Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.07.2015, Blaðsíða 51
Það er eins og stundum plagi mann ein- hver innri rödd þegar þessum svoköll- uðu sumarmánuðum vindur fram. „Út með þig“, fyrirskipar hún og nær und- antekningarlaust svarar maður kallinu. Göngu- eða hjólatúrar, garðvinna og alla vega útivist sem krefst þess að maður sé á hreyfingu tekur sífellt stærri skerf af deginum, sem gerir manni erfiðara fyrir að sinna lestrinum. Maður á á hættu að rekast á ljósastaur eða enda brúnn á eyrum en fölur í fram- an þegar haustar, hafi maður eytt sólskins- dögum með nefið á kafi ofan í bókaopnum. Þá er kannski sniðugra að snúa dæminu við. Hljóðbækur eru himnasending úr sig- urhæðum sem gera manni kleift að njóta bókmennta á sama tíma og maður stingur upp illgresi, hjólar hringinn kringum Mývatn eða hendir sér í handahlaup – nú, eða þvær upp. Framboð á hljóðbókum hefur stóraukist undanfarin ár hér á landi og mann grunar að auk- in notkun alla vega snjalltækja eigi einhvern þátt í því. Sífellt oftar er hægt að nálgast nýrri bókmenntaverk á þessu formi í bókabúðum og á fjölda íslenskra vefsíðna, að ógleymdum bókasöfnunum. Á EYRUNUM Í SUMAR 5.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Steinar Bragi var ekki nema tuttugu og þriggja ára gamall þegar fyrsta (ljóða)bókin hans, Svarthol, kom út. Síð- an hefur hann sent frá sér fjórar til og átta skáldsögur. Steinar Bragi hefur alltaf ver- ið áberandi í íslensku bók- menntaflórunni en varð að skyldulestri og fastagesti náttborða eftir skáldsögu hans Konur, sem kom út 2008. Hálendið er náttúru- hryllingsþjóðsaga sem segir söguna af tveimur pörum sem villast í þykkri þoku há- lendisins. Í hönd fara óg- urlegir atburðir sem áhrifa- ríkt er að lesa um fjarri klið kaffihúsanna meðan marrar í gólffjölunum og smárökkvar úti. Hálendið Fyrir alla þá sem eyða sumarfríinu með börn- unum og eru búnir að fara tólf ferðir í hús- dýragarðinn og dettur ekkert annað í hug en að fara í sund eða gefa öndunum er Útivist og afþreying fyrir börn: Reykjavík og ná- grenni happafengur af bestu sort. Þær Lára Guðrún Sigurðardóttir og Sigríður Arna Sig- urðardóttir settu bókina saman. Lára er lækn- ir og sérfróð um lýðheilsumál en Sigríður er hjúkrunarfræðingur. Bókin er í einstaklega handhægu broti, passar í pokann, töskuna eða beint í hanskahólfið sem gerir það að verkum að létt er að kippa henni með. Hún hefur auk þess að geyma margs konar fróðleik, hug- myndir að námskeiðum, leikjum og hvað mað- ur getur tekið með sér í nesti. Stöllurnar Lára og Sigríður halda þar að auki úti heimasíðu tengdri bókinni, samvera.is, sem er uppfærð reglulega og þar má finna margs konar skemmti- og fróðlega viðburði. ÚTIVERA MEÐ UNGUNUM Guðrún (Baldvina Árnadóttir) frá Lundi skrifaði heilmikið á þeim árum sem hún var að slíta barnsskónum en gaf ekki út fyrsta bókmenntaverk sitt, Dalalíf, fyrr en hún var fimm- tíu og níu ára gömul. Dalalíf varð feikivinsæl meðal ís- lenskra lesanda þar sem þeim þótti henni takast vel upp með að lýsa hvunndagslegum at- burðum og daglegum dyntum. Hún átti eftir að reynast mik- ilvirkur höfundur. Dalalíf varð að fimm binda skáldsögu sem taldi rúmar 2.000 blaðsíður. Guðrún skrifaði í heild tuttugu og sex skáldsögur og gerist hver og ein einasta þeirra í sveitinni, utan ein. Ekki er langt síðan bók hennar Afdalabarn var endurútgefin af bókaforlag- inu Sæmundi á Selfossi. Allar bækur Guðrúnar frá Lundi – takk Bækur í bústaðinn SUMAR- OG SÆLULESTUR ÞAÐ ER ALLUR GANGUR Á ÞVÍ HVAÐ FÓLK FLOKKAR UNDIR BÚSTAÐABÓKMENNTIR. SUMIR KJÓSA SÉR LÉTTMETI TIL AÐ LIÐKA ANDANN MEÐAN AÐRIR RÁÐAST Á RISANA. SKÁLDSÖGUR, LJÓÐABÆKUR, VEGABÆKUR OG PLÖNTU- OG FUGLABÆKUR ERU MEÐAL ÞESS SEM FINNA MÁ Í FARANGRI BÓKAUNN- ENDA. AÐ ÓGLEYMDRI ÞEIRRI SEM ÞEIR RITA SJÁLFIR: GESTABÓKINNI. Jón R. Hjálmarsson hefur áður sent frá sér perluna Þjóðsögur við þjóðveginn, sem er nauðsynleg í ferðalagið. Ekki sakaði svo þegar hún var gefin út á hljóðbók árið 2002 svo öll fjölskyldan gæti fræðst saman á ferð sinni um landið. Nú er komin glæný bók með svipuðu sniði sem kallast Draugasögur við þjóðveginn þar sem Jón segir sög- ur af alla vega forynjum sem leynast ekki langt frá læstum bíldyrum. Draugasögur við þjóðveginn Ófeigur hefur verið öflugur í útgáfu síðastliðin tíu ár. Hann hefur sent frá sér hvort tveggja ljóðabæk- ur og skáldsögur og er áreiðanlega eini handhafi Bókmenntaverðlauna Evrópusambandsins sem hef- ur skrifað vatnshelda buslubók úr sílíkoni. En bók- verk hans, Biscayne Blvd kom út í 30 eintökum árið 2009. Í Öræfum segir af eldgosi sem geisar í Bárðarbungu á norðanverðum Vatnajökli. Hrika- legar hamfarir skekja umheiminn en svo virðist sem þær snerti ekki við innfæddum. Gosið er líkt og hver önnur dægurfluga, ekki nema smellin fyrirsögn eða auglýsingabrella sem hægt er að selja ferða- mönnum. Öræfi er margslungin og lúmskfyndin táknsaga sem gott er að lesa á Suðurlandi. Öræfi BÓKSALA 25. JÚNÍ - 1. JÚLÍ Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 HamingjuvegurLiza Marklund 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 Blóð í snjónumJo Nesbø 6 Sagas of the IcelandersÝmsir höfundar 7 NicelandKristján Ingi Einarsson 8 Iceland in a BagÝmsir höfundar 9 RótlausDorothy Koomson 10 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson Kiljur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 HamingjuvegurLiza Marklund 3 Blóð í snjónumJo Nesbø 4 RótlausDorothy Koomson 5 Tapað fundiðÁrelía Eydís Guðmundsdóttir 6 Líf á meðal villimannaShirley Jackson 7 Auga fyrir augaRoslund & Hellström 8 Ljós af hafiM.L.Stedman 9 DNAYrsa Sigurdardottir 10 Britt - Marie var hérFredrik Backman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.