Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 16
Dagur eitt Dagurinn leið nokkuð áfallalaust og safarnir voru flestir ágætir fyrir utan einn sem var merktur: Hreinsandi grænn með hveitig- rasi, bygggrasi, þörungum og þurrkuðu grænmeti. Hann er ákaflega bragðvondur. Það er eiginlega ælulykt af honum og bragðið eftir því. Þegar heim var komið var ekki laust við að ég fyndi fyrir smá sjálfsvorkunn og langaði í eitthvað að tyggja. Ég var ein heima og barnlaus og hefði verið tilvalið að skreppa út að borða með vinkonu en það var ekki í boði núna. Aumingja ég fór snemma í rúmið og horfði á Beðmál í Borginni. Kvöldsafarnir voru nokkuð góðir og ég fór ekki svöng að sofa. Ég var sofnuð óvenjusnemma þetta kvöldið. Reyndar hafði ég ekkert fundið fyrir hungri allan daginn þegar ég hugsa málið og mér leið ágætlega í maganum. Dagur tvö Chia-fræsdrykkur var í morgun- mat. Ekkert sérstakur en fyllir magann ágætlega. Fékk mér kaffi en það er eina svindlið mitt. Ég get ekki neitað mér bæði um mat OG kaffi. Það er bara hrein mannvonska að leggja það á sig, finnst mér. Beltið var aðeins rýmra en venjulega, fannst mér, en kannski var það óskhyggja. Ég var sífellt að pissa, þetta var orðið hálfvandræðalegt í vinnunni að ganga inn á salernið á klukkutíma fresti. Fann fyrir smáhausverk og fannst ég dálítið utan við mig. Skrapp í bíó um kvöldið að sjá Hrúta. Systir mín stakk upp á litlum popp og þar TILRAUN TIL HOLLUSTU Safakúrinn endaði á súkkulaðikökum Getty Images/Stockphoto BLAÐAMAÐUR ÁKVAÐ AÐ PRÓFA AÐ VERA Á SAFAKÚR Í ÞRJÁ DAGA OG PUNKTA NIÐUR REYNSLU SÍNA. SEX FLÖSKUR Á DAG GRÆNMETIS- OG ÁVAXTASÖFUM Á DAG LEIDDU TIL ÞESS AÐ LÍKAMINN LÉTTIST UM KÍLÓ EN SKAPIÐ ÞYNGDIST. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Heilsa og hreyfing Ávaxta- og grænmetissafi nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Ef safinn er keyptur tilbú- inn er mikilvægt að lesa alltaf utan á umbúðir því mikið magn viðbætts sykurs getur verið í sumum tegundum. Ef ekki er verið á sérstökum safakúr er gott að miða við eitt glas á dag en borða meira af ferskum ávöxtum í staðinn. Þeim fylgja trefjar og meiri fylling en safanum. Veljum safann vel Sitt sýnist hverjum um ágæti þess að neita sér um fasta fæðu um tíma og neyta aðeins næringar í fljótandi formi. Talað er um að hreinsa eitur- efni úr líkamanum og er talað um „detox“ eða hreinsun þegar farið er á slíka kúra. Tilgangurinn er misjafn hjá fólki. Sumir ákveða að grenna sig hratt um nokkur kíló og velja þessa leið. Aðrir vilja hreinsa líkamann af eiturefnum og telja þetta hentuga leið. Sykur, koffín eða alkóhól er það sem margir vilja losa úr líkamanum með slíkum kúrum. Besta leiðin til að losna við eitur- efni úr líkamanum er að sjálfsögðu að sleppa því að neyta þeirra, en ef það gengur illa getur safakúr komið þér á beinu brautina og hjálpað að stýra þér í rétta átt að heilbrigðara líferni. Oft er gott að fá svona spark í rassinn. Margir kannast við að vera með bólgna fætur eða þrútin augu eftir mikla sykur- eða saltneyslu og hjálpar safakúrinn við að losa þessi efni út, enda eru tíðar kló- settferðir fylgifiskur safa- kúranna. Þarft að beita þig aga Kostirnir við nokkurra daga safakúr eru margir. Fólk léttist og mitt- ismálið minnkar, bjúgur minnkar og líðanin er oftast góð. Þú kemur melt- ingunni jafnvel í lag og ert oft tilbúin í áframhald- andi hollustu. Þú þarft ekki að elda eða hugsa um mat þessa daga, sem sumum finnst kostur. Gallarnir eru þeir að þetta er oft erfitt. Þú þarft að neita þér um góðan mat og þarft að beita sjálfsaga til þess. Ef þú ákveður að búa sjálfu(r )til safana fylgir því ákveðið vesen og það er tímafrekt. Þú þarft líka að vera út- sjónarsamur í búðinni að kaupa það sem þarf. Ef þú kaupir tilbúna safa hjá hollustufyrirtækjum kosta þeir hins vegar sitt. Sem dæmi kostar dagsskammtur af söfum hjá Happi sex til sjö þús- und krónur. Hjá Gló kostar hann tæpar fjögur þúsund. Á móti sleppur þú við allt vesen og færð tilbúna og ferska safa daglega. Fyrstu dagarnir erfiðir Lovísa Ýr Guðmundsdóttir, rekstr- arstjóri hjá Happi, segir að henni finnist svo gott að fara á safakúr til að „núllstilla“ sig. „Fyrstu dagana getur maður fengið hausverk, verið kalt og orku- laus en eftir þrjá daga fer manni að líða svo vel. Maður verður orkumeiri og léttari í lund og algengt er að fólk missi 3-4 kíló, sem er ekki leið- inlegt,“ segir hún. Lovísa segir það misjafnt hvernig kúrinn leggist í fólk. Hún segir að sumir upplifi það að líða fyrstu dag- ana eins og þeir séu lasnir, en þeir sem „sukki“ mest upplifi mestu afeitrunina. Hún ráðleggur fólki að velja viku eða daga sem það er ekki á leið í matarboð eða veislur. Ef fólk svindli ekki eða springi á limminu muni kúrinn skila sér í betri líðan. SAFAKÚRAR VINSÆLIR Hreinsunin kostar sittnæst. Það varð allt svo ómögu-legt og ég réð bara ekki við til- finningarnar. Kenni um skorti á prótíni og fitu. Strunsaði inn í eldhús og sauð mér tvö egg og var gráti næst þegar þau voru ekki linsoðin eins og ég hafði ætlað heldur nánast harðsoðin. Glatað að svindla og þurfa að borða harðsoðin egg. Grét smá yfir eggjarauðunni. Seinna um kvöldið gafst ég endanlega upp. Súkklaðihúðaðar Oreokökur eru fáránlega góðar og ættu að vera bannaðar með lögum. Eftir nokk- ur stykki ásamt ískaldri mjólk rauk úr mér fýlan og ég gat far- ið að sofa. Búin að fá prótín úr eggjunum og fitu úr kökunum og mjólkinni. Held það hafi verið það sem ég þrufti. Sannast það fornkveðna, allt er gott í hófi, líka sykur og fita! P.s. Það fauk eitt kíló og ég gat borðað á mig gat um helgina með aðeins betri samvisku. sem ég hlýði henni yfirleitt lét ég tilleiðast og svindlaði smá. Hún var líka á safakúrnum þann- ig að við gerðumst samsekar. „Partners in crime“. Uss, við segjum engum frá því. Poppið var allt of salt að venju en voða gott að hafa eitthvað að tyggja. Þetta verður þá að teljast annað svindlið mitt ef við teljum kaffið með. Dagur þrjú Var alveg til hádegis að sötra morgundrykkinn og var dauðfeg- in þegar vinnufélagi minn stal honum og kláraði. Fór svo að sækja poka af súkkulaði hjá Nóa- Síríus og fann nammilyktina langar leiðir. Súkkulaðið var ekki fyrir mig, ég var ekkert að fara að svindla svona með stæl! Nammiskál lá þar á afgreiðslu- borði en ég lét það eiga sig. Freistingarnar eru á hverju strái. Fór svo og sótti drykkina og drakk einn grænan og góðan í hádegismat. Sleppti þörunga- drykknum því ég „meikaði“ hann ekki þrjá daga í röð. Appelsínu-sítrónudrykkurinn var svalandi í eftirmiðdaginn. Þá var bara að lifa kvöldið af og stíga svo á vigtina næsta morgun. Kom heim úr vinnunni og fann hvernig það þykknaði í mér. Hafði allt á hornum mér og hringdi í mömmu og kvartaði sáran við hana yfir ýmsu, til dæmis of háum reikn- ingi frá málaranum. Mamma hlustaði þolinmóð. Datt svo í þunglyndi og var gráti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.