Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 2
2 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 'V ESTFIRSKA l FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Biaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verö í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuldfærslur (það er ekkert flókið, bara hringja og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Austurvegi 2 (Kaupfélagshúsinu, 2. hæð), ísafirði, sími (945-4011, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Gísli Hjartarson og Helga Guðrún Eiríksdóttir. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Ekki fréttamatur! „Þetta er ekki neinn fréttamatur!" er setníng sem við blaðamenn fáum oft að heyra. Gjarnan fylgja í kaupbæti nokkur vel valin ókvæðisorð um fjölmiðla. Yfirleitt lætur maður svona skæting sem vind um eyru þjóta. Þó getur kveðið svo rammt að viðbrögðum af þessu tagi, að tæpast verður setið undir því þegjandi. Athyglisverð voru viðbrögð nokkurra Flat- eyringa við fréttaflutningi af atburðum sem áttu sér stað þar í þorpinu fyrr í vetur. Ef mönnum finnst ekki lengur umtalsvert og ekki fréttnæmt þótt á Flateyri séu iðkaðar skotárásir, líkamsárásir og eiturlyfja- neysla, þá verð ég að gangast við þeirri skoðun minni að eitthvað sé að á þeim bænum. Fjölmiðlar hafa það hlutverk að skýra frá atburðum. Og þar sem frétta- menn eru sem betur fer ekki eitt alsjáandi auga, verða þeir oftar en ekki að styðjast við frásagnir annarra. Á annars ágætum opnum borgarafundi sem lögregluyfirvöld á ísafirði héldu með heimamönnum á Flateyri á mánudaginn að frumkvæði Kiwanismanna, voru nokkrir menn sem héldu vart vatni yfir því að fjöl- miðlar skyldu leyfa sér að skýra frá þeim leiðindaatburðum sem urðu á Flateyri nokkrar helgar í vetur. Ef umræddir Flat- eyringar vilja einangra sig svo gersamlega frá umheiminum að ekki megi einu sinni segja fréttir af staðnum, ef Flateyringar vilja lifa án eðlilegra tengsla við annað fólk, þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort það sé ekki á einhverjum misskilningi byggt að vera að gera jarðgöng undir Breiðadalsheiði á kostnað samfélagsins og halda opnum veginum yfir heiðina þangað til göngin eru tilbúin. Alls staðar er misjafn sauður í mörgu fé - líka á Flateyri. Það er barnaskapur að ætla almenningi þann fáráðlingshátt að hann dæmi íbúa heilla byggðarlaga út frá örfáum ógæfusálum. Blaðamenn munu halda áfram starfi sínu. En þeir sem ekki vilja fylgjast með því sem er í fréttum eru ekkert neyddir til að lesa blöð eða hlusta á útvarp. Þeir geta einfaldlega rölt út í sjoppu, keypt sér sinn Morgan Kane og lifað sáttir í sínum helli. Helga Guðrún Eiríksdóttir. Svala Sigurleifsdóttir opnar í Slunkaríki á laugardaginn - átti heima á hæðinni þar fyrir ofan til tíu ára aldurs Allt í jóla- föndrið Allskonar gjafavörur Föndurloftið, Mjallargötu 5, sími 3659 og 3539 - verslun og gisting - Svala Sigurleifsdóttir opnar sýningu í Gallerí Slunkaríki á Isafirði á laugardaginn, 12. desember kl. 16, og stendur hún fram á gamlársdag. Verkin á sýningunni eru þannig unnin, að svart-hvítar ljósmyndir eru stækkaðar og litaðar með olíu- litum. Hvert verk samanstendur af fleiri en einni ljósmynd. Sumar þeirra eru náttúrumynd- ir og ættaðar að vestan. Svala er fædd á ísafirði 1950 og myndlistarmenntuð í Reykjavík, Osló, Kaupmanna- höfn, Denver og New York. Hún hefur sýnt ein og tekið þátt í samsýningum um árabil. „Ég lærði að vfsu ekki að taka ljósmyndir í Slunkaríki, heldur á hæðinni þar fyrir ofan í Aðalstræti 22. Ég átti þar heima þar til ég var tíu ára og mamma kenndi mér að taka myndir á kassavél sem hún átti. Málið var að beina myndavél- inni að því sem ég vildi mynda og hotfa í gler á svarta kassan- um sem sýndi eins og lítinn spegil af raunveruleikanum. Standa grafkyrr meðan ég ýtti litlum takka til hliðar. Skrúfa filmuna áfram. Fara með filmuna í framköllun og sækja viku síðar eins konar ljósrit á pappír af raunveruleikanum. Ég varð fljótlega háð þessu ferli og er enn. Ferlið hefur lítið breyst nema að nú á ég betri ljósmyndavél og framkalla og kópíera myndimar sjálf. Lita þær svo eins og ég vil hafa þær“, segir Svala Sigurleifs- dóttir. „Og til hvers í ósköpunum að vera að þessu? Jú, til þess að reyna að átta mig á því hvernig þessi tilvera er. Hvað er hvað er ekki einfalt mál. Fiskur er ekki bara fiskur. Mannkynið, þ.e. allir hinir, gefa fiskum oftlega táknræna merkingu. Þú ferð á Homstrandir þar sem engin menning er, bara náttúra. Rekst á rekinn fisk í fjörunni og áttar þig á því að þú getur ekki horft á þannan fisk einungis sem dautt dýr úr djúpinu, heldur er menningin inni í þér og tákn- rænar merkingar fiska fylgja þér hvert sem er. Jafnvel ein marglytta er ekki bara hlaup- kennt jukk, heldur mjög at- hyglisvert form sem eins og speglar sólina í sjónum. Vem- lega falleg, núna eins og þegar ég horfði ofan í sjóinn á bryggjunum á Isafirði með veiðistöng í höndum fyrir rúmum þremur áratugum." Gallerí Slunkaríki er opið miðvikudaga til sunnudags kl. ísafjarðarkirkja vígð eftir tvö ár? Fjáröflun aö hefjast meðal almennings Þessa dagana er að hefjast söfnunarátak vegna byggingar hinnar nýju Isafjarðarkirkju. í fyrradag kynntu forsvarsmenn sóknarinnar og byggingarinnar stöðu mála. Um 50 milljónir króna voru til í sjóði til fram- kvæmda og vonast er til að um 20 milljónir fáist úr Jöfnunar- sjóði sókna. Þess sem á vantar verður m.a. reynt að afla með söfnun meðal almennings og hjá fyrirtækjum. Jólakort með mynd nýju kirkjunnar eru seld til styrktar byggingunni. Efnt var til lokaðrar sam- keppni um teikningu nýrrar kirkju og safnaðarheimilis og í byrjun maí sl. tilkynnti dóm- nefnd að tillaga Hróbjarts Hró- bjartssonar arkitekts og sam- starfsfólks hans hefði orðið hlutskörpust. Lokað útboð fór fram vegna 1. byggingaráfanga, sem var gerð grunnveggja kirkjuskips og. botnplötu. Lægstbjóðandi voru Eiríkur og Einar Valur hf. með tæplega níu og hálfa milljón króna. Gröftur í grunni hófst eftir miðjan september sl. Vegna tíðarfarsins tókst ekki að Ijúka áfanganum að fullu. en það verður gert í vor og á ekki að tefja framgang heildar- verksins. Annar áfangi og sá langstærsti verður boðinn út síðar í vetur og verður hann fólginn í því að steypa upp allt húsið, bæði kirkjuskipið og safnaðarheimilið, og ganga frá því að utan. Kostnaðaráætlun þess áfanga hljóðar upp á tæpar 74 milljónir króna. Til er áætl- un um að ljúka kirkjuskipinu að innan og hljóðar hún upp á rúmar 25 milljónir, en þá er orgel og steinlögn á gólf ekki með í dæminu. Kostnaður við samkeppni og hönnun er ein- hvers staðar á öðrum tug millj- óna, en sá kostnaður er að hluta innifalinn í þeim tölum sem áður hafa verið nefndar. Isafjarðarsókn nær yfir ísa- fjarðarkaupstað að Hnífsdal undanskildum, en hann er sér- stök sókn og stendur ekki að kirkj uby ggingunni. Formaður Sóknarnefndar Isafjarðar er Björn Teitsson skólameistari, formaður ftmm manna byggingarnefndar er Gunnar Steinþórsson rafvirki og formaður sjö manna fjáröfl- unamefndar er Hlynur Snorra- son rannsóknarlögreglumaður. Bjartsýnir menn vonast til þess að unnt verði að vígja kirkjuna síðlaárs 1994. Safnaðarheimil- ið yrði þó kláraður og tekinn í notkun síðar. Hinir svartsýnni tala um allt að tíu ár frá bruna gömlu kirkjunnar, sem varð sumarið 1987. „Við teljum að við getum komist mjög langt með að steypa upp alla bygginguna næsta sumar og ganga frá henni að utan, án þess að skulda háar upphæðir, en þá verður svo að sjá til með framhaldið", sagði Björn Teitsson. Engin framlög eru úr rikissjóði til kirkjubygg- inga. Nokkrir tjármunir fást úr Jöfnunarsjóði sókna, en söfn- uðir landsins greiða í þann sjóð. Jólakortin komin og reikningar stofnaöir Fjáröflunamefnd Isa- fjarðarkirkju hefur stofnað reikninga bæði í íslands- banka (sparisjóðsbók nr. 301111) og í Éandsbankan- um (tékkareikningur nr. 10115). Sérprentaðir gíró- seðlar munu liggja frammi í bönkunum. I dag var von á nýprentuðum jólakortum með mynd af nýju kirkjunni, og fást þau í Bókhlöðunni og Húsgagnaloftinu inni í Ljóni. Samkvæmt reglugerð hafa fyrirtæki heimild til skattafsláttar vegna gjafafjár m.a. til kirkjubygginga, þó innan ákveðinna marka. Sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur, Gunnar Steinþórsson form. byggingarnefndar, Björn Teitsson form. sóknarnefndar og Hlynur Snorrason form. fjáröflunarnefndar í gamla safnaöarheimilinu viö Sólgötu í fyrradag.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.