Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 40
Sumar 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19.7. 2015 Fullkomið íslenskt sumar FÓLK VÍÐSVEGAR AÐ ÚR ÞJÓÐFÉLAGINU DEILIR ÞVÍ MEÐ LESENDUM HVERNIG FULLKOMIÐ ÍSLENSKT SUMAR ER Í ÞESS HUGA, SEGIR FRÁ EFTIRLÆTISSTAÐNUM SÍNUM OG HVAÐ ÞAÐ VILL LESA OG HLUSTA Á Í SUMARFRÍINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar maður gengur heim í sumarkjól seint að kvöldi til í sumarveðri. Og drekkur heitt súkkulaði í lopa- peysu áður en maður leggst inn í tjald að sofa. Fallegasti staðurinn? Mývatnssveit og útsýnið úr sundlaug Hofsóss. Bókin og tónlistin? Harry Potter-bækur með dóttur minni, spennubók og kökuuppskriftir. Kim Larsen og Here comes the sun með Bítl- unum. Útsýnið úr sund- laug Hofsóss Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri Íslandsbanka. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar ég heyri vængja- slátt hrossagauks- ins og eins þegar ég heyri einhvern segja að lóan sé komin. Þó að enn sé nokkuð kalt þá finnst mér alltaf eins og sumarið sé komið þegar þessir vorboðar gera vart við sig. Ég tengi sumarið meira við birtu en hita og þess vegna finnst mér ég oft eiga lengri sumur en margir aðrir. Fallegasti staðurinn? Langidalur í Þórsmörk. Ég fæ það sterklega á tilfinninguna, í námunda við fánastöngina í Langadal, með útsýn inn í Bása og upp á Mýrdals- og Eyjafjallajökul, að ég sé á besta stað veraldar. Bókin og tónlistin? Hringadróttinssaga, Hobbitinn, Tinna- bækur og Ásgeir Trausti. Ég þarf helst að fá að hlusta á Society með Eddie Vedder ef ég keyri einn á hálendinu. Langidalur í Þórsmörk Róbert Marshall alþingismaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar ég sit við höfnina fram eftir morgni með „take-away“ bjór af einhverjum skemmtistaðnum sem er löngu lokaður. Horfa á Esjuna og sólina speglast í sjónum og fylgjast með misgáðu fólki rúllandi fram hjá. Tíminn algjörlega týndur. Fallegasti staðurinn? Ég labbaði Hornstrandir í fyrra og þótti það ólýsanlega fallegt. En uppáhaldið mitt er Álfta- vatn í Grímsnesi þar sem sumarbústaður fjölskyldunnar er. Bókin og tónlistin ?„Ég er er að lesa Murakami núna. Kafka on the Shore. Sumarlagið í ár er Somebody to Lean On með MÖ og Major Lazer. Löngu eftir lokun við höfnina Ólafur Arnalds tónlistarmaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar ég er búinn að sjóða fyrstu heimaræktuðu kartöflur sumarsins. Það verður fullkomið ef mér tekst að forða blómkálinu frá sniglum! Í fyrra próf- aði ég bjórgildrur sem áttu að svínvirka að sögn garðyrkjuspekinga. Það dugði ekki betur en svo að sniglarnir átu allt kálið og hafa ef- laust drukkið bjórkippuna með! Fallegasti staðurinn? Allt Ísland er fallegt en öræfin bera af. Skaftafell er krónan. Bókin og tónlistin? Norrænar glæpasögur til- heyra sumrinu. Núna er það Davíðsstjörnur eftir Kristínu Ohlson. Lagið „Upp í sveit“ og fleiri góð af nýútkominni plötu Trúboðanna, Óskalög sjúklinga. Fyrstu kartöflur sumarsins Gísli Einarsson dagskrárgerðarmaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar hrossagauk- urinn hneggjar fyrir mig þar sem ég sit að morgni í heitum potti efst í Biskupstungum og sólin er að brjótast í gegnum morgunmistrið. Skömmu síðar nið- ar Almenningsáin við eyru þegar ég nýt þess að spila golf upp við Geysi. Fallegasti staðurinn? Erfitt að svara. Það er lítil paradís í hverri sveit, en útsýnið út um gluggann á sumarbústaðnum er stórfenglegt. Suðurlandsund- irlendið blasir við frá Langjökli að Ingólfsfjalli. Um- hverfið er eins og að búa í Kjarvalsmálverki. Bókin og tónlistin? Þarf að læra ansi stórt hlutverk í Býr Ís- lendingur hér sem er upp- færsla Leikfélags Ak- ureyrar í haust. Auk þess að rifja upp einleik- inn Sveinsstykki eftir Þorvald Þorsteinsson. Ég hlusta á lækjarniðinn. Golf við Geysi Arnar Jónsson leikari. Íslenskt sumar er fullkomnað... með grillangan í loft- inu, gróðurinn í fullum skrúða, landinn sólbrúnn og brosandi. Þá er gott að vera popp- ari á ferðalagi um landið. Fallegasti staðurinn? Ég horfi á allt landið sem náttúruperlu og hver staður á sína fegurð. Bókin og tónlistin? Njála og fuglasöngur á fögrum degi, bjargfuglagargið þar með talið. Bjargfuglagargið fallegt Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar hesta- ferðir byrja á fjöllum. Fallegasti staðurinn? Skálinn Árbúðir við Langjökul og áin. Að sitja þar úti með kaffi- bollann sinn klukkan 5 að morgni og hlusta á ána og horfa á jökulinn er bara málið. Bókin og tónlistin? Bók eftir Guðrúnu frá Lundi og tónlist með Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Stefáni Íslandi. Þó sérstaklega Ökuljóð. Kaffi kl. 5 að morgni í Árbúðum Anna Lísa Wium, veðurfréttakona Hraðfrétta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.