Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 17
19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 J óhanna Margrét Gunnarsdóttir er tvítugur stangarstökkvari hjá Breiðabliki. Hún útskrifaðist úr MH í vor en mun setjast á skóla- bekk í Bandaríkjunum í haust, þar sem hún bjó í sex ár sem barn. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa stangarstökk og hvernig kviknaði áhuginn? Ég byrjaði að æfa stangarstökk 17 ára. Ég hef alltaf verið íþrótta- manneskja og á erfitt með að vera ekki að æfa neitt. Eftir leið- inlegt bakbrot þurfti ég að enda fimleikaferilinn minn og fór að leita að einhverju nýju. Það tók mig smátíma að finna stangarstökkið en leitin var þess virði. Ég spurði stelpu sem æfði stangarstökk hvort ég mætti fara með henni á æfingu og þar kviknaði áhuginn strax. Mér fannst svo heillandi að geta flogið. Þú varst að skrifa undir samning við háskóla í Bandaríkjunum – hvernig kom það til? Mig langaði alltaf að snúa aftur til Bandaríkjanna eft- ir að ég flutti heim til Íslands. Fyrir ári byrjaði ég að skoða skólastyrki. Kærastinn minn, Sindri Hrafn Guðmundsson, sem er einn besti spjótkastari í heim- inum í sínum aldursflokki, vildi skoða þetta líka en hann hafði fengið nokkur boð frá þjálfurum. Við höfðum samband við fyrirtæki sem heitir Scholarbook og er stað- sett í Þýskalandi og spurðum hvort við gætum komist saman á styrk. Ég fékk hjálp hjá starfsmanni þeirra við alls konar stúss og umsóknir og að lokum fengum við til- boð frá meira en tíu skólum. Við tókum svo saman ákvörðun að skrifa undir samning hjá Utah State Uni- versity og flytjum í ágúst til Logan, Utah í íbúð sem er við hliðina á æfingasvæðinu þarna. Við ætlum að læra, æfa og bæta okkur eins og brjálæðingar. Hversu oft æfirðu? Það fer eftir tímabili, á uppbyggingartímabili eru 6-10 æfingar á viku en á keppnistímabili eru yfirleitt bara 5-6 æfingar í viku. Svo hlustar maður á líkamann, ef ég er dauðþreytt þá tek ég léttari æfingu eða hvíli einn dag. Hvernig heldurðu þér í formi þegar þú ert í fríi? Þegar ég á að fara í frí eða taka mér hvíldartímabil þá á ég bara að reyna að æfa sem minnst. Þjálfarinn minn í Bandaríkjunum vill til dæmis núna að ég hvíli í tvo mánuði áður en ég kem til hans og ég má þá skokka, synda og hjóla svo lengi sem ég fer varlega. Ég þarf þá bara að passa mataræðið í staðinn. Mér finnst gott að nota fríin í að gera aðra hluti sem mér finnst gaman að. Ég fer ég oft í snjó- brettaferðir eða á hestbak. Mér finnst gott að breyta til og fá harð- sperrur í nýja vöðva. Áttu einhver áhugamál? Snjóbretti, hestar, fimleikar, dans, lacrosse, að ferðast og ef ég kynni á brimbretti væri það klárlega áhugamál. Leggurðu mikið upp úr heilbrigðu líferni? Algjörlega. Maður fær einn líkama til að búa í alla ævi og maður á að gera sitt besta til að fara vel með hann. Það munar svo miklu fyrir andlega og líkamlega vellíðan að vera í góðu formi. Hvaða freistingar áttu erfiðast með að standast? Ef ég fæ þá tilfinningu að ég þurfi að standa á höndum þá geri ég það eiginlega alltaf, sama hvar ég er. Svo er það líka mangó, pitsa, sushi og Netflix. Hvaða ráð hefurðu handa þeim sem eru að byrja að æfa stangarstökk eða aðrar frjálsar íþróttir? Erfiðasta skrefið er að byrja! Svo er líka gott að muna að allir byrjuðu einhvers staðar. Stangarstökk er íþrótt sem krefst þess að maður sé mjög þolinmóður. Ekki bera árangur þinn saman við árangur hjá öðrum. Það er enginn nákvæmlega eins og þú. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar? Pabbi minn er fyrirmyndin mín í einu og öllu. Hann keppti fyrir meistaraflokk Fylkis í mörg ár og er ástæðan fyrir því að ég er íþróttamaðurinn sem ég er í dag. Ég var alltaf með stjörnur í augunum þegar ég horfði á hann spila. Stang- arstökksfyrirmyndin mín er Demi Payne og er sú flottasta að mínu mati. Hún er 23 ára, á eins árs barn og keppir í Bandaríkj- unum fyrir SFA. Hún er með sjúkan stangarstökksstíl og er yf- irhöfðuð bara ótrúlega nett pía. Hvaða áfanga fagnaðir þú síðast í íþróttunum? Seinasta vetur bætti ég mig um 30 cm. Ég held að besta móment- ið hingað til hafi verið þegar ég stökk 3,40 m á bikarmóti í mars síðastliðnum. Það er myndband af þessu á You Tube og þar sést hvað ég er glöð. Þetta eru stundirnar sem ég hleyp, lyfti og stekk fyrir á hverjum degi. Hvað er á döfinni hjá þér næstu vikur í íþróttunum? Ég á eina viku eftir af æfingum og svo á ég að hvíla þangað til að ég fer til Bandaríkjanna. Svo byrja ég að æfa á fullu í annarri eða þriðju vikunni í september. KEMPA VIKUNNAR JÓHANNA MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR Stekkur til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Styrmir Kári Bananar og hnetur innihalda mikið af magnesíum en það efni getur virkað vöðvaslakandi og jafnvel hjálpað til við að gera fólk syfjað. Þeir sem eiga erfitt með svefn gætu því athugað hvort einn banani fyrir háttinn hjálpi til. Bananar og hnetur fyrir háttinnHeimska, sjálfselska og góð heilsa eru þrjú skilyrði fyrir hamingju en ef heimskuna vantar, þá vantar allt. Gustave Flaubert Vitað er að hátt hlutfall þeirra sem greinst hafa með geðklofa reykir, miðað við almennt þýði. Hingað til hefur verið litið svo á að reyking- arnar séu afleiðing sjúkdómsins, þ.e. leið sumra sjúklinga til að reyna að deyfa einkenni geðklofans (e. self- medication) eða jafnvel til að létta á aukaverkunum lyfja. Í nýrri rann- sókn sem birt var í tímaritinu The Lancet Psychiatry í síðustu viku var hins vegar athugað hvort orsaka- sambandið væri mögulega á hinn veginn, þ.e. hvort reykingar ykju lík- ur á því að manneskja þróaði með sér geðklofa. Niðurstöðurnar gefa sannarlega vísbendingar í þá átt en þar kemur fram að 57% geðklofa- sjúklinga voru reykingamenn fyrir fyrsta sjúkdómskastið, sem er þrisv- ar sinnum hærra hlutfall en í al- mennu þýði. Einnig voru heilbrigðir reykingamenn tvisvar sinnum lík- legri en þeir sem ekki reykja til að þróa með sér geðsjúkdóm á gefnu tímabili og þeir reykingamenn sem greindust með geðsjúkdóm í rann- sókninni veiktust að meðaltali ári fyrr en þeir sem ekki reyktu en greindust engu að síður. Valda reykingar geðklofa? Reykingamenn virðast líklegri til að þróa með sér geðsjúkdóm en aðrir. Meðal þeirra sem verða fyrir alvarlegum bruna og lifa af, er „sepsis“ illu heilli algeng dánar- orsök en sepsis er bakteríusýk- ing í blóði, oft ranglega nefnd blóðeitrun í daglegu tali. Frekara ljósi hefur nú verið varpað á orsakir þess en rannsókn sem birt var í tímaritinu PLOS ONE í síðustu viku leiddi í ljós að mjög alvarlegir brunaáverkar breyta örverusamsetningu þarma. Sér- staklega er tekið fram að svo- kölluðum enterobakteríum hafi fjölgað en t.d. flokkast Salmon- ella og E.coli sem slíkar bakt- eríur. Þessar bakteríur voru 0,5% örveruflóru sjúklinga með minni- háttar brunasár en 31,9% þeirra með alvarleg brunasár. Þetta er sérlega merkilegt þegar litið er til þess að slímhúðir þarma verða gegndræpari en ella í kjöl- far alvarlegra brunasára. Þar opnast því mögulega leið fyrir enterobakteríur inn í blóðrás. Örveruflóra í þörmum breytist í kjölfar alvarlegra brunasára og hætta eykst á bakteríusýkingu í blóði. Salmonellu og E.coli getur t.d. fjölgað mjög. Örverur og brunasár AFP www.gulimidinn.is Hugsaðu um heilsuna Guli miðinn fylgir þér alla ævi frá upphafi Fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum MULTI SPORT Orka og kraftur, vöðvar bein og liðir, kvef og ónæmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.