Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.07.2015, Blaðsíða 43
19.7. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Íslenskt sumar er fullkomnað þegar... veðrið er fallegt og maður vaknar snemma með fjölskyld- unni til að fara algerlega stefnulaust inn í dag- inn. Kíkja í sund, fara í kaffi til vina og vanda- manna, sitja á pallinum fram á kvöld grillandi, hlæjandi og hafa ekki minnstu áhyggjur af háttatíma barnanna, þau mega þess vegna fara grútskítug og útkeyrð í háttinn. Fallegasti staðurinn? Það er ósanngjarnt að gera upp á milli staða innanlands. En Grímsey er í mínum huga, og engan veginn hlutlaust mat, fallegasti staður jarðar yfir hásumarið. Þegar eyjan er dökkgræn og iðar af mannlífi og fuglagargið þagnar aldrei nema í hálfa mín- útu um nótt þegar sólarljósið tyllir sér niður fyrir sjóndeildarhringinn í örfáar sekúndur. Orka frá öðrum tíma. Eitthvað dularfullt og sérstakt. Mývatn líka, enda er ég svo mikill fuglapervert að það er ómögulegt að nefna það ekki. Bókin og tónlistin? Er að lesa Öræfi eftir Ófeig, Illsku eftir Eirík Örn og Glæp og refsingu eftir Fjodor vin minn. Twitter á hverjum degi. Ég gæti haldið áfram með lista yfir tónlist í allan dag. Grímsey galdrastaður Þórir Sæmundsson leikari. Íslenskt sumar er fullkomnað… með sólríku og mildu sumarkvöldi og jarðarberjum. Fallegasti staður á Íslandi? Svarfaðardalur, öndvegi íslenskra dala. Bókin og tónlistin? Bangsímon og Leonard Cohen. Jarðarber á sumarkvöldi Sigrún Eldjárn rithöfundur. Íslenskt sumar er fullkomnað þegar... sum- arnóttin er björt og óendanleg. Ekkert er skemmtilegra en að vera úti í íslenskri nátt- úru, finna lyktina, sjá litina í flórunni og hlusta á fuglasöng Fallegasti staðurinn? Þingvellir er staðurinn. Fegurðin, sagan og jarðfræðin heilla Bókin og tónlistin? Ég les ekki bækur í sumarfríi – hef ekki tíma til þess. Hlusta á eitthvað fallegt og ljúft eins og t.d. nýja útsetningu Sniglabandsins á ballöðunni „Ég er að tala um þig“ – alveg ótrú- lega poppað og flott. Sniglabandið í sumarfríinu Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. Íslenskt sumar er fullkomnað... ef maður nær að drekka gott glas með góðum vini í miðnæt- ursólinni og rekja raunir sínar í leiðinni. Ís- lenskt sumar þarf ekki mikið til að vera full- komnað því það er svo stutt og svo lítið í samanburði við önnur sumur og okkar langa vetur að bara birta sumarsins allan sólarhring- inn gerir mann betri og glaðari og þakklátan. Fallegasti staðurinn? Hesteyri við sam- nefndan fjörð í Jökulfjörðum er í uppáhaldi. Sennilega af því að það er mynd frá þessum stað uppi á vegg hér heima. Bókin og tónlistin? Hundrað ára einsemd og mig langar að lesa Sigurðar sögu þögla í sum- ar. Gnossiennes eftir Erik Satie og Gymno- pedíurnar hans. Hesteyri í eftirlæti Eva María Jónsdóttir fjölmiðlakona. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar hægt er að fara í berjamó, sækja kartöflurnar í garðinn og blóðbergið er enn í blóma. Fallegasti staðurinn? Eyjafjörður endilangur. Bókin og tónlistin? Það hefur lengi staðið til að taka fram bókina Bör Börsson eftir Johan Falkberget í þýðingu Helga Hjörvar. Best er að hlusta á þá tónlist sem maður hefur smekk fyrir! Ég ætla að hlusta á Óratóríuna Salomon eftir G.F. Handel til undirbúnings fyrir Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju í ágúst. Berjamór full- komnar Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti. Íslenskt sumar er fullkomnað … með fólkinu mínu, drekka kaffi utandyra, borða rækjusalat sem systir mín skipar mér að búa til, reyna að sannfæra lítil börn í milljónasta sinn um að það sé komin nótt, horfa á HM í fótbolta, fara í brúðkaup, fjárfesta í íslenskum jarðarberjum og reyna að vera fyndin á twitter. Nenniði að follow-a mig, plís: @birnaanna. Fallegasti staðurinn? Ég hef tilhneigingu til að finnast sá staður sem ég sá síðast vera sá fal- legasti. Þessa dagana er það Vesturbærinn sem mér finnst fallegastur og þá kannski helst fiskborðið í Melabúðinni. Bókin og tónlistin? Þegar maður á lítil börn er maður með ólesnar bækur í stöflum á nátt- borðinu. Ég fékk flensu um daginn og náði þá að lesa tvær bækur og byrjaði á þeirri þriðju: The Interestings eftir Wolitzer. Einar frændi minn er duglegur að spila á panflautusafnið sitt í lok fréttatímans hjá RÚV. Það hefur opn- að nýjar víddir hjá mér í tónlistinni. Vera fyndin á Twitter Birna Anna Björnsdóttir rithöfundur. Íslenskt sumar er fullkomnað... þegar vakað hefur verið a.m.k. eina heila bjarta sumarnótt úti við. Fara inn á hálendið, borða holubakað lambakjöt og nýveiddan vatnasilung. Tína upp í sig ber að hausti og safna sveppum. Fallegasti staðurinn? Allt Ísland er fallegt í sínum fjölbreytileika. Mér finnst svæðið mitt, Heiðmörkin og bakkar Elliðavatns svo fallegt því ég þekki það í ótal tilbrigðum árstíða og veðrabrigða. En Fjallabak nyrðra og syðra er ævintýralandslag í mínum huga, Mývatn og fjöllin umhverfis. Bókin og tónlistin? Ég les á hverju einasta kvöldi, vetur og sumar og engin sérstök sum- arlesning. Best að hlusta á þögnina og fugla- sönginn. Íslenska samtímatónlist og klassík í bílnum. Mývatn og fjöllin umhverfis Unnur Þóra Jökulsdóttir rithöfundur. Íslenskt sumar er fullkomnað… með dansi á mörkum árstíðanna. Það tengi ég sterkast við íslenskt sumar. Það má til sanns vegar færa að á Íslandi fyrirfinnist einungis tvær árstíðir og á mörkum þeirra ríkir ákveðin spenna, tog- streita eða jafnvel valdatafl. Svo lengi sem ég man eftir hefur sumardagurinn fyrsti alltaf verið vetrarmegin í tilverunni. Það sem er afar áhugavert í mínum huga er að fylgjast með og finna fyrir hvernig Vetur konungur smám saman gefur eftir, losar tökin í áföngum, en er um leið ekki allur þar sem hann er séður og kemur okkur í opna skjöldu, með stríðnis- glampa í augum, aftur og aftur og aftur. Margt tekur breytingum á þessari vegferð inn í sumarið, sem áhugavert er að fylgjast með, áþreifanlegt og óáþreifanlegt. Fallegasti staðurinn? Snæfellsnes. Þangað hélt ég á vit forfeðranna á hverju sumri með foreldrum mínum. Í hvert sinn er ég nálgast jökulinn í gegnum hraunbreiðuna finn ég hvernig orkan snögglega breytist, styrkist og þéttist. Bókin og tónlistin? Wolf Hall eða Bring Up the Bodies eftir enska rithöfundinn Hilary Man- tell. Og til dæmis Phantasm-hópurinn með flæði gömbunnar í öndvegi, tyrkneski tónlist- armaðurinn Merchan Dede, sænska djass- sveitin EST og gríska tónskáldið Eleni Kara- indrou. Árstíðaskiptin magnaður dans Sverrir Guðjónsson kontratenór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.