Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Ferðalög og flakk Tímaritið Travel+Leisure valdi á dögunum höfuðborg Colorado, Denver, eina bestu borg Bandaríkjanna til að ferðast til á haustin. Denver þykir einkar falleg í haustlitunum og jafnvel hvað fallegust í byrjun október. Haustdýrðarinnar er til að mynda gott að njóta frá Cherry Creek-hjólastígnum eða á göngu meðfram High Line Canal eða skreppa enn lengra út í náttúruna í fræga nærliggjandi þjóðgarða og þá má ekki gleyma að borgin er við rætur Klettafjalla. Þeir sem vilja halda sig innan borgarmarka ættu að skoða gullfallegan grasa- garð þeirra; Denver Botanic Gardens. Þá er Denver fræg fyrir nokkrar bjórhátíðir á haustin ef fólki finnst ómissandi að taka þátt í októberfest og þykja þær stórskemmtilegar. Þær eru Denver Októberfest, Denver bjórhátíðin og The Great Am- erican Beer Festival þar sem boðið er upp á 2.000 bjórtegundir frá meira en 400 bruggurum. Þá er gaman að skoða brugghús innfæddra sem eru þónokkur. LITADÝRÐ OG BJÓR Í DENVER EKKI HITABYLGJA OG FÆRRI FERÐAMENN Útlenskt haust ÞEGAR HITABYLGJUR ERU YFIRSTAÐN- AR OG FERÐAMÖNNUM FÆKKAR GETUR VERIÐ DÁSAMLEGT AÐ FERÐAST ERLENDIS. EKKI BARA ER LOFTSLAGIÐ BÆRILEGRA OG MEIRA PLÁSS TIL ATHAFNA HELDUR ERU MÖRG SVÆÐI ENN FALLEGRI Í HAUSTLITUNUM EN Í SKÆRUM SUM- ARTÓNUM. NOKKRIR STAÐIR ERU FRAMÚRSKARANDI SKEMMTILEGIR TIL AÐ EYÐA NOKKRUM DÖGUM Á Á HAUSTMÁNUÐUM. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Toskana-héraðið á Ítalíu kemur gjarnan upp í helstu ferðatímaritum heims þegar fjallað er um bestu áfangastaði að hausti. Aðalferðamannatíminn er þá liðinn, það er enn heitt og í loftinu er dásamlegur ilmur af rauðvíni og berjum. Víða má rekast á hátíðir tileinkaðar vínberjauppskeru og bændastemningu og það er stórkostlegt að vera á ferðinni í september þegar bændur eru í óðaönn að framleiða vín sín úr vínberjauppskeru sumarsins. Af slíkum hátíðum má þar til dæmis mæla með Chianti-hátíðinni sem fer fram í litla þorpinu Impruneta, litlu þorpi milli Flórens og Chianti-svæðisins en hátíðin fer fram síðasta sunnudaginn í septembermánuði. Á hátíðinni býðst gestum að smakka yfir 800 víntegundir og er dans, tónlist og gleði ríkjandi en innfæddir klæðast sérstökum hátíðarbúningum í miðaldastíl. Sama gildir um ólífuolíugerðina en til að verða vitni að henni er betra að vera á ferð í nóvember en á sumum stöðum er boðið upp á að fólk geti tekið þátt í olíugerðinni. Þrátt fyrir að flestir tengi Toskana-héraðið fyrst og fremst við ólífuolíu og vín má ekki gleyma kastaníuhnetunum. Þó þær sé flestar að finna á einkalóðum eru þær svo fallegar að það nægir mörgum að njóta þess. Ef fólk vill komast nær þeim er tilvalið að fara í ferð til Monte Amiata þar sem hægt er að finna til dæmis bændabýli sem leyfa fólki að tína hnetur til að eiga. Á haustin er huggulegt að gista í nokkrar nætur í hinum ævaforna smábæ Fie- sole og Siena. Vitaskuld á enginn sem heimsækir Toskana-héraðið að láta sjálfa Flórens framhjá sér fara. KASTANÍUHNETUR Í TOSKANA Eitt fallegasta svæði Englands er gjarnan talið vera Cotswolds, með sínum fallegu, litlu bæjum og þorp- um. Á sumrin getur ferðamanna- fjöldinn virst yfirþyrmandi en á haustin hefur værð aftur færst yfir gömlu þorpin, engin hitabylgja sem slævir og haustlitirnir guðdómlegir. Það er auðvelt að keyra frá Lond- on út í Cotswolds-náttúruna, sem er í um 90 mínútna fjarlægð í vestur með bíl eða lest. Rough Guides ferðatímaritið valdi Cotswolds besta stað Bretlands til að heimsækja á haustin. Staðurinn er einkar rómantískur og býður upp á kyrrð og ró. Þannig má rölta á milli sveitakráa og lítilla kaffihúsa, gæða sér á heitu tei og kexi dvelja nætur hér og þar á litlum gistiheimilum. Bændamarkaði má finna víða með fallegum vörum og svo er haustið í Cotswolds í öllum regnbogans mögulegum litum. Meðal skemmtilegra þorpa á svæðinu má nefna Stanton, Stanway og Snowhill. Þá er Robinswood Hill Country Park í Gloucester dásam- legt útivistarsvæði sem býður oft upp á ýmsa afþreyingu fyrir börn. ENSK SVEITARÓMANTÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.