Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 10.12.1992, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10. desember 1992 VESTFIRSKA J FRÉTTABLAPIÐ Björn E. Hafberg: Hvers vegna leita hugsanir á saklaust fólk? Eyðsluæöi - eyðslufíkn - seinni hluti - Innkaupaárátta, kaupæði, óhófseyðsla eða hvaða nöfnum sem fólk kann að kalla þá hegðun fólks sem augljóslega ræður takmarkað við eyðslu sína, er í nútíma- samfélögum vandamál sem ógnar heilsu og hamingju fleiri en sjálfsagt flesta grunar. Vandamálið sem eyðsluklóin glímir við er í eðli sínu ekki ólíkt ofneyslu t.d. áfengis, eða þá þess að vera forfallinn bingó- eða peningakassaspilari. Sá eða sú sem þjáist af eyðslusemi stefnir sjálfum sér og nánustu aðstandendum í raun og veru í sama vandann og ofdrykkjumaður- inn og spilafíkillinn gerir. Flest einkennin sem fylgja t.d. drykkjuskapnum koma fram hjá eyðsluklónni. Sá sem eytt hefur of miklu reynir fram í rauðan dauðann að verja sig með öllum ráðum, afsakanir og undansláttur verða daglegt brauð. Þegar afsakanimar duga ekki lengur er gripið til lyginnar, sjálfsréttlætinganna, hótana og svo framvegis. Svo er lofað að bæta ráð sitt og allt gengur bærilega um stund, en þegar minnst varir er allt komið á annan endann aftur. Endalaus vítahringur „Ég gat bara ekki staðist þetta, það var boðið upp á 50% afslátt og raðgreiðslur til 12 mánaða.“ Það er þrjátíu og fjögurra ára karlmaður sem segir frá: „Ég hafði í mörg ár verið í stöðugum vandræðum með pen- inga. Ef einhver bauð upp á afborgunar- kjör, svo ekki sé talað um afslátt, þá var eins og allar vamir gæfu sig. En þetta fór fyrst að verða að verulegri martröð eftir að kreditkortin komu. Ég var fljótur að út- vega mér bæði Visa og Eurocard. Aug- lýsingarnar frá þessum fyrirtækjum voru þannig að þeim tókst að telja mér trú um að ef maður ætlaði ekki að lenda í vand- ræðum í útlöndum þyrfti maður skilyrðis- laust að hafa bæði kortin. Öldruð móðir mín sem átti skuldlausa fasteign skrifaði upp á háa tryggingarvíxla og mér fannst ég loks maður með mönnum að getað veifað þessum kortum. En það fór fljótlega að síga á ógæfuhliðina. Ég fór til útlanda og það var eins og allt veruleikaskyn rofnaði. Ég veifaði kortunum á báða bóga og keypti hiuti og gerði ýmislegt sem mér hefði aldrei dottið í hug að gera ef ég hefði þurft að borga fyrir það með beinhörðum peningum á staðnum. Með kortunum varð allt svo auðvelt og skuldaskilin virtust í órafjarlægð. Svo var byrjað að slá víxil til að borga Visa og annan til að borga E- urocard, þangað til ekki var lengra komist. Ég sé það núna hvað þetta ástand var sjúklegt, það sem ég var í raun og veru að gera var að reyna að kaupa mig stöðugt frá einhverri tómleika- og einmanaleikatil- finningu sem hrjáði mig og kortin voru magnaðasta dópið sem ég hef kynnst. Þetta ver eins og hjá drykkjumönnum, þegar mér leiddist skrapp ég bara niður í bæ og í stað þess að fara inn á einhvern bar fór ég í fataverslun og keypti mér eitthvað sem ég hafði í raun og veru enga þörf fyrir, eða þá að ég keypti eitthvað til að geta farið í heimsókn og haft gjöf meðferðis án þess að nokkurt sérstakt tilefni væri“. Ertu eyðslukló? Fjármálavandræði eru að mati margra helsta undirrót þeirra vandamála sem nú- tímamaðurinn glímir við. Fjármálavænd- ræði kalla fram ýmsar þær tilfinningar og aðstæður sem leiða menn til mestu ógæfu sem hent getur nokkum mann, en það er að drepa meðbróður sinn til að komast yfir fé, eða þá að menn taka sjálfir líf sitt þegar öll sund virðast lokuð og þá oftar en ekki vegna fjárhagsvandræðna. Þá er skömmin, sektarkenndin og reiðin fylgifiskur pen- ingaleysis. Verstu glæpir era jafnan framdir vegna fégræðgi. Sjálfsagt átt þú minni peninga en þú gætir hugsað þér að nota, þannig mun það vera um flesta. Og sjálfsagt getur þú ekki alltaf staðið í skilum á gjalddögum en þar með er ekki sagt að þú eigir í peninga- vandræðum á þann hátt sem hér að ofan hefur verið rætt um. En ef þú svarar mörgum af þeim spumingum sem koma hér á eftir játandi, er ekki ólíklegt að þú kunnir að eiga við það vandamál að stríða að vera eyðsluseggur og ættir að hugsa alvarlega þinn gang. 1. Vantar uppá að endar nái saman um hver mánaðamót? 2. Safnar þú hægt og örugglega og tekur þig svo til einn góðan veðurdag og ferð á eyðslufyllerí? 3. Hamstrar þú þegar þú þarft ekki á því að halda? 4. Kaupir þú þér vináttu fólks sem undir venjulegum kringumstæðum yrði erfitt fyrir þig að ná sambandi við? 5. Hendir þú reikningunum þínum í raslakörfuna? 6. Notar þú greiðslukort, og ef svarið er já, kemur þér þá ávallt á óvart upp hæðin sem þú hefur eytt í síðasta mánuði? 7. Kaupir þú gjafir eða gefur fé þegar þú hefur alls ekki efni á slíku? 8. Þjáist þú af höfuðverk, magasári eða bakverkjum? 9. Færð þú kvíðaköst þegar styttist í að kreditkortayfirlitið komi? 10. Eyðir þú peningum í þeirri von að það geti haldið við vináttusambandi? 11. Tekur þú út fyrir það að þurfa að verja peningum í nauðsynjar? NYJAR VESTFIRSKAR ÞJOÐSOGUR Þegar Manni á Búinu fann ekki hausinn á sér Guðmann Rósmundsson á Seljalandsbúinu á ísafirði (Manni á Búinu), sem flestir ísfirðingar komnir um miðjan aldur muna eftir, var um margt mjög sérkennilegur. Manni var úr Kjósinni og flæktist víða um Vestfirði í vinnumennsku. Til dæmis var hann f Engidal hjá Pétri Jón- atanssyni og fór þaðan á Seljalandsbúið til Agnars Jónssonar (föður Guðmundar Agnarssonar). Einkum þótti Manni natinn við kýr enda hafði hann mest gaman af að fást við þær. Á Búinu sinnti hann kúnum og var mjólkurpóstur út í ísafjarðarkaupstað. Hvert heimili hafði sinn mjólkurbrúsa og voru brúsapallar á nokkrum stöðum í bænum. Þar setti Manni fulla brúsa og tók tóma til baka í staðinn, þannig að hvert heimili varð að eiga tvo brúsa. Á sumrin var mjólkin flutt í bæinn á hestakerru og á vetrum var hún flutt á sleða sem hestur dró. Þegar svo Agnar brá búi seldi hann Pésa Valla f Meirihlíð í Bolungarvík kýmar og fylgdi Manni með í kaupunum og var lengi hjá Pésa. Manni gekk jafnan í samfesting með stórum rassvasa og var neð barðalausan hatt á höfði. Hann geymdi jafnan ýmislegt smálegt í vasanum og kallaði hann „rassgatið á mér“ og hattinn kallaði hann „hausinn á mér“. Eitt sinn sem oftar kom Manni í kaffl til Sigmundar Guðnasonar frá Hælavfk, sem bjó í næsta húsi við íbúðarhús Seljalandsbúsins. Þegar hann var að fara heyrði Sigmundur hann vera að bauka fram í forstofu, tautandi við sjálfan sig: „Hvað hef ég gert af hausnum á mér? Hvar í andskotanum er hausinn á mér?“ Sigmundur opnaði rifu á hurðina fram í forstofuna og kíkti. Sér hann þá að Manni klappar á rassvasann og segir við sjálfan sig: „Æjá, auðvitað hef ég troðið honum í rassgatið á mér.“ -GHj. Föndurloftið auglýsir: Styrkjum íslenskan iðnað með því að kaupa íslenska gjafavöru! Hjá okkurfáið þið fallegu ullar- og bómullarteppin frá Foldu, lopapeysur, trefla og húfur. Nýkomið úrval afíslenskum ullarsokkum og vettlingum á börn og fullorðna. Frábært verð! Postulínslampar, vasar, diskar undir laufabrauð o.fl., könnur, Ijósker og jólabjöllur. Einnig minjagripir. við líka með tslenskar föndurvörur. ^ Auðvitað erum Allar gjafavörur í miklu úrvali og allt í jólaföndrið! Sjón er sögu rtkari. Lítið inn. Laugardag opið til kl. 18. Kaffi á könnunni. í Föndurloftið, ^ slfffff 3ó59 O0 3539« - verslun og gisting - 5, g § ívéoNV:;-:::-:::W

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.