Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 21
Ferðaskríbentar um allan heim nefna gjarnan ýmsa staði í Sviss sem ákjósanlega dvalarstaði fyrir ferðamenn á haustin. Það megi enginn missa af Alpafjöllunum í haustfegurðinni. Þar kemur sérstaklega upp miðaldabærinn Gruyéres í vesturhluta landsins. Ef nafnið hljómar kunnuglega er það vegna hins heimsfræga osts Gru- yére sem er að sjálfsögðu ostur heimamanna og borgin því líka stund- um kölluð ostaborgin enda ostagerð eitt helsta hugðarefni bæjarbúa. Bærinn stendur í 810 metra hæð yfir sjávarmáli og útsýnið því óvið- jafnanlegt, meðal annars yfir vatn sem kennt er við bæinn. Þetta er frá- bær staður fyrir friðelskandi haustferðalanga sem þrá ekkert nema kyrrláta göngutúra í fjalllendi og miklum haustgróðri þar sem líka er hægt að skoða kastala en mikið er um fal- legar byggingar frá fyrri tímum og jafnvel leggja á sig smá erfiðisklifur ef fólk er í þannig stuði. Eftir rölt dagsins er svo hægt að hafa það huggulegt á kvöldin með rauðvín, osta og eðal-svissneskt súkkulaði en í næsta nágrenni bæjarins er fræg súkkulaðiverksmiðja. OSTAR OG SÚKKULAÐI Í SVISS Þrátt fyrir að aðalferðamannatíminn á Spáni sé á sumrin eru flestir sam- mála um að best sé að bíða eftir að september renni upp fyrir Spánar- ferðir þar sem hægt er að njóta ferðarinnar án þess að vera að kafna úr hita. Í október er sérstaklega skemmti- legt að heimsækja borgina Zaragoza í Aragon á Norðaustur-Spáni en 10.- 18. október fer hátíðin Fiestas del Pilar fram í borginni til heiðurs verndardýrlingi borgarinnar og þykir ein skemmtilegasta hausthátíð Norð- ur-Spánar en á lokadegi hátíðarinnar eru dýrðlegar flugeldasýningar. Þá er borgin einkar lífleg þar sem íbúafjöldi margfaldast á haustin með tilkomu mikils fjölda háskólastúdenta en háskóli borgarinnar var stofnaður árið 1474. Mikið af merkum minjum er að finna víðsvegar en íbúar borg- arinnar voru meðal fyrstu borgarbúa á Spáni. HAUSTHÁTÍÐ Á NORÐUR-SPÁNI 19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Króatíska borgin Dubrovnik liggur við Adríahaf og strendur hennar þykja með þeim fallegri á þessum slóðum og er hún einkar hagstæð paradís fyrir þá sem þyrstir enn í smá sól á haustin. Enn er hlýtt og meira pláss fyrir ferðalanginn þar sem aðalferðamannatíminn er þá liðinn. Ekki síður er borgin falleg, full af gömlum kirkjum, höllum og klaustrum en í einu þeirra má finna elsta apótek Evrópu. Heimsfrægir múrar umlykja borgina alla og að kvöldlagi er borgin fallega upplýst. Frá Dubrovnik er svo stutt að fara í ferðir frá borginni, svo sem til borgarinnar Split sem er ásamt Dubrovnik á heimsminjaskrá UNESCO og er rómuð fyrir einstakar minjar, m.a. frá tíma Róm- verja. KVÖLDGANGA Í DUBROVNIK Meðal þeirra áfangastaða sem National Geographic valdi sem bestu áfangastaði ársins 2015 er höfuðborg Telangana í suðurhluta Indlands; Hy- derabad. Vegna veðurfars, storma og monsúnrigningar er ómögulegt að ferðast til Hyderabad fyrr en september er liðinn en þá rennur upp ákjós- anlegasti ferðatíminn; með þægilegum hita og eru október og nóvember hvað bestir til að ferðast til þessarar merku ævafornu borgar. Borginni er skipt í fimm hverfi og þótt margir ferðalangar gleymi sér í elsta hlutanum sem er vissulega fallegur er mælt með því að kynna sér hina hlutana líka því borgin er afar ólík eftir því hvar dvalið er í henni, blanda af fornminjum, hátækni, iðandi verslunargötum, ys og þys með villtu næturlífi og svo aðeins kyrrlátari stöðum. New York Times mælir sérstaklega með því að fara á antíkmarkaði, kaupa skartgripi en borgin er rómuð fyrir eina fjölbreytilegustu perlu- skartgripi heims og gæða sér á matnum sem í þessum hluta Indlands þykir sérstaklega kryddaður og bragðmikill. KRYDDAÐASTI MATUR INDLANDS Amsterdam að hausti til er sérstaklega falleg þegar trén sem ramma inn 17. aldar síkin um alla borgina fá haust- litina og einn helsti garður borgarinnar, Vondelpark, slær út vorlitina á haustin og hægt að fá sér heitt kakó á ein- hverju af kaffihúsum garðsins og gefa öndunum. Þess á milli má rölta inn á nokkur af flottustu lista- söfnum Evrópu svo sem Van Gogh-safnið og Rijksmu- seum og dást að verkum Rembrandts. Fyrir safnafólk er sniðugt að miða ferðina við aðra helgina í september en á hverju ári bjóða um 4.000 hol- lensk söfn almenningi að heimsækja söfnin ókeypis. Fyrir þá sem eru seinna á ferðinni þá er Herfst Bok-bjór Hol- lendinga aðeins fáan- legur frá október og fram í febrúar og nauð- synlegt að fá sér eina flösku eða svo af þess- um rauðleita karamellu- kennda bjór í eftirmið- daginn. LISTARÖLT Í SEPTEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.