Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Page 7

Vestfirska fréttablaðið - 30.11.1994, Page 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐH) L Miðvikudagur 30. nóvember 1994 ISAFJARÐAR- KIRKJA Aðventukvöld Aðventukvöld verður í kapellunni í Fram- haldsskólanum á Isafirði kl. 20.30 sunnudag- inn 4. desember 1994. Sunnukórinn og kirkjukórinn syngja. Fram fer samleikur á hljóðfæri og upplestur. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur Allir eru hjartanlega velkomnir. Sóknarnefnd. - Siguröur Kristjánsson skrifar Alþjóðadagur fatlaðra á laugardaginn Á laugardaginn, 3. desember, er alþjóðadagur fatlaðra. Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt aðildarþjóðir sínar til þess að vekja athygli á málefnum fatlaðra þann dag. íslensk stjórnvöld gera sorglega lítið til þess að bregðast við þeirri hvatningu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Þroskahjálp, landssam- tökum fatlaðra. í tilefni af degi fatlaðra efnir Þroskahjálp til kynn- ingar á málefnum fatlaðra dagana 29. nóv. til 3. des. Það sem heitast brennur á skjólstæðingum Þroska- hjálpar nú er neyðarástand í húsnæðismálum mikið fatlaðra einstaklinga. Einnig verður reynt að vekja at- hygli á réttindamálum þroskaheftra á vernduðum vinnustöðum, aðstöðu fyrir fatlaða í skólum o.fl. Vestfirðingar hafa átt góðu gengi að fagna í fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Ekki er vafi á því að mjög hefur skipt til hins verra í þessum grundvall- aratvinnugreinum á síðustu 10 árum. Veiðitakmarkanir, sér- staklega hömlur á þorskveið- um, hafa valdið mjög miklum samdrætti og versnandi afkomu fólks og fyrirtækja. Það eru líklega hinar miklu tekjur, sem þessi sókn hér áður fyrr gaf af sér, sem hefur valdið því að ótryggari eða seinteknari tekjuöflun, svo sem af ferða- þjónustu, hefur þróast mun hægar en æskilegt hefði verið. Auðvitað hefur ýmislegt á- gætt verið gert í ferðaþjónustu á Vestfjörðum, en markaðs- setningu Vestfjarða á erlendri grund sem ferðamannasvæðis hefur tæplega verið sá sómi sýndur sem vert hefði verið. Ef vel ætti að vera, þá væru risin af grunni sumarhótel á ýmsum stöðum þar sem náttúra lands- ins er einstæð og ógleymanleg, á stöðum eins og Árneshreppi, við Breiðafjörð, á Hornströnd- um og jafnvel á Látrabjargi. íslenskar ferðaskrifstofur hafa mikla reynslu af því að skipuleggja ferðir útlendinga unr landið og vita talsvert um hverju þetta fólk sækist helst eftir. Við vitum að ekki þarf að koma til Islands til þess að nálgast sól og hita eða til þess að skoða borgir og fornar byggingar. Fólk kemur til þess að kynnast því sem það hefur ekki mikinn aðgang að í eigin landi og þykir fagurt eða for- Sigurður Kristjánsson. „...ferðaþjónusta hefur alla möguleika til þess að verða vaxtarbroddur og taka við fólksaukningu á vinnumark- aði. A nœstu árum eru líkleg- ar ýmsar framkvœmdir á vœn- legum ferðamannastöðum. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá sem skortir framtíðarverk- efni en hafa frumleika og árœði...“ vitnilegt. Möguleikar Vestfjarða til þess að vekja áhuga erlendra ferðamanna eru mjög miklir að mínu mati og það er mjög mik- ið af ónýttum möguleikum. Gróið land Strandasýslu er sér- lega vel fallið til hestaferða sem þegar eru mjög vinsælar í ferðamannaiðnaðinum. Jökla- ferðir má væntanlega skipu- leggja á Vestfjarðahálendinu en þá eru yfirleitt hafðir vélsleðar til þeirra ferðalaga. Það má hugsa sér sjóferðir, bæði sem hreinar veiðiferðir og einnig sem útsýnisferðir, og síðan auðvitað útsýnisflug. Hinar gömlu minjar síldar- söltunar á Djúpvík og í Ing- ólfsfirði eru forvitnilegar fyrir ferðamenn. Það er að sjálf- sögðu mjög aðkallandi að bæta verulega ve§i um Strandir norður í Ámeshrepp, því slæmur og seinfarinn vegur skapar litla ferðagleði fyrir þá sem við viljum að komi aftur og aftur í þá paradís sem samspil fjarða og fjalla myndar á þessu svæði. Þá munu íbúarnir þurfa vegabætur sín vegna og vissu- lega er sú einangrun sem fylgir lokun vegarins svo til allan veturinn alveg óviðunandi. Ár á Vestfjörðum eru yfir- leitt stuttar og kaldar og ekki mikið um veiðiár. Eg minnist þess hins vegar fyrir allmörg- um árum þegar ég fyrst kom til Vestfjarða til dvalar, að víða var hægt að veiða silung á stöng í fjarðabotnum. Kynni mín af þessu voru í Arnarfirðinum. Frá fomu fari hefur ísafjörður boð- ið upp á aðstöðu til skíðaiðk- unar og vonandi breyta áföll af snjóflóðum þar engu um. Að- stæður fyrir skíðaíþróttina eru víða heppilegar á Vestfjörðum og slíkt er mikilvægt fyrir hót- elrekstur þegar ferðamanna- straumur er að öðru leyti yfir- leitt í lágmarki. Nú er meiri þörf en oft áður til þess að styrkja innviði at- vinnulífsins þar sem atvinnu- leysi hefur gert alvarlega vart við sig. Samdráttur í hefð- bundnum búgreinum er búinn að vera vaxandi vandamál sem ekki er sjáanlega á enda. Ein- hæft atvinnulíf skapar stundum vissa þreytu hjá fólki og vekur umhugsun um tilbreytni sem verður síðan jafnvel orsök bú- ferlaflutnings til þéttbýlisins. I dag hefur þéttbýlið á suðvest- urhorni landsins lítið upp á að bjóða fyrir nýja landnema. Þar hefur rfkt hvað mest atvinnu- leysi. Það er yfirleitt viðurkennt, að ferðaþjónusta hefur alla möguleika til þess að verða vaxtarbroddur og taka við fólksaukningu á vinnumarkaði. Á næstu árum eru líklegar ýmsar framkvæmdir á vænleg- um ferðamannastöðum. Þetta er umhugsunarefni fyrir þá sem skortir framtíðarverkefni en hafa frumleika og áræði til þess að takast á við slfka hluti. Þess er að vænta, að Vest- firðingar verði ekki eftirbátar annarra í því að nýta mögu- leikana til ferðamannaiðnaðar í framtíðinni. Megi farsæld fylgja athöfnum. Höfundur tekur þátt í próf- kjöri Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. og til jólagjafa Mikið úrval af heimilisvörum og heimilistœkjum sfc 16^”76 x snjóÞot5Í0 ód^ppÁ U 6* ° rtip G°- úða ði,U St9Í' Opið á laugardögum til jóia Laugardaginn 3. des. 13-16 Laugardaginn 10. des 13-18 Laugardaginn 17. des. 13-18 Þorláksmessu 9-23 Aðfangadag 9-12 i 1 ö|a Q □ jrn, Q Q|Q|Q JFE nnnnnnnn Jh Q|E3 Q m Q Q|QQ| DDDDDDDD omiíipm 1 JJJ N J J IJdlll H LI BYGGINGAVÖRUVERSLUN JFE BOLUNGARVÍK S. 7353 - NVTSAMAR JÓLAGJAFIR -

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.