturgistingu hjá kunn- ingjafólki af þeim sökum. Veðurhamur á Vestfjörðum: Járnplata skemmdi rútu Mikið hvassviðri var á grenndinni og urðu á henni sunnudag og fuku plötur við nokkrar skemmdir. Lögreglan Kiwanishúsið á Skeiði. Ein vill enn og aftur minnafólk á að þeirra lenti á rútubifreið sem huga að lausamunum þegar von átti sér einsis ills von þar í er á vindi af sterkara taginu. VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Lokasprettur að byggingu Tónlistarskólahúss á ísafirði: Jólatorgsalan á laugardag Nýja húsið verður tekið í notkun árið 1994 skv. samningi við ísafjarðarkaupstað Eins og undanfarin ár verð- ur Styrktarsjóður húsbyggingar tónlistarskólans með torgsölu fyrir jólin á Silfurtorginu á ísa- firði. Hún verður á laugardag- inn, þann 5. desember, og byrj- ar kl. tvö eftir hádegið. Það fer nú væntanlega að styttast í það að ísfirðingar fái að líta árangur af starfi styrkt- arsjóðsins á undanförnum árum. Endurnýjaðar teikningar að nýja tónlistarskólahúsinu eru að fá á sig endanlega mynd og horfur eru á að tekið verði til við bygginguna með vorinu, enda hljóðar samningur Tón- listarfélags Isafjarðar við bæj- arsjóð Isafjarðar upp á að húsið verði tekið í notkun árið 1994. Nú ríður á því að taka góðan endasprett, og er heitið á alla sem vilja leggja málefninu lið að gefa tertur, kökur, jólasæl- gæti eða hvað annað sem fólki dettur í hug, og skila því í and- dyri Grunnskólans rnilli kl. 10.30 og 12.00 á laugardags- morgun. Öll slík framlög eru afskaplega vel þegin. Kl. tvö verður byrjað með því að sungin verða jólalög við undirleik fólks úr harmoniku- félaginu. Síðan hefst sjálf torg- salan þar sem selt verður m.a. laufabrauð, sfld, kökur og sæl- gæti. Grenikransarnir hafa alltaf verið mjög vinsælir, og sérstök nýjung í ár er að nú verður seldur broddur. Þá verða þarna nýútkomin jólakort styrktarsjóðsins með rnynd eft- ir Jan Homan, kennara Tón- listarskólans. Jafnframt er hægt að hressa sig á heitum lummum og kakói, eða þá óáfengri jólaglögg. Isfirðingurinn Rafn Jónsson var að senda frá sér nýjan geisladisk, sem tileinkaður er minningu Ólafs Guðmunds- sonar, fyrsta söngvara hljóm- sveitarinnar Grafík. Diskurinn verður seldur hér í samvinnu við styrktarsjóðinn og verður á boðstólum á torgsölunni. Ný geislaplata (safnplata) frá Grafík í minningu Ólafs heitins Guðmundssonar seld á Silfurtorgi á laugardaginn Þessa dagana er að koma á markaðinn ný geislaplata frá Grafík, tileinkuð minningu Ó- lafs heitins Guðmundssonar á ísafirði, fyrsta söngvara hljóm- sveitarinnar. Hér er um að ræða safnplötu sem heitir „Sí og æ“ og hefur að geyma fjórtán vin- sælustu lög Graftkur frá árun- um 1981-88. Auk þess eru fjögur ný lög frá 1989-92, og syngur Ándrea Gylfadóttir þrjú þeirra en Helgi Bjömsson eitt. Grafík var stofnuð vorið 1981 á ísafirði og starfaði með hléum til 1988, bæði á ísafirði og í Reykjavrk. Eftir það fór lítið fyrir henni, en hún spilaði engu að síður á Isafirði sunarið 1990 og hefur hljóðritað lög á síðustu ámm. Grafík hefur í rauninni aldrei hætt. Ólafur Guðmundsson var kennari við Gagnfræðaskólann á Isafirði og var blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu um skeið. Hann söng þau tvö lög sem mestum vinsældum náðu á fyrstu plötu Grafíkur, Út í kuldann, sem kom út árið 1981. Ólafur var annars þekktari fyrir söng sinn og hljóðfæraleik með BG og Ingibjörgu. Nýja geislaplatan verður seld á torgsölunni á Silfurtorgi á laugardaginn. Henni fylgir vandaður bæklingur með text- unum og með ýtarlegum inn- gangi (sögu Grafíkur - Grafíska skipafélagið) eftir Isfirðinginn Rúnar Helga Vignisson rithöf- und, sem nú dvelst í Banda- ríkjunum. Ólafur Guðmundsson, fyrsti söngvari Grafíkur, kennari á ísafirði og blaðamaður á Vestfirska fréttablaðinu. Aðventuhátíð verður í Isafjarðarkaþellu sunnudagskvöldið 6. desember kl. 20.30. Kirkjuskólinn er á laugardögum kL 11.00. Rúta fer um Holtahverfið tuttugu mínútum áður.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.