Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 3. desember 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTABLASIÐ Jens Guðmundsson skrifar: Botninn úr ríkisstjórnarkeraldinu er enn í Viðey Þegar ljósgeislar hamingj- unnar virðast ætla að skína svo áþreifanlega frammúr því kol- svarta skýjaþykkni tilverunnar og öllu því svartnætti sem umlukið hafa huga manna allan og möguleika til sjálfsbjargar okkar fslendinga að geta á eigin fótum staðið í þeim hefð- bundnu atvinnugreinum, sem oftast einar og sér hafa mönn- um best dugað til lífsins bjarg- ar, þá á reyndina litið er, eins og Bakkabræður séu í allri sinni fáfræði komnir með pokann sinn, sem þeir forðum töldu sér til ágætis þá kunnáttu sem duga skyldi til að bera sólarbirtuna inní bæinn sinn í. Ekki ósvipað þeirri ímynd- uðu kunnáttu þeirra kemur ut- anríkisráðherrann okkar skeið- ríðandi frammá sjónarsviðið með þá gullumskreyttu ham- ingju í poka sínum að taka svo mikinn skatt, sem veiðileyfi kallast skyldi, af öllum þorskafla íslendinga til þess að rétta þeim fyrirtækjum á þeirra sárustu neyðarstundu sem lifað þeir hafa, þá er afkoma þeirra svo hallast hefur, að í hverju fótmáli að höfuð þeirra undir fætur þeim dottið gæti. Og þarna skyldi nú í fullri alvöru hinn gullni ljósgeisli hamingj- unnar lagður að fótum hvers einasta skattborgara landsins, svo sem hann nefndi á Lands- fundi LÍU, til þess að þar með losna mætti við aukin útgjöld til handa þeim sem ekki gætu staðið réttu höfði í starfi sínu og umfangi öllu. En mig langar nú í allri minni makalausu einfeldni að spyrja þennan svo mikilsvirta ráðgjafa okkar: Eru ekki sjómenn, út- gerðarmenn, fiskvinnslufólk og vinnslustöðvar skattborgarar þessa lands, og ef fiskverð lækkar til skipta handa þessu fólki öllu, lækkar þá ekki hlutur þeirra allra sem veiði- leyfagjaldinu nemur? Eða þá hitt, að útgerðin sem er að sýngja sitt síðasta lag, og er komin á hausinn, stendur hún sig þá svo miklu betur að borg- ið sé, eftir að búið er að lækka fiskinn sem þessu veiði- leyfagjaldi nemur, eða þarf ekkert nema að lækka fisk- verðið til þess að útgerðin beri sig betur, eða hvað meinar maðurinn með þessu öllu sam- an? Nú í viðbót við það veiði- leyfagjald af þessum tólf þús- und tonnum, sem fara á í útgerð þeirra rannsóknarskipa, sem svo mikið er um talað, á svo að leggja annan og öllu meiri skatt á fiskinn í sjónum áður en hann er veiddur til að borga með alla þá milljarða, sem eru í tapi hjá útgerðinni, vinnslustöðvunum, og öllum hinum auðvitað. Og þau stjómvöld sem ekki gera sér grein fyrir afleiðingum þessara gerða eru engu betur á sig komin en þeir Bakkabræður með botnlausa keraldið sitt, og það er ekki einusinni svo að botninn úr ríkisstjómarkerald- inu sé suður í Borgarfirði, heldur hefur það aidrei verið flutt í land úr Viðey, þegar stjórnarkeraldið var í hinu of- boðslegasta fumi og fáti rekið þar saman, í því flaustri og fumi sem einkenndi þau handaverk í einu og öllu. En að hugsa sér þau stjórn- völd sem enga grein gera sér fyrir því að það er ekkert náð- arbrauð til handa sjómönnum einum saman að fá að veiða hér fisk í hafinu við Island, það er ekki síður þeim til handa gert sem aldrei á sjó fara, og þar á ofan að sjómenn séu einhverjir þurfalingar að fá fiskinn án sérstakra leyfisgjalda í sjónum, þar sem hann sé þar allra landsmanna eign, en em ekki landsmenn allir njótendur alls þess afla sem úr sjónum fæst, og hvar em þær gullnámur reknar á þurru landi sem úr eru teknir stórir fjársjóðir til styrktar þessum atvinnuvegi? En sjómenn ættu Iöngu að vera búnir að sigla flotanum í land, hverjum einum einasta bátkopp, rétt eins og gert var hér um árið í síldarverkfallinu, og fyrir löngu, löngu síðan ættu allir bændur að vera búnir að stoppa alla sölu afurða sinna og lofa DV-ritstjóranum að skaffa gjaldeyri fyrir innfluttu ódým landbúnaðarafurðunum, því það getur enginn lifandi maður með einhvem snefil af dóm- greind látið sér detta í hug að nokkur leið sé að reka fyrirtæki, hvorki á sjó né landi, með 47% venjulegum vöxtum og 63% dráttarvöxtum, svo sem gilti hér um tugi ára og verið er að súpa seyðið af núna. Heldur er ekki nokkur leið hér í landi að lifa án landbúnaðar, heldur ekki með því að borga 30 krónur af hvetjum 100 krónum sem manni áskotnast til útflutnings- tekna uppí erlendar skuldir, og svo mætti lengi telja óráðsíuna í landinu héma, en að leggjast svo lágt í kjafthætti sínum, sem að lífsstarfi haft er, að bera það saman að hægt sé að framleiða búvörur hér á okkar blessaða kalda landi fyrir sama og útí bestu skilyrðum heitu land- anna, og flytja inn í belg og biðu, en enda svo með því að eiga ekki nokkurn skapaðan hlut til að borga það með. Ekki ósvipuð er sú kenning til helstu ráða. að ætla sér að leggja tugi milljarða á einstak- linga þessarar þjóðar, en létta svo öllum slíkum gjöldum af öllum verslunar- og atvinnu- rekendum. Það tel ég miklu meiri vandræðaskussar vera þjóð sinni til handa, en þeir skussar sem forsætisráðherra kallar svo, sem á hausinn eru að fara og famir eru og þar þá Aðalfundur Aðalfundur Skátafélagsins Einherjar-Vatkyrjan verður haldinn í Skátaheimilinu sunnudaginn 6. desemberkl. 17 Stjónin. Jens Guðmundsson. taldir með skussamir á hans máli, sem stjórna álverinu og jámblendinu. Nei, hér mínir góðu landar, ósköpin sem hér hafa á gengið í óskapnaði og afkomuvand- ræðum einstaklinga og fyrir- tækja á landi hér undanfarin ár em hreint svo yfirþyrmandi að engu tali tekur, og hefur aldrei annað eins gerst í þeim efnum þótt þröngt hafi oft í búi verið hjá okkar þjóð. Og þótt sjálf- skaparvítin hafi þar of oft ofa- námilli Bakkabræðrabrún- kunnar látin vera er ekki hinu að neita: Stjórnarfar okkar hef- ur þar stærstan þáttinn lagt til vandræðanna allra í marg- slúngnum fávitagerðum, sem engum var fært að sigla fram hjá, og það vona ég að guð gefi, að svo skelegga sjógarpa eigurn við ennþá við stjómvöl okkar glæsilega flota, að allir stefni til sama lands, hver á sínu svæði, ef sú óláns bylgja ætti eftir að bijóta við strendur þessa lands, sem öllum öðrum gæti hættu- legust orðið, en það er þessi margupptuggna veiði- leyfispostilla, sú argasta skattaáþján sem enginn gæti giskað á hvar endaði. Jens í Kaldalóni. Þessi Tercel eyðilagðist þegar hann snjór og klaki húrraði ofan á hann af þakinu á Pollgötublokkinni í síðustu viku. Ef maðurinn á myndinni er eigandi bílsins er ekki annað að sjá en hann beri harm sinn nokkuð karlmannlega. Vestfirska fréttablaðið sótt til saka? Fyrir eitthvað um hálfum mánuði var frétt í DV með fyr- irsögninni Flateyri: Veitinga- maðurinn kærir Vestfirska fréttablaðið. Þar kemur fram að Guðbjartur veitingamaður í Vagninum hyggist leita réttar síns vegna viðtals Vestfirska fréttablaðsins við Jónmund Kjartansson yfirlögregluþjón á ísafirði, vegna þrálátra frétta af ýmiskonar veseni og uppá- komum á Flateyri (einkum þó í öðrum fjölmiðlum en Vest- firska fréttablaðinu). Auk þessarar fréttar í DV hafa ábyrgðarmanni Vestfirska borist til eyma (óbeint) ýmis fleiri ummæli og yfirlýsingar um málshöfðun á hendur hon- um og blaðinu út af þessu máli. Ekki hefur formleg kæra þó borist ennþá, enda vinnur rétt- vísin oft hægt, sbr. t.d. máln- ingarfötumál og stríðsglæpi, þótt réttlætið sigri jafnan að lokum, a.m.k. í sjónvarpsþátt- um. Hins vegar gengur ábyrgð- armanni Vestfirska illa að skilja hvemig það má vera saknæmt að spyrja yfirlög- ' Flateyri: Veitingamaðurinnkaerir Vestfirskafréttabteðið __— ur vegna atburða a El yn ^ ur vegna at^^J^^ðkomu á að viðkomandi hafi nm anna^ Vagninum ogorM^ ^ ^ ^ flt hvort innan staðarms var komið. . « vtpcQar stað- Guðbiartursegiraðhessar^^ hætmgar kotm serno^ hafl eltki ^kltinögregluv^aóiau urtan var omiaðimíyrir einu oghálfu ári. regluþjón álits og birta ummæli hans. En það er sosum margt sem hann skilur ekki. ísafjarðarprestakall Dagskráin um hátíðarnar ísafjarðarkirkja: - Aðventukvöld 6. des. kl. 20.30 - Jólasöngvar fjölskyldunnar 20. des. kl. 11.00 Miðnæturguðsþjónusta aðfangadagskvöld kl. 23.30 - Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 14.00 - Aftansöngur gamlársdag kl. 18.00 Súðavíkurkirkja: - Aðventukvöld 13. des. kl. 20.30 - Hátíðarguðsþjónusta jóladag kl. 18.00 Hnífsdalskirkja: - Jólaguðsþjónusta aðfangadag kl. 18.00 Póllinn hf. leggur undir sig húsnæði Ferðaskrif- stofunnar Verslun Pólsins hf. við Aðalstræti er þessa dagana að færa út kvíamar, enda veitir ekki af töluverðu plássi undir þau ókjör af allskonar heim- ilistækjum, raftækjum, hljóm- flutningstækjum og öðm slíku sem þar fæst. Ferðaskrifstofa Vestfjarða, sem fyrir skömmu lagði upp laupana, var í næsta húsi sambyggðu, hinum megin við þilið, og nú er Póllinn og Hermann Oskarsson versl- unarstjóri að leggja undir sig það húsnæði líka.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.