Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Krabbameinsmeðferð reynist sjúklingum dýrkeypt Staðreyndin er sú að það er mjög kostn-aðarsamt að greinast með krabbamein,og hagur krabbameinssjúklinga hefur farið versnandi á Íslandi,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins. Sunnu- dagsblaðið ræddi við nokkra krabbameinssjúklinga og í einu tilfelli hafði viðkomandi þurft að greiða alls rúmar 600 þúsund krónur í beinan kostn- að vegna sinnar meðferðar á þremur árum. Hann áætlaði að hann hefði þurft að borga rúmlega eina og hálfa milljón krónur vegna veikindanna, að óbeinum kostn- aði meðtöldum. Ljóst er að kostnaður sjúklinga vegna krabbameins getur orðið talsverður hér á landi, ólíkt nágrannalöndum okkar. Á hinum Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum taka sjúklingar engan eða afar takmarkaðan þátt í fjármögnun meðferðarinnar, samkvæmt upp- lýsingum frá Krabbameinsfélaginu. Greiðsluþátttaka sjúklinga aukist jafnt og þétt „Áður var greiðsluþátttaka ríkisins mjög mikil í meðferð krabbameinssjúklinga en því hefur ver- ið breytt, svo nú er greiðsluþátttaka þeirra svip- uð og hjá öðrum,“ segir Ragnheiður. „Það kem- ur sér sérstaklega illa fyrir þá því oft eru þetta mjög langvinnir sjúkdómar sem krefjast marg- breytilegrar meðferðar.“ Aðspurð hvaða breytingar sé um að ræða segir Ragnheiður: „Greiðsluþátttaka sjúklinga hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Ég starfaði hjá velferðarráðuneytinu í sextán ár áð- ur en ég kom til starfa hjá Krabbameinsfélag- inu og þegar ég lít til baka yfir hér um bil tutt- ugu ára tímabil sé ég að þróunin hefur lengi verið íslenskum sjúklingum í óhag.“ Hefur orðið af einni og hálfri milljón „Í beinan kostnað, það er fyrir þjónustu á spít- alanum og lyf, hef ég borgað meira en 600 þús- und krónur síðan ég greindist með krabbamein. Að öllu meðtöldu, beinum og óbeinum kostnaði, nemur upphæðin að minnsta kosti einni og hálfri milljón.“ Þetta segir einn viðmælenda sunnudagsblaðs- ins, karlmaður á þrítugsaldri sem greindist með krabbamein í ristli fyrir þremur árum en hann óskaði eftir nafnleynd. „Maður þarf að borga ákveðna upphæð í hvert skipti sem maður kemur á Landspítalann, fyrir sjúkrabílinn þegar þess er þörf, hvert skipti sem maður hittir lækni og fyrir hverja blóðprufu, lyfjagjafir og fleira og fleira,“ segir hann. Viðtal og skoðun hjá Krabbameinslækni er verðlagt á 29 svokallaðar einingar samkvæmt gjaldskrá Landspítalans, sem þýðir að almenn- ur sjúklingur án afsláttarkorts borgar 7.358 krónur fyrir þjónustuna, en 3.279 með afslátt- arkorti frá Sjúkratryggingum Íslands. Vitjun krabbameinslæknis er verðlögð á 8.112 kr. án afsláttarkorts, viðtal, skoðun og innhelling í æð 7.429 kr., komur á göngudeild 3.200 kr., blóðrannsókn 2.300 kr. og innhelling í æð kostar 3.550 kr. án afsláttarkorts. Sjúklingur á rétt á afsláttarkorti þegar hann hefur greitt ákveðið mikið fyrir meðferð á árinu, eða 36.400 krónur. „Lyfin hafa kostað okkur hjónin um tvö hundruð þúsund krónur. Þó svo að maður borgi ekki fyrir krabbameinslyfin sjálf eru alls konar stoðlyf og ólyfseðilsskyld lyf sem þarf að kaupa. Þar má nefna ógleðilyf, lyf fyrir meltinguna og fleira. Þetta verður fljótt langur listi af þúsund- köllum.“ Aðspurður hvað átt sé við með óbeinum kostnaði segir hann: „Þegar ég tók saman óbeinan kostnað reikn- aði ég meðal annars bensínkostnað við að keyra til og frá spítalanum – bara það að borga í stöðumæli fyrir utan spítalann hefur kostað tugi þúsunda – óbætt tekjutap þegar ég hef verið frá vinnu, kostnað í tengslum við breytt mataræði vegna veikindanna, endurhæfingarkostnað og ýmislegt fleira sem veikindin hafa haft í för með sér. Ég hef þurft að flytja aftur í foreldrahús og mínir nánustu aðstandendur hafa tvisvar staðið að fjársöfnun fyrir mig. Hefði það ekki komið til væri ég gjaldþrota í dag.“ Nýta sér ekki alla þætti meðferðar Ragnheiður bendir á að mörg meðferðarúrræði, sem æskilegt sé að sjúklingar undirgangist, séu ekki síður kostnaðarsöm. „Það hefur komið fram að sjúklingar fresti ákveðnum þáttum meðferðar og dragi úr því sem er ráðlagt hverju sinni,“ segir hún. „Menn sleppa síðan ýmsu sem ekki er greitt fyrir nægilega af hinu opinbera, eins og til dæmis sálfræðimeðferð. Ýmsa þætti í meðferð krabbameins væri æskilegt að fólk nýtti sér, en gerir ekki vegna fjárhagslegra aðstæðna.“ Þurfti ekkert að borga í London Annar viðmælandi Sunnudagsblaðs Morgun- blaðsins var búsettur á Englandi þegar hann greindist með eistnakrabbamein fyrir nokkrum mánuðum. „Ég er lagður inn á bráðamóttöku klukkan tvö um nótt, og fjórum tímum síðar er ég kom- inn með tíma hjá sérfræðingi. Ég nýti mér síð- an alls konar þjónusta þarna, ég fæ viðtal hjá lækni, greiningu, skurðaðgerð, ég frysti sæði og fleira. Ég þurfti aldrei að taka fram kreditkort, nema til að borga fyrir lyf, sem voru á stöðluðu verði og ódýrari en hér,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameins- félaginu er meðferð við krabbameini og heim- sóknir til lækna í nágrannalöndunum Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi, ókeypis. Krabbamein eru oft mjög langvinnir sjúkdómar sem krefjast margvís- legrar meðferðar. Getty Images/Purestock DÆMI ERU ÞESS AÐ KRABBAMEINSSJÚKLINGAR BORGI MEIRA EN 600 ÞÚSUND Í BEINAN KOSTNAÐ VEGNA SINNAR EIGIN KRABBAMEINSMEÐFERÐAR. ATHYGLI VEKUR AÐ GREIÐSLUÞÁTTTAKA Í EIGIN MEÐFERÐ SJÚKLINGA ER MEIRI HÉRLENDIS EN Í NÁGRANNALÖNDUNUM. ÞRÓUNIN HEFUR LENGI VERIÐ ÍSLENSKUM SJÚKLINGUM Í ÓHAG, SEGIR FORSTJÓRI KRABBAMEINSFÉLAGSINS. Ragnheiður Haraldsdóttir * Áður var greiðsluþátttaka ríkisins mjög mikil í meðferðkrabbameinssjúklinga en því hefur verið breytt, svo núer greiðsluþátttaka þeirra svipuð og hjá öðrum.ÞjóðmálMATTHÍAS TRYGGVI HARALDSSON mth@mbl.is  Um einn af hverjum þrem- ur Íslendingum greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.  Algengasta tegund krabba- meins hjá körlum er krabba- mein í blöðruhálskirtli, en að meðaltali greinast 211 karlar á ári.  Algengasta tegundin meðal kvenna er brjóstakrabbamein, en að meðaltali greinast 209 konur á ári.  Að meðaltali létust 529 manns hér á landi af völdum krabbameins á tímabilinu 2005-2009.  Yfir fjórðungur dánarmeina er af völdum krabbameins.  Á árabilinu 2008-2012 greindust að meðaltali árlega 746 karlar og 702 konur með krabbamein.  Fimm ára lífshorfur krabba- meinssjúklinga hafa meira en tvöfaldast frá því að skráning krabbameina hófst á Íslandi árið 1954.  Meðalaldur karla við grein- ingu er 67 ár, en meðalaldur kvenna 64 ár. Heimild: Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags Íslands UM KRABBAMEIN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.