Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Því er stundum haldið fram að nauðsynlegtsé að viðhalda tollum til þess að eiga skipti-mynt í samskiptum við aðrar þjóðir. Til þess að fá aðrar þjóðir til þess að fella niður tolla af íslenskum vörum verði að vera hægt að bjóða þessum þjóðum að fella niður tolla af vörum frá þeim. Þessi vafasama kenning er í besta falli mis- skilingur á eðli viðskipta og samskipta þjóða en í versta falli blekking í þágu sérhagsmuna. Í upphafi þessa árs gerðust undur og stór- merki. Vörugjöld, sem eru ein tegund tolla og hafa verið lögð á vörur frá árinu 1988, voru af- numin af öllum svokölluðum almennum vörum. Lampar, gírkassar og gólfefni sem á var lagður 15% vörugjald bera nú „aðeins“ virðisaukaskatt. Kæliskápar og bakarofnar losnuðu við 20% vöru- gjöld og útvörp losnuðu við 25% vörugjald, svo dæmi séu tekin. Það er afrek hjá nýrri ríkisstjórn að hafa útrýmt svo háum og rótgrónum skatti í einu vetfangi, áður en kjörtímabilið var hálfnað. En hví skyldi enginn hafa hlekkjað sig við toll- húsið í miðbænum og krafist þess að vörugjöld yrðu áfram á örbylgjuofnum þar til Suður- Kóreubúar hættu að skattleggja frosinn fisk? Já og á Siemens-frystikistum, svona bara til að hafa eitthvað á Merkel ef hún og hennar ESB ætlaði nú að fara að tuddast eitthvað í okkur í framtíð- inni? Af því að Suður-Kórea, Þýskaland, ESB eða önnur lönd heimsins kipptu sér ekki upp við vöru- gjöldin á Íslandi. Vörugjöld á Íslandi voru að- allega vandamál fyrir Íslendinga. Fyrir utan að hækka vöruverð með beinum hætti þá drógu þau úr vöruúrvali og þar með samkeppni á íslenskum markaði og héldu þannig aftur af lækkun vöru- verðs með óbeinum hætti. Það sama á við um tollana sem enn eru lagðir á landbúnaðarvörur, vörur frá löndum utan EES og vörugjöldin á bifreiðar og eldsneyti. Fólk í öðrum löndum missir ekki svefn yfir þessum tollum á Ís- landi. Bandaríkin munu ekki setjast niður við samningaborðið með Íslandi til þess að fella niður sína tolla vegna tolla hér á landi. Trúi menn því hins vegar að tollar séu skiptimynt í samskiptum lítillar eyjþjóðar við stórþjóðir ættu menn einmitt að fagna því að Ísland hafi frumkvæði að afnámi tolla. Aðrar þjóðir hafa þá ekkert upp á okkur að klaga. Við verðum kannski fyrst þjóða í Evrópu til að vaxa upp úr þeim sandkassaleik að benda á tolla einhvers annars þegar okkar eigin tollar eru til umræðu. Þess vegna er það frábært að nú ligg- ur fyrir að tollar verði, líkt og vörugjöldin, af- numdir af öllum vörum nema landbúnaðarvörum fyrir lok þessa kjörtímabils. Það mun hafa í för með sér gagnsæi í vöruverði, aukna samkeppni og lækkun vöruverðs en umfram allt betra siðferði við tekjuöflun ríkisins. Heimatilbúinn hausverkur * Vörugjöldin voru alfariðheimatilbúinn hausverkurog skertu aðallega okkar eigin lífskjör. Ef aðrar þjóðir vilja skerða lífskjör sín með tollum þarf Ísland ekki að svara með því að skerða frelsi og lífskjör íslenskra neytenda. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridurandersen.is Rithöfundurinn Auður Jóns- dóttir var á suðurslóðum fyrir nokkrum vikum og skrifaði á Face- book um þá ferð í vikunni: „Ungi leigubílstjórinn á Sardiníu fór á facebook í síman- um sínum meðan hann brunaði með okkur fjölskylduna á hraðbrautinni á hundrað og eitt- hvað. Við gátum með naumindum fengið hann til að hægja á sér en mér krossbrá svo að það er fyrst núna, nokkrum vikum síðar, sem þetta leitar á mig og ég er tilbúin að húðskamma hann, klaga hann og neita að borga bílinn.“ Forvitnilegar umræður sköp- uðust á Facebook- síðu Guð- mundar Andra Thorssonar fyrir helgi þar sem rit- höfundurinn varp- aði eftirfarandi spurningu fram: „Nú spyr ég þau ykkar sem þekkið til viðskiptasögunnar. Hvenær hurfu heildsalar og birtust birgjar?“ Meðal þeirra sem brugðust við var Sverrir Jakobsson sagnfræð- ingur: „Birgjar var orðið ríkjandi í hagfræðikennslubókum á seinni hluta 9. áratugarins.“ Og Anna Kristjánsdóttir vélstýra skrifaði á Facebook: „Ég kom til Þingvalla á sunnudegi fyrir tveimur árum með tvo erlenda ferðamenn sem þurftu að ganga örna sinna. Hvergi var hægt að sjá neina að- stöðu niðri á völl- unum og því var skundað upp á Hakið þar sem sal- erni áttu að vera opin til klukkan 17.00 Þangað var komið klukkan 16.50 og allt harðlæst. Skýring: Það þarf að þrífa salernin á vinnutím- anum! Dæmigerð hegðun fyrir op- inbera embættismenn sem ekki vinna eina mínútu framyfir skráðan vinnutíma. Það hefði vafalaust verið hægt að fara í þjónustumiðstöðina við vegamótin að Þingvöllum, en þar var örtröð illa haldinna ferða- manna í spreng.“ AF NETINU Vettvangur Ungleikur er árlegur viðburður þar sem ung- um og upprennandi leikskáldum, leikstjórum og leikurum gefst kostur á að láta ljós sitt skína, en söfnun handrita er nú í fullum gangi. „Ég hvet öll ung leikskáld, sem luma á leynilegum handritum einhvers staðar ofan í skúffu, til að draga þau fram og senda þau til okkar. Handritin gera ekkert gagn í skúff- unni,“ segir Stefán Ingvar Vigfússon, stofn- andi og einn helsti skipuleggjandi Ungleiks. Hann segir hugmyndina hafa komið til þar sem hann var á ferðalagi í Austurríki fyrir nokkrum árum, þar sem hann sat á sínu fyrsta handriti. „Mig langaði að setja það upp í Borgarleik- húsinu, en átti ekki kost á því. Mér datt í hug að fleiri væru í sömu sporum og ég, áhuga- leikskáld og -leikstjórar í svipuðum hugleið- ingum, og að með því að snúa saman bökum og gera úr þessu opinn viðburð gætum við sett verk okkar á fjalirnar.“ Leikskáld geta sent handrit sín til dóm- nefndar, og eiga þau þá möguleika á að verða sett upp á sviði, en skáldin ráða sjálf hvort þau taka að sér leikstjórn verkanna. Þá stendur Ungleikur fyrir leiklistarnám- skeiðum, en leikarar verkanna eru valdir úr röðum þátttakenda þeirra námskeiða. Guðmundur Felixson er listrænn stjórnandi Ungleiks í ár og er auk þess einn þeirra dómara, sem ákveða hvaða verk skuli sett upp. Handrit skulu vera á bilinu 7-15 blaðsíð- ur að lengd og berast í gegnum póstfangið ungleikur@gmail.com eigi síðar en 10. ágúst næstkomandi. Handritin eru gagns- laus í skúffunni Stefán Ingvar Vigfússon sat á sínu fyrsta handriti þegar hann ákvað að stofna Ungleik. Ljósmynd/Ísabella Katarína Márusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.