Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 03.12.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Fimmtudagur 3. desember 1992 Eg er orðin von einverunni - segir Sigríður Ragnarsdóttir, einbúi á Hrafnabjörgum í Arnarfirði Viðtal og myndir: Róbert Schmidt Uti er vitlaust veður, mikið hvassviðri og ofankoma. O- veðrið skekur rafmagns- staurana, línur slitna og ljósin slokkna í sjávarþorpunum í skammdeginu. Allt fer úr skorðum hjá nútímafólkinu. Ekkert rafmagn, allt í steik. En á litlum bæ við norðanverðan Amarfjörð býr kona ein, Sig- ríður Ragnarsdóttir að nafni. Hún kippir sér ekki upp við rafmagnsleysið í þorpunum, því sjálf hefur hún ekkert raf- magn nema frá lítilli vindrellu á húsþakinu, sem snýst í vind- inum og hleður inn á lítinn raf- geymi. Vindhviðumar dynja á bænum. Það gnagar í innviðum hússins á efri hæðinni. Og þá tekur Sigríður húsfreyja sæng sína og sefur niðri þar til ó- veðrinu slotar. „Jú, ég er alltaf jafn veður- hrædd. Eg svaf niðri í nótt, því það er vont að hrökkva upp við gnagið á efri hæðinni í svona vitlausu veðri.“ Sigríður er fædd í dalnum og hefur búið þar alla sína tíð. Foreldrar hennar giftust þar og bjuggu þar fyrstu árin. „Við fluttum frá Lokinhömrum vor- ið 1940 hingað yfir ána að Hrafnabjörgum. Guðmundur bróðir dó haustið 1981. Þá var ég með vetrarmann þann vetur. Svo var hjá mér maður, lfklega tveimur ámm síðar. Mér tókst að ráða hann í áföngum og hann var hér í tæpt ár. Annars hef ég alltaf verið ein að vetr- inum. En hér er oft æði mikið að gerast á sumrin. Ég var með kaupakonu og mann í sumar. Þá komu hingað margir í heimsókn. En það er öðmvísi á veturna, þegar við sitjum hér sitt í hvoru homi.“ A næsta bæ, Lokinhömrum, Sigríöur Ragnarsdóttir á Hrafnabjörgum. býr Sigurjón Jónasson. Hann er einbúi eins og Sigríður Ég er ekkert á förum Sigríður kveðst ekkert vera á förum frá Hrafnabjörgum. „Það eru mörg ár sfðan ég fór að búa mig undir að fara. En á meðan ekkert óvænt gerist, þá verð ég héma áfram. En ég verð að við- urkenna, að stundum hef ég hugsað mér að hætta þessu og fara. Ég var orðin dálítið tæp eftir tvo mikla snjóavetur. Þá var ég að hugsa um að hætta. Síðan hafa aftur komið tveir slæmir vetur, en ég umtumaðist og ákvað að vera um kyrrt. Það er ekkert skemmtileg tilhugsun að flytja suður, því þangað fer ég nú örugglega á endanum." Vön einverunni á jólunum Sigríður er með 150 ær, 20 lömb og fimm hrúta. Að auki hefur hún nokkrar hænur, sem orðnar eru gamlar og verpa lítið sem ekkert. „Féð verður í allt 170 eða rúmlega það, ef allt skilar sér. Annars hefur sjaldan (sjö, níu, þrettán) orðið fjár- skaði hér að neinu marki, kannski kind og kind. Ég hef verið með sex hænur, en Gulla á Hrafnseyri færði mér þrjár til viðbótar. En hinar eru orðnar gamlar og verpa lítið sem ekk- ert. En þó hafa þær dugað mér til þessa.“ Mjólkina fær Sigríður frá Sigurjóni nágranna sínum, en segist eiga G-mjólk til vara. Aðspurð kveðst Sigríður vera vön því að vera ein yfir jólin. Nema þegar fært er frá Þing- eyri, þá hefur Gulla komið til hennar. „Annars fer alltaf jafn mikill tími í að hugsa um skepnumar, svo les ég lítils- háttar, þannig að jólin breyta ekki miklu hér.“ Sigrfður segist ekki hafa jólatré, en hún dundar sér lítillega við bakstur. „Ég baka ekki mikið fyrir jólin, en systur mínar hafa sent mér kökur“, segir hún og hlær. A aðfangadag borðar hún heima- reykt hangikjöt og hefur það notalegt. Umferð hefur aukist mikið Fyrir nokkrum árum var vegurinn út að Lokinhömrum og Hrafnabjörgum lítið notaður af ferðafólki. Nú horfír svo við yfir sumartímann, að mikill fjöldi bíla fer þar hjá. „Það var mikil umferð í sumar og það komu rnargir hér við. I gesta- bókina mína hafa á þriðja hundrað manns skrifað frá því í fyrravetur. Það hefur aldrei verið svona mikið áður. Um- ferð hefur aukist mikið, og ég held að það hafi aldrei komið eins margir hér við og í sumar. Fyrir nú utan alla bílana sem óku framhjá án þess að staldra við. Svo dregur úr umferð í á- gústlok þegar sjórinn er farinn að hræra í veginum hér innar, og þegar snjór Iokar veginum út fyrir Svalvoga.“ Póstflutn- inga sér Sigríður um á sumrin, því hún hefur bíl og bílstjóra, eins og hún orðar það. A vet- urna sér björgunarsveitin á Þingeyri um að koma pósti á bæina tvo og frá þeim. Fyrir ofan bæinn hennar Sigríðar stendur gríðarlega tignarlegt fjall sem Skeggi heitir. Sjómenn nota Skeggja gjarnan sem viðmiðun á góð fiskimið. Veður eru oft slæm þarna úti við fjarðarkjaftinn og brimið slær hressilega á klapp- irnar fyrir neðan bæina tvo. En á meðan ekkert óvænt gerist ætlar Sigríður að vera um kyrrt á Hrafnabjörgum, hvort sem er yfir sólbjartan sumar- daginn eða frostkaldan vetrar- daginn eins og nú. Opnunartími verslana: Gallað frímerki í Bæjarins besta Hér stendur Sigríður viö fjárhúsin. Fjalliö Skeggi er í baksýn, hvassbrýnt og tignarlegt á aö líta. Kaupmenn höfðu samband við Vestfirska fréttablaðið í morgun og báðu um að því yrði komið rækilega á framfæri, að tilkynning í Bæjarins besta í gær um opnunartíma verslana væri tómt rugl og vitleysa; ljósi pungturinn í vitleysunni væri að vísu sá, að tilkynningin hefði ekki fengið öllu meira pláss í því ágæta blaði en sem næmi frímerki. Réttar upplýsingar um opn- unartímann eru aftur á móti á bls. 2 hér í Vestfirska frétta- blaðinu. Astæða er til að minna á það, að gölluð frímerki ganga oft á hærra verði en ógölluð og verða rosalega verðmæt með tíman- um. Tryggið ykkur eintak! 7 RáðgféfifmSAA JdHm Öm ráðgjafi frá SÁÁ Aoáur á ÉafirðL dagana 7.-11. desember itb5 viðtöl og ráðgjöf í VefkalýSdiJSÍnu, RSLgötu 2. Þeir sem áhuga hafa á viðtali hringi í Guðrúnu í síma 4390, K/nmiigarfundur Föstudaginn 11. desember 1992 verður kynningarfundur FBA (fullorðin börn alkóhólista) haldinn í Verkalýðshósinu (gamla sýslumannshúsinu), Pólgötu 2, ísafirði. Fundurinn hefst kl. 21.00. Tflferpi íNamBfía^u Und.0Lnf9.rin ár hnfn félncjcir 1 Norræna félaginu fengið 25% afslátt af bílaleigubílum hjá Bílaleigu Akureyrar í Reykjavík og á Akureyri. Nú bjóða þeir einnig þennan afslátt af pakkaferð- um, þannig að verðið verður mjög hagstætt þegar þarf að nota bíl á viðkomandi stöð- um. Leitid upplýsinga hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni í Stjórnsýsluhúsinu á ísafiröi, opiökl. 13-16, sími 3393 og 3722. Kaupið bleikju til styrktar blindum Lionsklúbbarnir ú norðanverðum vestfjörðum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.