Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Matur og drykkir T ilhlökkunin var sannarlega mikil hjá stórfjölskyldunni sem lagði leið sína í Flatey á Breiðafirði eina fallega helgi í júní. Þrjár systur, ein amma, einn eiginmaður og níu börn fylltu töskur af góðgæti en lögð höfðu verið á ráðin lengi með matseðilinn. Fjöl- skyldan kom drekkhlaðin vistum í eyjuna, enda þar enga búð að finna. Hemingway skrifaði eitt sinn um veislu í farangri og átti hann ekki við mat. Annað var það hjá okkur því það voru svo sannarlega nokkrar veisl- ur í farangrinum okkar. Árleg fjölskylduferð var hafin í eyjunni fögru. Þar sem tíminn gleymist Það mætti halda að við værum á samningi við almættið því ár eftir ár er sama blíðan. Ég efa að margir staðir á jarðríki jafnist á við Flatey á fögr- um sumardegi. Spegilsléttur sjór, sól og logn tók á móti okkur og börnin þustu út í leik á meðan fullorðna fólkið gekk frá vistum. Hér var ekkert sjónvarp, engar tölvur og símarnir gleymdust en tíminn virðist hafa stöðv- ast hér endur fyrir löngu. Hér er enginn að flýta sér, enginn að kíkja á klukkuna og matmálstímar eru frjálslegir. Hér er nánast allt leyfilegt. Fótbolti, leikir og jóga í blíðunni Börnin hlupu hálfber um túnið, busluðu í voginum, sigldu á litlum gúmmí- bátum, spiluðu fótbolta og fóru í leiki. Krían var söm við sig og hikaði ekki við að dýfa sér yfir hausa þegar henni þótti sér ógnað. Leikið var úti langt fram á rauða sumarnóttina. Síðla dags bauð yngsta systirin Margrét öllum í jóga úti á túni. Jarðtengingin og innri íhugunin er alveg sérstök í kyrrðinni í Flatey og yndislegt að kyrja möntrur saman, hver með sínu nefi. Kræsingar í sólinni Í rjómablíðunni daginn eftir fóru krakkarnir spenntir út á sjó að veiða fisk og komu skælbrosandi í land með aflann. Amma Ragnhildur gerði að þorskinum bakvið Hótel Flatey með fríðan hóp af litlum aðdáendum að fylgjast með. Nú kom það Ragnhildi vel að hafa unnið í fiski endur fyrir löngu. Þorskurinn var síðar heilgrillaður og hafði fiskur aldrei bragðast betur að sögn krakkanna. Systurnar sátu úti að undirbúa kvöldmatinn, hvítlaukur, chili og engifer var brytjað eins og enginn væri morgundagurinn. Bananabrauðið hennar ömmu var maulað af bestu lyst yfir matargerð og spjalli úti á palli. Kjúklingarétturinn hennar Möggu sló í gegn hjá öllum fjórtán matar- gestunum. Kjúklingurinn var baðaður í áðurnefndum kryddum, ásamt púðursykri, hunangi og nóg af ferskum kóríander. Með þessu var borið fram jasmín-hrísgrjón, naan-brauð, spergilkál og chilisósa. Himnaríki bragðlaukanna Bragðlaukarnir voru í himnaríki og ekki versnaði það þegar ættmóðirin Ragnhildur bar fram dásamlega pavlóvu í eftirmat. Ættmóðirin í næsta húsi mætti með aðra eins tertu og sína afkomendur og stóðu börnin spennt í röð eftir sneið af þessari dásemd sem tvær ömmur og bestu vin- konur höfðu bakað fyrr um daginn með ást og umhyggju. Svona leið helgin við leik og spjall og matargerð. Fjölskyldubönd voru treyst og allir héldu heim á leið sólbrúnir og sælir í hjarta. Ævintýrin í Flatey geymast endalaust í minninu og eins og París var veislan hans Hemingway, verður Flatey alltaf okkar veisla. Ættmóðirin Ragnhildur Benediktsdóttir kann handtökin við flökunina á aflan- um. Borgarbörnin Lóa, Bessi, Leó og Sindri fylgjast spennt með. Morgunblaðið/Ásdís Magga notaði sítrónur bæði í matinn og til að lýsa hárið hjá ungu mönnunum Loga, Degi og Kalla í fjörunni í Flatey þar sem ljúft var að leika sér og slaka á. FJÖLSKYLDUFAGNAÐUR Í FLATEY Veisla í farangrinum * Amma Ragn-hildur gerði aðþorskinum bakvið Hótel Flatey með fríðan hóp af litlum aðdáendum að fylgj- ast með. Nú kom það Ragnhildi vel að hafa unnið í fiski endur fyrir löngu. Í FLATEY ER EINS OG TÍMINN STANDI Í STAÐ. HJÁ REYKVÍSKRI STÓRFJÖLSKYLDU ER SAMVERAN, ÚTIVIST OG MATARGERÐIN Í FYRIRRÚMI. MATURINN BRAGÐ- AST BETUR Í FERSKA SJÁVARLOFTINU FYRIR VESTAN. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Besta Pavlovan BOTNINN 4 eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk borðedik (eða hvítvínsedik) ½ tsk kartöflumjöl VANILLURJÓMI 3½ dl rjómi 1½ tsk sykur (má sleppa – kakan er mjög sæt) ½ tsk vanilludropar jarðarber og bláber til skrauts, má einnig nota kíví, hindber o.fl. ber Aðferð Hitið ofninn í 130°C. Stífþeytið eggja- hvíturnar. Bætið sykrinum smám saman við og stífþeytið á nýjan leik. Blandið ediki og kartöflumjöli varlega saman við með sleif eða sleikju. Setjið bökunarpappír á plötu og teiknið hring sem er 18 cm að þvermáli. Mótið eggjahvíturnar innan hringsins með sleikju. Bakið í eina klukkustund og fimmtán mínútur. Slökkvið á ofninum og leyfið botninum að kólna í ofninum. Þeytið rjómann og bætið vanilludropum saman við. Smyrjið rjómanum á botninn og skreytið með berjum eða ávöxtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.