Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 9

Vestfirska fréttablaðið - 16.12.1992, Blaðsíða 9
VESTFIRSKA Fimmtudagur 17. desember 1992 9 j FRÉTTABLAÐIÐ — sagði hann. - Það á aldrei að endurtaka töfrabrögð, sagði Ida frænká fljótt. Alfreð skemmti þeim það sem eftir var dagsins með alls kyns brögðutn og brellum, þar til móðir Ola sagðist þurfa að fara að elda matinn. - Þá er best að ég komi mér, sagði Alfreð. Takk fyrir dag- inn, frú. Það var ógeðslega al- mennilegt af þér að bjóða svona manni eins og mér. Móðir Ola seig svolítið saman og sagði að sín væri á- nægjan. Svo hvarf Alfreð með rauðu blöðruna. Hann hafði næstum gleymt henni, en Oli minnti hann á hana. Oli stóð í dyrunum og veifaði til hans, þar sem hann gekk niður garð- stíginn með blöðruna í bandi. - Ég kem niðureftir og heimsæki þig á morgun, hróp- aði hann. Mamma Ola og Ida frænka voru búnar að opna alla glugga upp á gátt. Ida frænka gekk um og hnusaði. - Það tekur marga daga að losna við þessa lykt, sagði hún. - Þetta er hræðilegt. Mamma Óla var gráti nær. Og hvernig á ég svo að útskýra fyrir drengnum að hann megi ekki heimsækja þennan hræðilega náunga oftar? - Veistu hvað, sagði Ida frænka. Ég tek hann heim með mér. Hann getur búið hjá mér um tíma, þá gleymir hann hon- um örugglega. - Ó, já, viltu það, sagði mamma Óla. Þegar Óli kom inn, sögðu þær honum fréttirnar. Hann ætti að fara með Idu frænku heim og búa hjá henni í borg- inni um tíma. Fyrst varð Óli glaður, honum fannst gaman að vera hjá Idu frænku, en svo varð hann skyndilega hugsi. - Ég held ekki að ég geti verið án Alfreðs svo lengi, sagði hann. - Hvaða vitleysa, sagði Ida frænka. Við förum í leikhúsið og dýragarðinn og ýmislegt fleira. Þú hefur engan tíma til að vera að hugsa um hann. Konurnar tvær fóru fram í eldhúsið til að elda matinn. Óli hljóp út í garð. Hálftíma síðar kom pabbi Óla heim og maturinn var til- búinn, en ÓIi var horfinn. Þau hrópuðu á hann, en hann kont ekki. - Við skulum bara fara að borða, sagði mamma Óla, hann hlýtur að koma fljótlega. Þau voru nýbyrjuð að borða þegar Óli kom þjótandi, rjóður í andliti, móður og másandi. - Hvar varst þú eiginlega? spurði mamma hans. - Niðurfrá að kveðja Alfreð. Konurnar tvær litu hvor á aðra. - Og veistu hvað, Ida frænka, sagði Óli hreykinn. Alfreð ætl- ar að koma í bæinn og heim- sækja mig einhvern tíma með- an ég er hjá þér, hann lofaði því. - Guð ntinn almáttugur, sagði Ida frænka. Jólahlaðborð Hótels ísafjarðar Þessi mynd var tekin síöastliöiö laugardagskvöld á Hótel ísafirði: Fríöur hópur starfsfólks stendur við krásum hlaðið jólaborðið. Matargestir fylltu hótelsalina og Villi Valli lék létta jólatónlist meðan setið var undir borðum. Síðasta jólahlaðborð Hótels ísafjarðar að þessu sinni verður núna á laugardaginn og þeir sem hyggja á snæðing ættu að panta sér borð sem fyrst, því kvöld þessi hafa notið óhemju vinsælda. Vinir Frikka spila á Frábæ á laugardags- kvöldið „Þetta samstarf okkar strák- anna byrjaði í mars í fyrra þegar ég eignaðist banjó og á svipuð- um tíma komst Óli yfir mand- ólín. Svo náðum við í Jóa Badda á fiðluna og Hermann á gítarinn og fórum að æfa sam- an“, segir Friðrik Lúðvíksson gítarkennari á ísafirði, sem er fjórði partur hljómsveitarinnar Vinir Frikka. Þeir spiluðu á rábæ um síðustu helgi og verða þar aftur á laugardaginn. Við spiluðum á Sólrisuhátið hjá Framhaldsskólanum og aft- ur á Opnu húsi í Tónlistarskól- anum sem haldið var í tilefni íslensks tónlistardags. Þar var Jakob í Frábæ og heyrði í okk- ur, hann spurði hvort við vær- um til í að spila á hjá honum - við voru það og fórum að æfa upp prógramm. Við spilum alls konar tónlist sem hæfir þessum hljóðfærum: Bluegrass, írska slagara, létta rokkara, fjöruga kráartónlist og gamlar lummur“, sagði Frið- rik. Hljómsveitin Vinir Frikka (og Jói Baddi í fríi). Ólafur Jakobsson spilar á mandólín þó hér sé hann með gítarinn í fanginu, Friðrik Lúðvíksson á banjó og Hermann Þór Snorrason á gítar. Á myndina vantar Jóhannes Bjarna Guðmundsson sem spilar á fiðlu. Patreksfjöröur: Aðkomumenn á togur um kaupa jólagjafir Margir togarar hafa þurft að leita inn á Patreksfjörð vegna óveðursins undanfarna daga. Vitað er um fimm aðkomutog- ara, þar af tvo frá Útgerðarfé- lagi Akureyrar, sem leitað hafa vars á firðinum. Skipverjar togaranna sitja ekki auðum höndum í landleg- unni og sjást þeir víða arkandi í hríðarbyljum uni bæinn í leit að verslunum, bönkum og myndbandaleigum. Margir hafa notað tækifærið og keypt jólagjafirnar. Verslanir og skyndibitastaðir hafa notið góðs af skipverjunum, eða þessum óvænta „jólaglaðn- ingi“, eins og einn verslunar- eigandinn orðaði það. Róbert Schmidt. Laust starf Okkur vantar starfsmann (karl eða konu) til léttra skrifstofustarfa hálfan daginn í kjöt- vinnslu okkar í Norðurtanga eftir áramót. Upplýsingar ŒghH gefur BARÐlU^ framkvæmdastjóri i í síma 8181. Skeytamóttaka í 06 verður opin sem hér segir um jól og áramót: Aðfangadagur kl.8-14 Jóladagur Lokað 2. dagur jóla kl. 10-18 Gamlársdagur kl. 8-14 Nýársdagur Lokað PÓSTUR OG SÍMI ísafirði Opnunartími póst- og símaafgreiöslu í desember er sem hér segir: Föstudaginn 18. des. til kl. 18 Sunnudaginn 20. des. kl. 13-16 Mánudaginn 21. des. til kl. 18 Aðra daga opið eins og venjulega, kl. 8.30-16.30 frá mánudegi til föstudags. POSTUR OG SIMI ísafirði Tískusýning í Krúsinni Tískusýning verður haldin í Krúsinni á laugardag, 19. desember. Húsið opnað kl. 15.00. Helstu fataverslanir á ísafirði og í Bolungarvík sýna fatnað og fleira. Skíðaval Framhaldsskóla Vestfjarða.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.