Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 1
IFIMMTUDAGUR16. DESEMBER1992 43. TÖUUBLAÐ • 18. ÁRGANGUR Snjóhvít jól á Vestfjörðum Steytingurinn í veðrinu undanfarið hér vestra hefur verið slíkur, að langt mun þurfa að leita aftur í tímann til að finna hliðstæðu á jólaföstunni. Látlaus norðanátt alla daga, fannkoma og skafrenningur, gera mönnum lífið ieitt. Það er ekki flogið, það er ekki hægt að ná nauðsynjum vestur, það er ekki hægt að koma því suður sem þangað á að fara. Verslunin virðist fara hægt af stað, enda varla von á öðru í svona veðurfari. Undanfarin ár hafa oft heyrst raddir sem kvörtuðu undan því að enginn munur væri orðið á sumri og vetri í seinni tíð, sumarið væri ekkert sumar og veturinn enginn vetur eins og í gamla daga. Nú hafa menn heldur betur fengið vetur. Stórfellt framhlaup úr hlíðinni ofan við Norðureyri i Súgandafirði, þannig að ekki veröur slíkt nema á nokkurra áratuga fresti. En hvað sem öllu þessu líður, þá gengur mannlífið að flestu leyti sinn vanagang, þótt hann sé hægari en venjulega í jólaundirbúningnum. Öll él birtir upp um síðir og fyrr en varir verður komið stillt og fagurt vetrarveður fyrir jólin, og fólkið fyllir búðirnar og kaupmennirnir verða glaðir og viðskiptavinirnir líka. Myndirnar hér að ofan tók Helga Guðrún á ísafirði í gær. Vestfirska fréttablaðið fer nú í jólafrí eins og venjulega. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 7. janúar. Gleðileg jól! Patreksfjöröur: Kraftakarlar í áflogum Eins og sagt er frá annars staðar í blaðinu var haldið kraftlyftingamót á Patreksfirði fyrir skömmu. Eftir mótið var haldinn dansleikur um kvöldið og fjölmenntu heima- menn þar ásamt keppendurri. Að dansleik loknum brutust út ólæti með þeim afleið- ingum að Kári Elísson, margfaldur Islandsmeistari í kraft- lyftingum, endaði á sjúkrahúsi með brotin gleraugu og skurð í andliti. Sá sem veittist að Kára hlaut nefbrot og aðra áverka en endaði í grjótinu. Samkvæmt heimildum má rekja upptök áfloganna til orðaskipta fyrmefndra aðila, þar var verið að minnast á steralyf og viðhafa önnur ummæli sem kraftlyftingamönn- um er fremur illa við. Róbert Schmidt. ísafjörður: Löggan í önnum Mjög annasamt var hjá lögreglunni á Isafirði á laugar- dagsnóttina eftir að brast á snælduvitlaust veður í bænum. Eftir dansleik í Krúsinni voru þeir önnum kafnir megnið af nóttinni við að keyra fólk heim, því ekki sá handa skil í stórhríðinni. Auk þess var hvassviðrið slíkt að varla var stætt. Einn ökumaður var tekinn ölvaður og akandi á ísafirði þessa sömu nótt. Bíldudalur: Hljómsveitin Facon kom saman á ný Árshátíð Leikfélagsins Baldurs á Bíldudal var haldin nýlega í Baldurshaga. Boðið var upp á mat, söngleik og dansleik. Söngleikur eftir Hafliða Magnússon rithöfund var frumfluttur af félögum Baldurs og hlaut hann góðar við- tökur. Þá var haldinn stórdansleikur sent stóð til þrjú um nóttina. Aðalnúmer kvöldsins var endurvakning hljómsveitar- innar Facon frá Bíldudal sem stofnuð var í kringum 1960. Meðlimir Facon með Jóni Kr. Olafssyni söngvara sló al- deilis í gegn þetta kvöld og voru margklappaðir upp. Önnur hljómsveit, Græni bíllinn hans Garðars, tók síðan við og lék fyrir dansi þar til yfir lauk. Róbert Schmidt. PÓLLINN HF. S 3092 Sala & þjónusta © Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Sega, frábæru 1B bita tölvurnar komnar aftur - toppurinn í leikjatölvunum SONIC 2 A LEIÐINNI FLUGFÉLAGIO ERNIR P Daglegt áætlunar- flug um Vestfirði. Leiguflug innan- lands og utan, fimm til nítján far- þega vélar. ÍSAFiRBi Sjúkra- og Sími 94-4200 n®V»arflugsvakt allan solarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.