Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 10. desember 1992 „Brotamennirnir eru þeir sem oftast verða til þess að vekja athygli á störfum lögreglunnar" - sagði Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á borgarafundi á Flateyri Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður flytur framsöguerindi. Á mánudagskvöldið stóð Kiwanisklúbburinn Þorfinnur á Flateyri fyrir opnum borgara- fundi með lögregluyfirvöldum á Isafirði. Það voru þeir Olafur Helgi Kjartansson sýslumaður og Jónmundur Kjartansson yf- irlögregluþjónn sem mættu af hálfu yfirvalda ásamt Hlyni Snorrasyni rannsóknarlög- reglumanni og Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni. Til- tölulega fámennt var á fundin- um eða samtals 35 manns þegar flest var. Eftir kynningar á gestunum hélt sýslumaður erindi þar sem hann kom m.a. inn á löggæslu- mál á Flateyri, samskipti lög- reglu og borgara, fíkniefnamál og umfjöllun fjölmiðla um til- tekna atburði á Flateyri. „Það er nú svo að tiltölulega lítill hluti almennings hefur oft samskipti við lögreglu og þá ekki síður að frumkvæði hennar. Það eru þeir sem brjóta af sér“, sagði Olafur Helgi. „Brotamennirnir eru þeir sem oftast verða til þess að vekja athygli á störfum lög- reglunnar og við þekkjum dæmi þess héðan frá Flateyri", sagði Olafur og gat þess síðan að al- menningur kynntist helst störf- um lögreglu fyrir tilstuðlan fjölmiðla. Fréttaflutningur heima- manna „Það stóð ekki á því um dag- inn þegar skotárásin var hér um daginn, að viðbrögð manna yrðu hörð og um það er að sjálfsögðu ekkert nema gott að segja. Þó verður að taka tillit til þess að lögreglan átti úr vöndu að ráða og ég vil vekja á því sérstaka athygli að lögreglan á ísafirði brást hárrétt við og með mjög skjótum hætti. Hins vegar verð ég að segja það sem mína skoðun, að fréttaflutningur af þessum atburðum kann að hafa farið úr böndunum og gerði það að mínu mati, einkanlega hvað varðaði fréttaflutning heima- manna héðan af Flateyri", sagði sýslumaður. Hann kvaðst hafa athugað sérstaklega hvað haft var eftir yfirlögregluþjóni í Vestfirska fréttablaðinu, í mjög umtöluðu viðtali, sem rnikið var vitnað í. Yfirlögregluþjónn hefði sagt satt og rétt frá, þótt vissulega væri þar sumt óþægi- legt. Vaxandi fíkniefnanotkun Síðar kom fram í máli hans, að fíkniefnanotkun á Vest- fjörðum hefur aukist sam- kvæmt lögregluskýrslum héð- an. Þá flutti Hlynur Snorrason rannsóknarlögreglumaður at- hyglisvert og fræðandi erindi um fíkniefnamál. Hann sagði frá helstu fíkniefnum sem væru á markaðnum, sýndi af þeim myndir og skýrði frá helstu einkennum sem fylgja neyslu þessara efna. Héraðslögregluþjónn hef- ur ekki fengist Að loknu erindi Hlyns var fundargestum gefinn kostur á að koma með fyrirspumir til yfirvaldsins. Mátti glöggt greina að flestum var það mikið kappsmál að fá héraðslögreglu- þjón til starfa á Flateyri en það hefur ekki enn tekist þrátt fyrir að ítrekað hafi verið auglýst eftir manni í starfið. I svari sýslumanns kom fram að um er að ræða hlutastarf, fastar greiðslur lágar og búnaður lítill. Þó er greitt fyrir útköll. Aðal- málið sé að hafa mann á staðn- um til aðstoðar ísafjarðarlög- reglunni og þá ekki síst þegar heiðin er lokuð og ófært er á milli staða. „Varanlegasta lausnin er auðvitað sú að lög- gæslu á Flateyri verði sinnt frá Isafirði þegar búið verður að opna göngin. Þetta segi ég fyrst og fremst vegna þess að það felst í því mjög mikil hag- kvæmni. Okkur er öllum ofar- lega í huga hvað gæti gerst ef Breiðadalsheiði er lokuð og lögreglan kemst ekki hingað yfir. Þetta vandamál verður úr sögunni ef það gengur eftir að göngin verði komin í gagnið í árslok 1995 eins og lofað hefur verið“, sagði Olafur Helgi Kjartansson. Mikið um ölvunarakstur „Ástandið hér á Flateyri er því miður öðruvísi en á hinum stöðunum hér á Vestfjörðum, við þurfum ekki annað en nefna ölvunarakstur. Tilvikin eru orðin tíu hér á Flateyri í ár miðað við átján á Isafirði og eitt á Þingeyri og eitt á Suðureyri, mér finnst það ansi há tala“, sagði Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn. „Við vitum ekki ástæðuna en Flateyri sker sig úr, það er bara staðreynd að einhverra hluta vegna eru fleiri mál hér en á öðrum stöðum. Það eru fáir einstaklingar sem þess- um málum tengjast hér og yfir- leitt ekki heimamenn, auðvitað koma þeir við sögu en þeir eru oftast í aukahlutverkum“, sagði Jónmundur. Bæði Ólafur Helgi og Jón- mundur lögðu á það mikla á- herslu að eiga gott samstarf við íbúa á Flateyri, hér eftir sem hingað til. Kynningarfundur Hlynur Snorrason rannsóknarlögreglumaður flytur erindi um fíkniefnamál. Föstudaginn 11. desember 1992 (annað kvöld) verður kynningarfundur FBA (fullorðin börn alkóhólista) haldinn í Verkalýðshúsinu (gamla sýslumannshúsinu), Pólgötu 2, ísafirði. Fundurinn hefst kl. 21.00. Gestur kvöldsins verður Jóhann Örn, starfsmaður SÁÁ. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi á könnunni. FBA-deildin ísafirði. \ 'ESTFIRSKÍ L 1 FRÉTTABLAÐIÐ 1 Lækkun eða niðurfelling fasteigna- gjalda Eftirtaldír aðilar hafa fengið lækkun eða niðurfellingu fasteignagjöldum á ísafirði: Alþýðuflokksfélag ísafjarðar Framsóknarflokkurinn, Hjálparsveit skáta, Kiwanis- klúbburinn Básar, Litli leikklúbburinn, Njála frímúrara- stúka, Oddfellowreglan á íslandi, Sjálfstæðisfélag Isa- fjarðar, Skátafélagið Einherjar, Björgunarsveitin Tindar og Björgunarsveitin Skutull. Arnarí bæjarráð Arnar Kristinsson sat sinn fyrsta fund í bæjarráði ísafjarðar hinn 23. nóvember sl. Hann korn þar inn sem varamaður hjá Alþýðuflokknum. Þessi mynd var tekin í húsakynnum Sálar- rannsóknarfélags Vestfjarða I húsi Kaupfélags ísfirðinga. Á henni eru, talið frá vinstri, Margrét Hreiðarsdóttir úr Hnífsdal, sem túlkaði orð hins enska miðils fyrir þá sem það vildu, Vilborg Arnarsdóttir úr Bolungarvík, og Diane Elliott miðill frá Englandi. Vestfirska fréttablaðið á miðilsfundi Enski miðillinn Diane Elliott var á ísafirði í síðustu viku á vegum Sálarrannsóknrafélags Vestfjarða. Vestfirska fréttablaðið notaði tækifærið og fór á miðilsfund í fyrsta sinn á ævinni, enda er félagið með aðsetur í sama húsi og á sömu hæð og blaðið, í húsi Kaupfélags ísfirðinga. Diane Elliott bauð upp á einkatíma, og var allt sem fram fór tekið upp á segulband. Hver maður fékk svo sína spólu með sér heim til frekari íhugunar. Sálarrannsóknarfélag Vestfjarða er óneitanlega nokk- uð stórt félag, miðað við fólksfjölda hér vestra. Félagar eru nú 374 á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum. Fé- lagið var upphaflega stofnað um 1970 en síðan endur- vakið fyrir þremur árum. Formaður er Vilborg Arnarsdóttir í Bolungarvík. Að sögn Vilborgar stendur félagið fyrir komu miðla til Vestfjarða og einnig gengst það fyrir ýmiskonar nám- skeiðum, svo sem í reiki, sem er forn tíbesk heilunar- tækni. Hingað hafa komið tvennskonar miðlar á vegum félagsins, þ.e. sönnunarmiðlar eins og Diane Elliott, Þórunn Maggý og Þórhallur, og svo miðlar eins og Guð- björg Sveinsdóttir, sem hefur fræðsluaflið Ásgeir á bak við sig. „Fræðsluafl fræðir okkur um líf okkar“, segir Vil- borg, „hver er tilgangur okkar hér á jörðunni, hvers vegna við erum ólík innbyrðis og hvernig við getum breytt lífi okkar og lagað það svo að okkur líði betur og eigum auðveldara með að skilja hvert annað. í nánum tengslum við félagið eru síðan starfandi bænahringir, þar sem beðið er fyrir fólki, bæði á ísafirði og í Bolungarvík." Diane Elliott kom áður til ísafjarðar í janúar á síðasta vetri, en hún hefur einnig starfað á Akureyri og Akranesi..

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.