Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 5 Minningarmót Högna Torfasonar: Slunkaríki: Erlendu stórmeist- ararnir efstir en Halldór Grétar þriðji 'm jf'. ’:j ff u® K /; 1 Smári Haraldsson bæjarstjóri afhendir verölaunin: Stórmeistararnir Mark Hebden (í miðjunni) og Uwe Bönsch (til hægri á myndinni) urðu jafnir í efsta sæti. Alþjóðlega skákmótinu til minningar um Högna heitinn Torfason fréttamann og skák- frömuð, sem hófst fyrir hálfum mánuði og haldið var á Isafirði, í Bolungarvík og í Súðavík, var slitið sl. laugardag með hófi á Seljalandsvegi 10, sem dætur Högna, þær Hildigunnur Lóa og Aðalheiður, og tengdason- ur, Hans Georg Bæringsson, buðu til. Smári Haraldsson bæjarstjóri afhenti verðlaun, menn nutu góðra veitinga og í fyllingu tímans hélt hópurinn á ball í Krúsinni. Jafnir og efstir á mótinu urðu stigahæstu keppendurnir, stór- meistararnir Uwe Bönsch og Mark Hebden. Lokastaðan varð þessi: 1.-2. Mark Hebden, Englandi, og Uwe Bönsch, Þýskalandi, 8,5 v (úr 11 skákum); 3. Halldór G. Einarsson, Bolungarvík, 6,5 v; 4.-6. Björgvin Jónsson, Jens- Uwe Maiwald, Þýskalandi, og Dimitri Reindermann, Hol- landi, 6 v; 7.-8. Guðmundur Gíslason, Isafirði, og Héðinn Steingrímsson, 5,5 v; 9. Helgi Ass Grétarsson, 4 v; 10. Arin- björn Gunnarsson, Bolungar- vík, 3,5 v; 11.-12. Ægir Páll Friðbertsson, Isafirði (Súða- vík), og Sævar Bjarnason, 3 v. Mótshaldari og skákdómari var Jóhann Þórir Jónsson (Tímaritið Skák) en skákstjóri var Torfi Asgeirsson. Halldór Grétar Einarsson sem varð í þriðja sæti vantaði aðeins hálf- an vinning til áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Halldór Grétar Einarsson tekur við þriðju verðlaununum. Keppendurnir tólf ásamt dætrum Högna Torfasonar, Hildigunni Lóu og Aðalheiði, og tengdasyni hans, Hans Georg Bæringssyni (lengst til hægri). Á milii systranna stendur IVIark Hebden. Sýningu Halldórs lýkur á sunnudag Halldór Ásgeirsson ásamt „hraunhvörfum“ sínum í Slunkaríki. Sýningu Halldórs Ásgeirs- sonar á „hraunhvörfum“ í Slunkaríki á ísafirði lýkur kl. 18 á sunnudaginn, 6. desember. Enginn hefur áður búið til myndverk af þessu tagi eða með þessum hætti, svo vitað sé. Halldór kom vestur með mola úr Krísuvíkurhrauni, sem rann fyrir um þúsund árum, og bræddi með blússlampa á staðnum í Slunkaríki. Við það varð til nomahár (fíngerðir þræðir) og auk þess myndaðist glerungur á hrauninu, svipaður hrafntinnu. Hraunslettur eru upp um veggi, en inni í hálf- bræddum hraunsteini sem hangir í loftinu er ljós. Halldór byrjaði á gerð myndverka með þessum hætti í febrúar síðastliðnum. Naum- ast getur öllu þjóðlegra efni hérlendis. Þess má minnast í þessu sambandi, að Sigurjón heitinn Pétursson á Álafossi bjó til krossmörk úr Hekluhrauni árið 1947, en það var annars eðlis en verk Halldórs. Sigurjón lét hraunið renna í mót, sem hann bjó til, en þá sá náttúran sjálf um bræðsluna. Slunkaríki er opið fimmtu- dag til sunnudags kl. 16-18. Kaffi og bók Á HOTELINU NÆSTA SUNNUDAG Hótel ísafjörður og Bókhlaðan efna til bókakynningar með eftirmiðdagskaffinu næsta sunnudag, 6. desember, milli kl. 3 og 5. Þar munu liggja frammi nokkrar athyglisverðar og fallegar nýjar bækur. Einnig verður lesið úr nokkrum þeirra. Að vanda er boðið upp á glæsilegt kökuhlaðborð, kaffi og heitt súkkulaði auk léttra jólalaga. Stund fyrir alla fjölskylduna. VERIÐ VELKOMIN Bókaverzlun Jónasar Tómassonar Sími 3123, ísafirði. Grunnvíkingabók Grunnvíkingabók, saga mannlífs og sveitar í Grunnavíkurhreppi, skráð af Guðrúnu Ásu Grímsdóttur, og Grunnvíkingatal ásamt ábúendatali, tekið sam- an af Lýð Björnssyni, fæst hjá neðangreindum aðOum: Á Ísafírði: Hlíf, s. 4321, Kristínu, s. 3344, Inga, s. 3646, Rannveigu, s. 3696, og Valgerði, s. 3583. í Bolungarvík: Maríu, s. 7214. Bókin kostar kr. 12.000. Til félaga í Grunnvíkingafélaginu og áskrifenda verður hún seld á kr. 10.000. Athugið: Þeir sem ennþá eiga eftir að skipta á seinna bindinu frá fyrri út- gáfu eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst. Líf og fjör á Silfurtorgi á laugardaginn Gómsætar tertur, kaffi og heitt súkkulaði. Verið velkomin! *

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.