Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 14
Greinarstúfar um súkkulaðiát sjást víst ekki á heilsusíðum dagblaða á hverjum degi en engu að síður er full ástæða til að benda á kosti þessarar dökku og unaðslegu fæðu. Margir hafa líklega heyrt á það minnst að súkkulaði innihaldi andoxunarefni, en sýnt hefur þótt fram á það að slík efni geti hjálpað til við að verja frumur líkamans gegn skemmdum sem svokölluð sindurefni geta ollið, með því að hvarfast við sindurefnin áður en þau valda skaða. Sindurefni eða „frjálsir radíkalar“ (e. free radicals) eru óstöðugar sameindir sem myndast t.d. við reykingar, þegar sól skín á bera húð og við aðra geislun. Ekki er þó allt súkkulaði skapað jafnt þegar að andoxunar- efnum kemur. Að jafnaði er súkkulaði hollara og inniheldur meira af andoxunarefnum eftir því sem hlutfall kakóþurrefna í því er hærra – oft er miðað við 70% eða hærra. Nautnaseggjum meðal lesenda má benda á að andoxunarefni er einnig að finna í nokkru magni í víni, þá sér í lagi rauðvíni. Vínberjaát hefur líklega svipuð áhrif í för með sér en óvíst er að landanum þyki það jafnspennandi. Rétt er þó að gæta hófs í þessu sem öðru. ÞEGAR ÓHOLLT VERÐUR HOLLT Súkkulaði og „frjálsir radíkalar“ Heilsa og hreyfing *Magaóþægindi eru hvimleið til lengdar en sum fæðagetur hjálpað til. Bananar eru til dæmis auðmelt-anlegir og innihalda auk þess pektín sem geturstyrkt þarmahreyfingar. Epli innihalda líka pektín oggeta stemmt stigu við niðurgangi. Elduð epli eruauðmeltari en hrá. Piparmyntute getur hjálpað tilvið ógleði og saltkex sömuleiðis. Ef ekkert lagast er rétt að leita læknis. Fæðutegundir sem róa magann Vandfundin er sú manneskja sem ekki hefur mikið að gera öðru hvoru. Einfalt er að benda fólki á að „hafa minna að gera“ en það er hins vegar oft hægara sagt en gert. Þá má reyna slökunaræfingar. Nauðsynlegt er að gera æfinguna í eins hljóðlátu og rólegu umhverfi og kostur er. Leggstu á gólfið og lokaðu augunum. Slakaðu á og reyndu að hugsa sem minnst – verkefnin geta beðið í tíu mínútur. Einbeittu þér fyrst að öllum hljóðum sem þú heyrir úti. Eru bílar þar? Geltir hundur, hrópa börn? Færðu svo athyglina að hljóðum inni við. Suðar ís- skápurinn, mjálmar kötturinn? Einbeittu þér loks að hljóðum þíns eigin líkama. Heyrirðu þinn eigin hjartslátt eða andardrátt? Gott er að dvelja nokkrar mínútur á hverju stigi æf- ingarinnar og standa svo rólega upp að henni lokinni. Opnaðu augun líka varlega – þú mátt búast við því að litir sýnist bjartari en áður. HUGAÐ AÐ ANDLEGRI HEILSU Einföld og stutt slökunaræfing Slökun getur farið fram á ýmsan hátt en mjög mikilvægt er að huga að henni í amstri dagsins. Morgunblaðið/Þorkell L íklega hefur það ekki farið framhjá neinum að Reykjavíkurmaraþon nálgast óðfluga. Hlauparar fara nú í hópum um götur borgarinnar, en hvað með þá sem ekki tilheyra neinum hlaupahóp og hafa kannski lítið hlaupið hingað til en langar að taka þátt í þessu árvissa æði sem heltekur Íslendinga sum- arlangt? Sjö vikur eru til stefnu og í fyrsta lagi er rétt að gera sér grein fyrir því að of seint er orðið að hefja undirbúning fyrir lengstu vegalengdirnar, þ.e. hálft og heilt að hlaupa. Sniðugt er að þjálfa á fjölbreyti- legum hraða, þ.e. stundum hægar og stund- um hraðar. Góðir skór eru að sjálfsögðu mikilvægir og að lokum má nefna að ýmis öpp fyrir síma eru fáanleg sem mæla vega- lengdir og hraða. Mjög hvetjandi er að sjá framfarir svart á hvítu. Alltaf getur þó komið upp á að lífið þvælist fyrir og að undirbúningur gangi ekki sem skyldi. Fari svo, skyldi enginn ör- vænta. Það er alltaf hægt að fá lánað barn – eða nýta sitt eigið – og skella sér í Lata- bæjarhlaupið. Góða skemmtun! hvers konar áætlun til að þjálfa eftir. Einkaþjálfarar geta sett saman slíka áætlun en með nokkurra mínútna leit á netinu má einnig finna prýðisgóðar áætlanir fyrir flestar vegalengdir. Mikilvægt er að muna eftir hvíldardögum til að minnka líkur á álagsmeiðslum. Áætlunum má heldur ekki fylgja blint, því ef hlaupið er áfram þegar líkaminn hrópar á hvíld, geta fyrri meiðsli versnað og hætta er á að maraþondagurinn sjálfur fari út um þúfur. Meira máli skiptir að koma heill í mark en að hlaupa sem hraðast, sérstaklega þegar fólk er að byrja maraþon. Þeir sem aldrei hafa hlaupið áður ættu líka að útiloka 10 km hlaup því miklu skiptir að fara ekki of skarpt af stað. Vel gæti hins vegar náðst að hlaupa 3 km. Þeir sem þegar geta hlaupið 5 km ráða líklega við að þjálfa sig upp í 10 km hlaupaform á sjö vikum en eins og alltaf er mikilvægt að fara varlega – líkaminn þarf alltaf tíma til að venjast breyttu eða auknu álagi og sjö vikur eru ekki sérlega langur tími. Fyrir þá sem ætla að taka slaginn, þrátt fyrir þá varnagla sem slegnir hafa verið hér að framan, er nauðsynlegt að hafa ein- Byrjendur ættu með þjálfun að geta hlaupið þriggja kílómetra hlaup í haust. Lengra komnir hafa tíma til að æfa tíu kílómetra hlaup en orðið er oft seint að þjálfa fyrir lengri vegalengdir. Morgunblaðið/Árni Sæberg RAUNHÆF MARKMIÐASETNING FYRIR SUMARIÐ Hlaupið af stað í maraþon UNDIRBÚNINGUR FYRIR REYKJAVÍKURMARAÞON LAUGARDAGINN 22. ÁGÚST STENDUR NÚ SEM HÆST HJÁ MÖRGUM. EN HVAÐ GETA ÞEIR GERT SEM EKKI ERU BYRJAÐIR AÐ ÆFA EN LANGAR AÐ TAKA ÞÁTT? Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir gith@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.