Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 31
19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31 Getty Images/iStockphoto Krökkum finnst skemmtilegt að spila en sumir for- eldrar eru orðnir þreyttir á lúdó og matador. Hvernig væri að kenna börnum póker? Texas Hold’em geta allir lært og auðvitað er ekki spilað upp á alvöru peninga. Spilakvöld alltaf vinsæl * Þrennt í heimi er ekki hægt að fela. Sólina, tunglið og sannleikann. Búdda. Haukur Holm, fréttamaður hjá RÚV, svar- ar spurningum um eftirlæti fjölskyldunnar þessa vikuna. Fjölskyldumeðlimirnir eru: Haukur Holm, Guðný Lára Ingadóttir og 16 ára sonur þeirra, Starri Holm. Þátturinn sem allir geta horft á? Graham Norton og svo auðvitað Simpsons. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öll- um? Sítrónukjúklingur Guðnýjar, en svo sakna ég fiskibollanna hennar mömmu. Skemmtilegast að gera saman? Ferða- lög virka alltaf. Borðið þið morgunmat saman? Á virk- um dögum eru allir hálfsofandi á þönum, þannig að sameiginlegur morgunverður er fjarlæg hugmynd. En um helgar er oft síðbúinn sameiginlegur morgunverður. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Horfum á eitt- hvað í sjónvarpinu sem samkomulag er um. Annars finnst okkur feðgum fínt að spila á gítar, en þá þurfum við að vera hvor í sínu herberginu og hús- móðirin vill helst ekki vera í heyrn- arfæri. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Gítarspil ómar um allt hús  Andaðu. Bókstaflega. Ef þú ert upp á kant við unglinginn þinn er líklegt að þú sért að glíma við ýmsar neikvæðar tilfinningar. Að einblína á önd- unina getur hjálpað þér að róa þig niður, lækka blóðþrýsting og hægja á of hröðum hjartslætti. Oft er gott að draga andann djúpt áður en þú svarar unglingnum. Það gæti reynst erfitt í byrjun en kemur með æfingunni.  Forðastu að lenda í skítkasti við unglinginn. Þó það gæti verið augnabliksfróun að skella einhverju framan í hann á móti er það ekki lausn á vanda- málinu og gæti gert vont verra. Þetta er ekki auð- velt, en þú þarft að sýna unglingnum að þú getur haldið ró þinni þrátt fyrir að allt sé í háalofti.  Ekki taka skítkasti frá unglingnum persónulega. Þetta er að sjálfsögðu hægara sagt en gert en mundu bara að þegar unglingurinn öskrar að hann hati þig, er hann að meina að hann hati það sem þú ert að gera á hans hlut, til dæmis að leggja á hann skyldur eða reglur. Það sem hann telur heimsins óréttlæti er þér kennt um en þú getur verið viss um að hann elskar þig enn og hlustar á þig þrátt fyrir allt.  Sýndu samkennd. Það getur verið erfitt að vera unglingaforeldri en það er líka erfitt að vera unglingur. Flest munum við eftir okkar eigin ung- lingsárum og sambandinu við okkar foreldra. Reyndu að rifja upp hvernig þér leið þá. Sýndu unglingnum skilning til dæmis með því að segja: „Ég sé að þú ert leiður yfir þessu“ eða „ég man hvernig mér leið þegar foreldrar mínir skildu mig ekki.“  Reyndu að tengjast unglingnum. Notaðu tæki- færi sem gefast þegar þið eruð tvö ein eins og í bílnum eða við matarborðið og sýndu unglingnum fulla athygli. Hlustaðu á hann og vertu til staðar. Náðu jafnvel í gamlar ljósmyndir sem þið getið skoðað saman og hlegið yfir. Skrifaðu línu til hans ef allt þrýtur, miði á koddann með nokkrum fal- legum línum getur gert mikið. Þótt unglingurinn sé á mótþróaskeiði, ekki láta það hindra þig í að sýna þínar mjúku hliðar. GÓÐ RÁÐ FYRIR UNGLINGAFORELDRA Getty Images/iStockphoto Dragðu andann djúpt Æ G I S G A R Ð I 2 , 1 0 1 R E Y K J A V Í K , S Í M I 5 1 2 8 1 8 1 VERIÐ VELKOMIN Á NÝJAN VEITINGASTAÐ Í RAUÐA HÚSINU VIÐ GÖMLU HÖFNINA Í REYKJAVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.