Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 34
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Að kaupa ekki endilega alltaf bara það sem er í tísku hverju sinni heldur fara frekar eftir því sem klæðir mann vel og manni líður vel í, en þá er ég samt ekki að meina crocs-skó og flíspeysu. „Your outfit each morning is the first art you make each day.“ Áttu þér einhverja tískufyrirmynd? Mér finnst stelpurnar í Aftur alltaf mjög flottar og margt skemmtilegt sem kemur frá þeim ásamt hönnuðunum í Kiosk. Áttu þér uppáhaldsflík eða -fylgihlut? Ég er algjör yfirhafnafíkill. Þegar ég ætla í búð að kaupa mér buxur eða skó enda ég alltaf á því að labba út með jakka eða kápu. Uppáhalds- fylgihluturinn minn er gullúrið mitt frá Michael Kors, ég þarf á því að halda því annars væri ég týnd í Kína. Hver hafa verið bestu kaupin þín? Það er án efa life coat-jakkinn minn frá Jet Korine en sá jakki hefur haldið í mér hita á köldum vertardögum auk þess að vera gullfallegur. Hverju er mest af í fataskápnum? Alls konar hlutum sem ég nota aldrei. Hvert er þitt eftirlætistískutímabil og hvers vegna? Núna er ég rosa hrifin af 70’s-tímabilinu. Hver er uppáhaldsverslunin þín? LastaShop, án efa, þar sem hún inniheldur rjóma íslenskrar fata- hönnunar. Ef ég er úti elska ég að kíkja í Monki, Ur- ban Outfitters og skemmtilegar litlar vintage-búðir. Á Íslandi eru Kiosk, Aftur, GK Reykjavík, Gotta, Gloria, Nostalgia, Öxney, Top Shop og Zara mínar búðir. Hvert sækir þú innblástur? Í tískubloggara og götutísku. Hvað heillar þig við tísku? Mér finnst tíska eitt af skemmtilegustu list- formunum, því það getur ekki hver sem er raðað fallegum hlutum eða flíkum saman á sjálfa sig þannig að úr verði eitthvað sem þú getur ekki hætt að horfa á. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Þau í Kiosk eru ÆÐI, Helicopter og Eyglo ásamt öllum hinum flottu hönnuðunum þar. Aftur, Jör og Jet Korine eru mikið uppáhald núna ásamt Kali (Svala Björgvins), Föðurlandinu (Ágústa Hera), Dýrku, Kríu, Orra Finn og ég gæti lengi talið upp okkar flottu ís- lensku hönnuði. Ég er mjög upptekin af ís- lenskri hönnun þessa dagana og vil láta þar við sitja. Alexander McQueen og Vivienne Westwo- od eru síðan uppáhaldstískuhúsin, eins og uppá- haldsböndin mín frá því í denn, ég get ekki sleppt því að nefna þau hér, það væri pínu eins og að svíkja lit … SÆKIR INNBLÁSTUR Í GÖTUTÍSKU Þuríður Ragna velur föt sem henni líður vel í burt- séð frá tískustraumum. Morgunblaðið/Golli Tíska er list ÞURÍÐUR RAGNA JÓHANNESDÓTTIR STÍLISTI SEGIR TÍSKU SKEMMTILEGT LISTFORM. ÞURÍÐUR ER HRIFIN AF TÍSKU ÁTTUNDA ÁRATUGARINS OG HELDUR MIKIÐ UPP Á ÍSLENSKA HÖNNUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Þuríður heldur mikið upp á íslenska hönnun og fílar hönnunarverlsunina Kiosk. Gyllta Michael Kors- úrið er uppáhalds- fylgihlutur Þuríðar. Þuríður segir „life coat“-jakkann frá Jet Korine bestu kaupin. Úr sumarlínu Vivienne Westwood 2015. Litrík lína Alexanders McQueens fyrir sumarið 2015. Tíska Donna Karan stígur til hliðar AFP AFP *Donna Karan, yfirhönnuður samnefndstískuhúss, hefur sagt starfi sínu lausu semyfirhönnuður hússins. Karan, sem stofn-aði tískuhúsið árið 1985, hefur skapaðsér nafn sem einn helsti fatahönnuðurBandaríkjanna. Donna Karan mun nú ein-beita sér að fyrirtæki sínu Urban Zen fo- undation auk þess að sinna ákveðnu ráð- gjafarstarfi hjá Donnu Karan-tískuhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.