Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 18.07.2015, Síða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. J Ú L Í 2 0 1 5 Stofnað 1913  167. tölublað  103. árgangur  ÚR SKÓM DREKANS Í BÍÓ PARADÍS MIÐSTÖÐ SKÖPUNAR AÐ LAUGARVATNI GULLKISTAN 39Á HEIMAVELLI 10 Morgunblaðið/Eggert Hjúkrun Starfsmannaleiga er næsta útspil hjúkrunarfræðinga.  „Það felst mikill kraftur í því að selja vinnu sína eins og maður met- ur hana sjálfur.“ Þetta segir Sóley Ósk Geirsdóttir sem er ein af þeim hjúkrunarfræðingum sem ráðgera nú að stofna starfsmannaleigu í hjúkrun til þess að sinna íslenskum sjúkrastofnunum. Sóley segir undirbúningsvinnu komna á fullt skrið og myndarlegur hópur hafi safnast saman í kringum verkefnið. Margir hjúkrunarfræð- ingar hyggi á vinnu erlendis en þetta sé kostur fyrir þá sem vilji starfa hér áfram. Landspítalinn ætti að sjá góðan kost í því að ráða innlendan starfskraft í stað þess að borga flug og húsnæði fyrir útlend- inga sem kæmu í staðinn. »14 Starfsmannaleiga á vegum hjúkrunar- fræðinga í bígerð Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Ís- lands var hækkuð í gær úr neðsta fjárfestingarflokki, BBB-, í BBB af lánshæfismatsfyrirtækinu Standard & Poor’s, S&P. Þetta er í fyrsta sinn frá hruni sem S&P hækkar lánshæf- ismat ríkissjóðs en þó kemur hækk- unin Bjarna Benediktssyni fjármála- ráðherra ekki á óvart. „Við gerðum ráð fyrir að þegar við gætum sýnt fram á að við værum með tök á rík- isfjármálunum og áætlun um afnám hafta væru allar aðstæður fyrir hækkun á lánshæfismati.“ Þetta er önnur hækkun lánshæf- ismats ríkissjóðs á skömmum tíma en Moody’s hækkaði mat sitt þann 29. júní úr Baa3 í Baa2 sem eru sam- bærileg þrep og hækkun S&P. Trúverðug aðgerðaáætlun Ákvörðunin um hækkunina bygg- ist m.a. á trúverðugri aðgerðaáætlun stjórnvalda til losunar fjármagns- hafta, segir í tilkynningu frá S&P. „Næsta skref er að sýna fram á að við getum hrint áformum okkar í framkvæmd og tekist á við breytta stöðu í ríkisfjármálum og opinberum fjármálum með ábyrgum hætti,“ segir Bjarni jafnframt. Lánshæfi ríkissjóðs batnar  Til marks um að hjólin séu farin að snúast af meiri hraða segir fjármálaráðherra MHjálpar fyrirtækjum strax »16 Morgunblaðið/Golli Lax Veiði á stöng er mjög áþekk því sem var í fyrra, eða um 34.100 laxar. Eftir góða laxveiði í ánum á Vestur- og Norðurlandi í liðinni viku er heildarveiði sumarsins í góðu með- allagi síðustu áratuga. Veiðin í aflahæstu ánum, Blöndu og Norðurá, tók mikinn kipp. Í Blöndu veiddust 478 laxar á 14 stangir og 438 laxar á 15 stangir í Norðurá. Þá veiddust 345 í Langá en 130 höfðu veiðst fram að því. Veiðin í ánum á Vesturlandi er miklum mun betri en í fyrra, þegar aflabrestur varð. Á Norðurlandi hafa einnig verið fínar göngur í margar ár. Líflegt hefur verið í Laxá í Aðaldal, þar sem veiðimenn hafa sett í allt að tuttugu laxa neðan við Æðarfossa á morgunvaktinni. Stað- arhaldarinn á Nessvæðinu segir mjög sterkar göngur í ána og að áin virðist í fínu standi. Hins vegar sé það kalt nú fyrir norðan að takan dofni ofar í ánni. Leiðsögumaður við Miðfjarðará tekur undir að nú séu öflugar göng- ur í ána, enda veiddust þar 348 laxar í vikunni. „Fossarnir í Vesturá eru hálfstíflaðir af laxi þessa dagana, það eru bunkar fyrir neðan þá,“ seg- ir hann. »12 Góð meðalveiði í laxánum  Í Blöndu veiddust 478 laxar á einni viku á 14 stangir Boðið var upp á drullubolta í Nauthólsvík síð- degis í gær þar sem fólk gat spreytt sig í drullu- malli og boltaleik. Tilefnið var Mýrarboltinn sem fram fer á Ísafirði um verslunarmannahelgina í tólfta skipti. Það leyndi sér ekki að bæði eldri og yngri höfðu gaman af tiltækinu. Ertu búinn að drulla þig allan út, strákur? Morgunblaðið/Árni Sæberg Boðið var upp á drullubolta í Nauthólsvík í gær  Talsvert úrval af íslenskum vörum, einkum ferskvörum, verður á boð- stólum í verslun Costco sem til stendur að verði opnuð í Urriða- holti í Garðabæ næsta sumar. Þetta segir Steve Pappas, framkvæmdastjóri Costco á Bretlandi sem telur íslenska neyt- endur kostgæfna og markaðinn já- kvæðan. Í byrjun verða 160 ráðnir, en búist er við að starfsmenn verði um 250 eftir um þrjú ár. »14 Um 250 munu starfa hjá Costco Costco Verslunin verður opnuð 2016. Ljóst er að kostnaður sjúklinga vegna krabbameins getur orðið tals- verður hér á landi, ólíkt nágranna- löndum okkar. Sunnudagsblað Morgunblaðsins ræddi við sjúklinga og í einu tilfelli hafði viðkomandi þurft að borga meira en 600 þúsund í beinan kostnað vegna sinnar með- ferðar síðan hann greindist fyrir þremur árum. Að óbeinum kostnaði meðtöldum var áætlaður kostnaður meiri en ein og hálf milljón. Greiðslubyrði sjúklinga hefur auk- ist jafnt og þétt síðastliðin tuttugu ár, sem kemur sér sérstaklega illa fyrir krabbameinssjúklinga, segir forstjóri Krabbameinsfélagsins. Áð- ur hafi greiðslubyrði krabbameins- sjúklinga verið minni en annarra en því hafi verið breytt. Annars staðar á Norðurlöndum og á Bretlandseyjum taka sjúklingar engan eða afar takmarkaðan þátt í fjármögnun meðferðarinnar, skv. upplýsingum frá Krabbameinsfélag- inu. Hér á landi taka sjúklingar þátt í greiðslu margvíslegrar þjónustu á göngudeild o.fl. þótt þeir greiði hvorki fyrir krabbameinslyfin sjálf né fyrir að vera lagðir inn á deild. Krabbamein reynist sjúklingum dýrt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.