Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 41
19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Valgerður Guðnadóttir söngkona. Íslenskt sumar er fullkomnað... með gönguferðum í fallegri náttúru. Einnig í tjaldferðum með fjölskyldunni í Ás- byrgi, Þjórsárdalinn eða Skaftafell, sumarbústaðaferð í Borgarfjörð. Heitur pottur, kvöldlestur í koju, grillaðar lambalærissneiðar, sund- ferðir og útileikir. Fallegasti staðurinn? Víkna- slóðir, frá Borgarfirði eystri til Seyðisfjarðar. Og leiðin frá Austfjörðum og suður að Skaftafelli í fjólublárri kvöld- birtu. Eitt sinn sá ég þúsundir álfta í Álftafirði í þessari fjólubláu birtu. Því gleymi ég aldrei. Bókin og tónlistin? Afleggjarinn eftir Auði Övu en fyrst er það fimmta bókin í Game of Thro- nes. Johnny Cash og Cesaria Evora. Kvöldlestur í koju Íslenskt sumar er fullkomnað... uppi á hálendinu, í göngutjaldi, með bakpoka. Gjarnan má heyrast í læk og fuglum. Enn eru margir staðir á hálendinu þar sem hægt er að ná þessari upplifun og mikilvægt að við förum vel með þessi einstöku víðerni sem við eigum. Fallegasti staðurinn? Torfajökulssvæðið með Jökulgil og Grænahrygg í broddi fylkingar, Hornstrandir en Kverkfjöll eru í fyrsta sæti. Þar sést magnað samspil íss og elds með eitt stærsta háhitasvæði landsins við rönd Vatna- jökuls. Bókin og tónlistin? Sjálfstætt fólk, Sigur Rós og íslenskur djass, t.d. með ADHD. Magnað hálendi Tómas Guðbjartsson læknir. Þegar gasið er búið Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar ég, sljóvgaður af frjóofnæmislyfjum, moldugur upp fyrir haus með keðjusög í annarri og snýtubréf í hinni, hálsbakaður í hægeldandi júlísól, með grillglampa í augum og bjór- froðu í nösum, kemst að því, um leið og sólin forðar sér í langtíma- samband við tjaldhælsgrátt ský, að gasið er búið. Fallegasti staðurinn? Hnífsdal- urinn, þó hann fari afskaplega leynt með það. Kringlan er líka næs. Bókin og tónlistin? Bækur eiga líka skilið gott sumarfrí. Ég hvet sem flesta til að hlusta á The Carpenters þetta sumarið. Við þurfum á því að halda. Íslenskt sumar er fullkomnað… í nokkurra daga gönguferð. Maður kynnist sjálfum sér og félögum sínum og auðvitað náttúrunni. Ég pæli mikið í landslaginu og hvað mótaði það. Borgin er heldur ekki sem verst á sumrin. Fallegasti staðurinn? Ef ég verð að velja einn er það Skaftafell. Birtan, víðáttan og andstæð- urnar heilla mig. Bókin og tónlistin? Einhvern góðan krimma, til dæmis Nesbö. Það fer eftir því hvað er að gerast og í hvernig stuði ég er hvað ég hlusta á. Síðasta plata sem ég keypti mér var með Nordic Affect. Þar á undan var það Pixies. Mér finnst best að hlusta ein í bílnum. Birtan í Skaftafelli Kristín Jónsdóttir jarðskjálftafræðingur. Íslenskt sumar er fullkomnað … með því að standa við Dynjanda í glampandi sól og heyra dynjandi niðinn. Það er eins og að vera umvaf- inn hjartslætti móður jarðar. Ekkert fær lýst því hvaða áhrif það hefur á mig. Innri og ytri Paradís. Fallegasti staðurinn? Ég á mér uppáhaldsstaði í hverjum einasta landshluta og hver og einn er fallegastur á sinn hátt. Fer oftast út á Snæfells- nes, því þar eru svo mörg ævintýri í náttúrunni. Bókin og tónlistin? The Dispossessed eftir Ur- sulu K. Le Guin og Drones með Muse eða Coc- teau Twins. Oftast út á Snæfellsnes Birgitta Jónsdóttir alþingismaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar við er- um vestur í Stykkishólmi og norður á Húsavík, við eigum afdrep þar hjá pabba mínum annars vegar og langömmum hins vegar. Svo gras- lykt, grilllykt og hlátrasköll í börnunum í fót- bolta og á trampólínum. Fallegasti staðurinn? Þeir eru svo margir! Snæfellsnesið ef ég á að nefna eitthvað. Stykk- ishólmur er fæðingarbær minn og á sérstakan stað þess vegna. Bókin og tónlistin? Merkiskonur sögunnar og núna hlustum við unglingarnir; ég, maðurinn minn og börnin tvö, 12 og 9 ára, á FM 95,7 og Kiss FM og syngjum með. Grilllykt og hlátrasköll Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur með meiru. Íslenskt sumar er fullkomnað… með eilífu ljósi. Sumarbirtan á Íslandi er engu lík, hún bætir allt. Fallegasti staðurinn? Að spyrja um uppá- haldsstað er líkt og að spyrja hvað af eigin börnum sé fallegast. Landið er svo fjölbreytt og náttúran sérstök. Hver blettur hefur sinn sjarma. Meira að segja Miðnesheiðin er falleg á sinn hátt og Seltjarnarnesið alls ekki „lítið og lágt“. En Snæfellsnesið er nú samt líklega orkumesta svæðið sem ég þekki, enda bein- tengt niður í jarðarmiðjuna. Bókin og tónlistin? Íslenskar bókmenntir. Væri gaman að endurlesa bækur eins og Skálholt eftir Kamban og svo á ég eftir að renna yfir síðustu bækur Hallgríms Helga- sonar og Jóns Kalmans þótt Auður Ava sé mitt uppáhald núna. Það tók mig smátíma að ná verkum hennar en í þeim er einhver sér- íslenskur existensíalismi. Í farteskinu eru líka ávallt krimmar Yrsu Sigurðardóttur og Arn- alds Indriða. Að lokum held ég að ég verði að endurlesa bók Héðins Unnsteinssonar, Vertu úlfur. Merkileg og þörf lesning fyrir alla. Þegar maður heimsækir Ísland sækir nos- talgían á og ekkert hljómar betur í bílnum en „Vegir liggja til allra átta“ með Ellý Vil- hjálms. Þetta er engin dægurmúsík heldur tímalaust en á Íslandi gleymir maður einmitt tímanum. Íslenskar bókmenntir í sumarfríinu Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi. Seltjarnarnesið er ekki lítið og lágt. Íslenskt sumar er fullkomnað... í náttúrunni með strákunum mínum og fjölskyldu. Að veiða, tjaldútilegur og ættarmót með stórfjölskyldunni, fjallgöngur, fótboltaferðirnar með strák- unum mínum, gönguvikan í Fjarðabyggð og hestaferðir. Þar slaka ég á og fyllist orku. Fallegasti staðurinn? Landmannalaugar, Þórsmörk, Fimmvörðuháls og Skaftafell. Svæðið kringum Mývatn og Jökulsárgljúfur. Þó standa Austfirðirnir og þá Mjóeyri á Eskifirði upp úr. Bókin og tónlistin? Harry Potter-bækurnar aftur. Okkur í fjölskyldunni finnst skemmtilegast að skella lögunum hans Sjonna Brink á. Þar hlustum við á Brosið þitt lýsir mér leið, Com- ing home, Waterslide, Love is you og frá- bæru lögin af Flavors-plötunni hans. Austfirðir standa upp úr Þórunn Erna Clausen leikkona. Íslenskt sumar er fullkomnað... með smá skipulagi og endorfínum. Góður göngutúr yfir fjallaskarð þar sem borðað er saman í lok kvölds er uppskrift sem klikkar ekki. Ef hægt er að smella smá veiði inn er það himneskt. Fallegasti staðurinn? Ísafjarðardjúpið á sum- arnóttu er ótrúlega fallegt. Bókin og tónlistin? Í sumar ætla ég að halda áfram að lesa bækur af bókasafni í Brekkuhús- inu í Hnífsdal, en þar mun ég dvelja. Í fyrra- sumar voru það bækur Jakobínu Sigurðar ásamt ljóðum Davíðs frá Fagraskógi. Svo var ég svo heppin að heyra gamalt viðtal við Jak- obínu á RÚV á sama tíma. Í húsinu úir og grú- ir af mjög vel förnum gömlum dagblöðum. Ég ætla að hlusta á finnskan tangó. Ísafjarðardjúp á sumarnóttu Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.