Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.7. 2015 Ungt fólk er í forgrunni á Sumartónleikum í Skálholti um helgina. Í dag, laugardag, kl. 15 kynna nemendur úr Listaháskóla Íslands og meðlimir úr franska barokkhópnum Never- mind afrakstur barokkvinnustofu á tón- leikum í Skálholtskirkju. Klukkan 17 sama dag flytur Nevermind franska tónlist frá 18. öld. Á morgun, sunnudag, kl. 14 flytur Þor- grímur Þorsteinsson erindi sem er byggt á BA-lokaverkefni hans í skapandi tónlistar- miðlun frá LHÍ. Inn í erindið verða fléttuð verk eftir nemendur úr skólanum, Örn Ými Arason, Þorkel Nordal, Örnólf Eldon Þórs- son og Axel Inga Árnason. Kl. 15 á morgun flytja Kór og Sinfóníetta LHÍ tónlist eftir sam- nemendur sína. Stjórnendur kórsins eru Steinar Logi Helgason og Sigurður Árni Jóns- son, en þeir eru einnig nemendur skólans. Nánari upplýsingar eru á sumartonleikar.is. SUMARTÓNLEIKAR UNGT FÓLK Hluti franska barokkhópsins Nervermind. Elzbieta Karolak er prófessor í Poznan. Elzbieta Karolak leikur á tvennum tónleikum á Alþjóðlegu orgelsumri í Hallgrímskirkju um helgina. „Karolak er fjölhæf með eindæmum en auk þess að vera mikilsvirtur orgelleikari og prófessor í Poznan er hún með háskóla- próf í efnafræði, hefur ritað bækur um sögu- fræg orgel og stjórnað útvarpsþáttum helg- uðum orgeltónlist. Hún hefur komið fram á helstu tónlistarhátíðum í heimalandi sínu, Póllandi, en einnig um alla Evrópu og í Banda- ríkjunum. Hún er einn skipuleggjenda alþjóð- legrar orgelkeppni sem haldin er í Poznan og situr þar í dómnefnd,“ segir í tilkynningu. Á tónleikum helgarinnar mun hún leika verk eftir pólsku tónskáldin Podbielski, Krakowa, Zelechowski og Surzynski ásamt verkum eft- ir J.S. Bach, Buxtehude, Franck og Mozart. Fyrri tónleikarnir hennar eru í dag, laug- ardag, kl. 12 og þeir seinni á morgun kl. 17. ALÞJÓÐLEGT ORGELSUMAR PÓLSKIR TÓNAR Í tilefni af því að 400 ár eru í haust liðin frá Spánverja- vígunum 1615 verður í dag, laugardag, kl. 16 opn- uð sýning um þessa at- burði í Slunkaríki í Edin- borgarhúsinu á Ísafirði. Þar sýnir baskneski lista- maðurinn Guillermo Zu- biaga átta myndir sínar sem sýna helstu atriði sög- unnar. Sigrún Antonsdóttir skrifaði textann. Úlfur Kolka hannaði sýningarspjöldin. Baska- vinafélagið á Íslandi stendur að sýningunni sem er aðgengileg á fjórum tungumálum, ís- lensku, basknesku, spænsku og ensku. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran flytur nokkur lög við opnunina ásamt eigin- manni sínum, gítarleikaranum Francisco Jav- ier Jáuregui. Þau gáfu út disk nýlega, þar sem má finna nokkur basknesk þjóðlög í útsetn- ingum Javiers fyrir rödd, fiðlu og gítar og munu þau leika nokkur lög af diskinum. BASKNESK ÞJÓÐLÖG HLJÓMA SPÁNVERJAVÍGIN Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Menning M arkmið okkar er að vera með fullt hús, bæði fullt af list og fullt af áhorfendum, enda á Tjarnarbíó að vera lifandi heimili sjálfstæðra sviðslista,“ segir Guðmundur Ingi Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Hryggjarstykkið í komandi vetrardagskrá hússins hefur verið kynnt en þegar nær dregur munu fleiri sýningar bætast við. „Við munum frumsýna a.m.k. eina stóra sýningu í fullri lengd í hverjum mánuði allan veturinn að janúar undanskildum,“ segir Guðmundur Ingi, en samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá verða 13 frumsýningar á næsta leikári auk þess sem eldri sýningar á borð við Hávamál, Ævintýrið um Augastein, Þú kemst þinn veg og Petra verða teknar aftur til sýningar. „Gera má ráð fyrir að um 200 listamenn komi að verkefnum vetrarins,“ segir Guð- mundur Ingi, sem ásamt stjórn Menningar- félags Tjarnarbíós velur samstarfsverkefni inn í húsið samkvæmt fyrirliggjandi valferl- isreglum. Meðal þess sem verkefnavals- nefndin horfir til er nýnæmi verkefnisins í íslensku sviðslistaumhverfi og í því ljósi seg- ir Guðmundur Ingi mjög eðlilegt hversu hátt hlutfall verkefna komandi vetrar er ný ís- lensk sviðsverk. „Það er ekki markmið í sjálfu sér hjá okkur að stuðla að nýrri ís- lenskri leikritun, en við viljum stuðla að ís- lenskri nýsköpun í sviðslist hvort sem unnið er með klassísk leikrit, ný frumsamin leikrit eða verk sett upp í óhefðbundnum rýmum með samsettri aðferð, þ.e. devised,“ segir Guðmundur Ingi, en á komandi vetri verða frumsýnd a.m.k. átta ný íslensk leikverk og þrjú dansverk auk þess sem tvö klassísk ís- lensk verk rata á svið. Lokaæfing fyrsta frumsýningin Fyrsta frumsýning haustsins er uppfærsla Háaloftsins á Lokaæfingu eftir Svövu Jak- obsdóttur í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur í september. „Hér er á ferðinni leikgerð sem leikin hefur verið á Akureyri, en aldrei í Reykjavík. Það verður mjög spennandi að sjá Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Stefán Hall Stefánsson glíma við hlutverk hjónanna í verkinu,“ segir Guð- mundur Ingi og bendir á að uppsetningin er hluti af Lestrarhátíð Bókmennta- borgar 2015 sem í ár er helguð Svövu. Tekur hann fram að uppfærslan sé einn af mörgum við- burðum haustsins sem hafi það að markmiði að minn- ast 100 ára afmælis kosn- ingaafmælis kvenna. Meðal verka sem frumsýnd verða í Tjarnarbíói á sviðslista- hátíðinni Lókal í sept- ember nefnir Guðmundur Ingi megr- unardansverkið Drop Dead Diet sem sviðslistahópurinn Fallegt fólk frumsýnir og heimildarverk um írönsku flóttakonuna Naz- anin Askari sem Marta Nordal leikstýrir. Bíða heimsendis á Bessastöðum „Sími látins manns nefnist leikrit eftir Söruh Ruhl sem leikhópurinn Blink frumsýnir í október. Hér er um að ræða bráðfyndið og súrrealískt verk um fjölskyldur og líf- færasölu,“ segir Guðmundur Ingi, en leik- stjórinn er Brynhildur Guðjónsdóttir. „Þetta er frumraun hennar sem leikstjóri í atvinnu- leikhúsi og verður því spennandi að sjá út- komuna,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að höfundur leikritsins hafi verið kennari Brynhildar þegar hún sótti nám í handrita- gerð við Yale-háskóla í Bandaríkjunum. „Í nóvember frumsýnum við Kate eftir Agnesi Þorkelsdóttur Wild sem sló í gegn á Edinburgh Fringe og fjallar um stríðsárin á Íslandi,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að verkið verði leikið á ensku af upprunalega leikhópnum. „Það er einstaklega ánægjulegt að geta boðið upp á íslenskt verk sem búið er að sanna sig erlendis,“ segir Guðmundur Ingi og tekur fram að í nóvember verði einn- ig frumsýnt dansverkið The Valley úr smiðju Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur, en uppfærslan er hluti af Reykjavík Dance Festival. „Í desember frumsýnir Sómi þjóðar Könnunarleið- angur til Koi, sem er ann- ar hluti þríleiks um geim- farana tvo sem hófst með MP5 sem sýndur var hér í fyrra við mikið lof,“ segir Guðmundur Ingi og bendir á að þeir Tryggvi Gunn- arsson og Hilmir Jensson muni líkt og í fyrra vinna verkið á aðeins 30 dögum og kryfja það samfélagsmál sem hæst ber þegar þeir byrja að vinna. „Sokkabandið, sem sló í gegn með Hystory, frumsýnir Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal í febrúar. Þetta er mjög spennandi verkefni sem fjallar um þrjár konur sem samankomnar eru á Bessastöðum þar sem þær bíða heimsendis,“ segir Guðmundur Ingi, en með hlutverk kvennanna þriggja fara Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. Nýtt dansverk um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur „Í mars leikstýrir Bjartmar Þórðarson nýrri svartri kómedíu eftir sjálfan sig sem nefnist Gripahúsið. Í apríl er svo komið að Artik- leikhúsinu að frumsýna verk sem nefnist Djúp spor í leikstjórn Björns Hlyns Haralds- TJARNARBÍÓ KYNNIR KOMANDI LEIKÁR SITT „Fullt hús af list“ RÁÐGERT ER AÐ FRUMSÝNA 13 SÝNINGAR Í TJARNARBÍÓI Á NÆSTA LEIKÁRI, ÞAR AF ÁTTA NÝ ÍSLENSK LEIKRIT. GERA MÁ RÁÐ FYRIR AÐ UM 200 LISTAMENN KOMI AÐ VERKEFNUM VETRARINS. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is * Það er ekkimarkmið ísjálfu sér hjá okkur að stuðla að nýrri íslenskri leikritun, en við viljum stuðla að íslenskri nýsköp- un í sviðslist. Elsta biblían á sýningunni er Guð-brandsbiblía sem prentuð var í heildárið 1584 og er í eigu Biblíufélagsins. Sú bók er kennd við Guðbrand Þorláksson, biskup á Hólum,“ segir Þorbjörg Br. Gunn- arsdóttir, sýningarstjóri nýrrar sýningar með fágætum biblíum sem opnuð var á 3. hæð Þjóðminjasafnsins í gær í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags í ár. Alls verða til sýnis fimmtán biblíur frá ýms- um tímum ásamt níu gömlum prentmótum. „Þessi prentmót, sem voru notuð til að gera skraut og myndir, voru skorin út í tré og málm og koma frá elstu prentsmiðjum lands- ins á Hólum, í Skálholti og Hrappsey á Breiðafirði,“ segir Þorbjörg og bendir á að nokkrar bókanna á sýningunni hafi verið prentaðar í Kaupmannahöfn en aðrar í Við- ey. Yngsta biblían á sýningunni er sú nýjasta sem prentuð var árið 2007. „Auk þess eru til sýnis biblíur frá 16. til 19. öld,“ segir Þor- björg og tekur fram að gripirnir séu geymd- ir í læstum glerborðum. „Enda miklir dýr- gripir auk þess sem bækurnar þola illa súrefni,“ segir Þorbjörg og bendir á að með sýningunni sé þess minnst hversu löng hefð er fyrir biblíuprentunum hérlendis. „Hið íslenska biblíufélag var stofnað 10. júlí 1815 og er því elsta starfandi félag á Ís- landi í dag og eitt af elstu biblíufélögum í heiminum, en það elsta í heimi var stofnað árið 1804,“ segir Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Biblíufélagsins. Rifjar hún upp að félagið hafi verið stofnað hérlendis að frumkvæði skoska prestsins Ebenezers Henderson. „Félagið var stofnað þegar Geir Vídalín var biskup Íslands og hann var fyrsti forseti félagsins,“ segir Ragnhildur og bend- ir á að sú hefð hafi haldist til dagsins í dag að biskupar landsins séu ávallt forsetar fé- lagsins. Biblíur aðgengilegar á netinu „Íslendingar voru meðal 20 fyrstu þjóða heims sem fengu biblíuna þýdda á eigið tungumál. Óhætt er að segja að það hafi ver- ið menningarlegt afrek hjá Guðbrandi Þor- lákssyni að þýða biblíuna á sínum tíma. Það hefur haft gríðarleg áhrif á sögu okkar og menningu sem og varðveislu tungumálsins,“ segir Ragnhildur og tekur fram að markmið félagsins hafi alla tíð verið að vinna að út- gáfu og útbreiðslu biblíunnar á Íslandi, en á heimsvísu er talið að biblían sé trúarbók tveggja milljarða manna. „Engin bók hefur náð meiri útbreiðslu en biblían og haft víð- tækari áhrif á trú, sögu og menningu fjöl- margra þjóða um allan heim.“ Að sögn Ragnhildar verður 200 ára afmæl- is félagsins minnst með margvíslegum hætti á árinu með sýningum, málstofum og hátíð- ardagskrám. „Föstudaginn 10. júlí ætlum við að endurlifa atburðina frá 1815. Við verðum með hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG 200 ÁRA Elsta biblían frá 1584 NÝ SÝNING Í ÞJÓÐMINJASAFNINU ER HELGUÐ ELSTA STARFANDI FÉLAGI Á ÍSLANDI. Biblían er trúarbók tveggja milljarða manna. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.