Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 1
VES1 rFii ISKA FRÉTTABLAÐIÐ Verksamningar um síðasta áfanga Fjórðungssjúkrahússins: Ráðherra þvælist fyrir og ekkert gerist - reglur brotnar og reynt að fá Innkaupastofnun til að breyta álitsgerð sinni Enn er ekki farið að ganga til samninga við verktaka vegna útboðs síðasta áfanga Fjórð- ungssjúkrahússins á Isafirði. Sex vikur eru nú liðnar sfðan tilboð voru opnuð og Inn- kaupastofnun hefur mælt með að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, sem er Auðunn Guðmundsson á ísafirði. Næstir komu Eiríkur og Einar Valur á Isafirði. Fimm verktakar buðu í verkið og voru öll tilboðin fyrir ofan kostnaðaráætlun. Samkvæmt útboðsstöðlum ber að ganga til samninga við verktaka þremur vikum eftir að tilboð hafa verið opnuð. Nú eru því liðnar aðrar þrjár vikur fram yfir þann tíma. Innkaupastofnun sendi heil- brigðisráðuneyti álit þess efnis, að eftir athugun á öllum gögn- um tilboðsgjafa bæri að ganga til samninga við Auðun. Ráðu- neytið vísaði málinu aftur til Innkaupastofnunar og bað um endurskoðun á tilboðsgjöfum en Innkaupastofnun stóð við fyrra álit. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Vestfirska fréttablaðinu ekki á fá samband við neinn í Fjórðungssjúkrahúsið á ísafirði. heilbrigðisráðuneytinu sem gat svarað fyrir þetta mál, en blað- inu var tjáð að þetta væri til meðferðar á allra hæstu stöðum, hjá ráðherra sjálfum og ráðu- neytisstjóra. Hvorugur þeirra ansaði ítrekuðum skilaboðum blaðsins um að fá að ræða við þá. Ljóst virðist að ekki sé vilji í ráðuneytinu til þess að ganga til samninga við Auðun Guð- mundsson. Vestfirska fréttablaðinu finnst nokkuð undarlegt ef rétt er að ráðherra blandi sér sjálfur í slíkar einfaldar afgreiðslur, enda hefur þessi sami ráðherra sagt við annað tækifæri að hann geti að sjálfsögðu ekki haft af- skipti af afgreiðslu einstakra mála. ísafjöröur: Gæsir ganga í hús Hún Álfhildur í Seljalandi 15 á ísafirði fékk heldur óvenju- lega heimsókn á þriðjudags- kvöldið. Hún sat í makindum í stofunni þegar hún heyrði bankað og fór til dyra. Sá hún þá sér til stórrar undrunar tutt- ugu gæsa hóp á dyrapallinum sem goggaði án afláts í dyr og hús. Henni varð að vonum hverft við og stuggaði þessum gestum af hlaðinu og fór við svo búið inn aftur. Ekki hafði hún lengi setið er hún heyrði þetta líka skaðræði- svein frá dóttur sinni á öðru ári sem hafði verið sofandi úti í vagni í garðinum fyrir neðan húsið. Hún hljóp út í ofboði og sá hvar barnið sat uppi í vagn- inum háorgandi og skjálfandi af skelfíngu en við hlið vagns- ins var gæsahópurinn kominn aftur og reif í sig gras úr bletti sem stóðauður upp úrsnjónum. Aftur mátti hún reka þessa ó- boðnu fugla af landareign sinni og tókst loks eftir langan tíma að róa skelfingu lostið barnið. Þar sem að nú eru að koma jól hefði sjálfsagt einhver „gripið gæsina“ í þeirra orða fyllstu merkingu en Alfhildur stóðst freistinguna í þetta skipti. Ef um frekari heimsóknir fugl- anna verður veit maður þó ekki nema „allt fari í steik“. PÓLUNN HF. S 3092 Sala & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki © PÓLLINN HF Ljósakrassar á leiði 6.800 kr. IFIMMTUDAGUR10. DESEMBER1992 42. TÖLUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR SÍMI94-4011 • FAX 94-4423 VERÐ KR. 150 ; J Bolungarvík: Fimm innbrot upplýst - innbrotsþjófarnir allir frá ísafirði Nú í vikunni tókst lögreglunni á ísafirði í samvinnu við Bolungarvíkurlögregluna að upplýsa fimm innbrot sem framin voru í Bolungarvík. í októbermánuði var brotist inn í áhaldahús Bolungarvíkurkaupstaðar og í lok nóvember var brotist inn í sundlaugina á staðnum. Aðfararnótt 3. desember sl. var svo brotist inn á þremur stöðum, í sundlaugina, áhaldahúsið og tré- smíðaverkstæði Jóns Friðgeirs. Alls voru þarna sjö manns að verki og allir frá ísa- firði. Auk þjófnaða á þessum stöðum voru unnin nokkur spjöll á húsnæði. Vestfirska fréttablaðið hefur ekki skýringar á ítrek- uðum innbrotum í Sundlaug Bolungarvíkur. Nema á- stæðan sé sú, þar sem hér var um Isfirðinga að ræða og neysluvatnið á ísafirði landsþekkt fyrir það að vera óhæft til neyslu, að þjófarnir hafi verið að fá sér að drekka. Hálfdán Kristjánsson ráðinn bæjarstjóri á Ólafsfirði Gengið hefur verið frá ráðningu Hálfdáns Krist- jánssonar, oddvita í Súðavík, sem næsta bæjarstjóra á Ólafsfirði. Hálfdán var einn af fimmtán umsækj- endum um stöðuna og hlaut samhljóða atkvæði bæði meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn. Hálfdán mun hefja störf 1. janúar næstkomandi. „Þetta leggst mjög vel í mig, þetta er spennandi verkefni. Bæjarfélagið stendur mjög vel og ýmis verkefni eru framundan. Ég fór þarna norður og ræddi við bæði meirihluta og minnihluta og sannfærðist um að það er mjög orðum aukið að pólitíkin þar sé sú Ijónagryfja sem látið hefur verið liggja að“, sagði Hálfdán Kristjánsson í samtali við Vestfirska frétta- blaðið. Fráfarandi bæjarstjóri á Ólafsfirði er Bjarni Gríms- son, sem í eina tíð var kaupfélagsstjóri á Þingeyri. FLUGFÉLAGIO ERNIR P Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. ÍSAFIROI Sjúkra- og Sími 94-4200 n®yöarf!U9®'Cakt allan solarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.