Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Síða 4
 VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94J-5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma (94)-3223 (ísprent) . Ritstjóri og ábyrgðarmaður: HlynurÞórMagnússon.Túngötu 17, ísafirði, hs. (94)-4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Aðalstræti 35, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, (safirði, sími (94)-3223. LEIÐARI Hvað skal kjósa? Kosningabarátta íslensku stjórnmálaflokkanna er nú að komast á skrið, enda stutt til kosninga. Sá háttur hefur gjarnan verið hafður á vítt og breitt um landið að velja á lista flokkanna fólk sem þekkir sitt heimafólk og staðhætti í sínum kjör- dæmum. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hugs- anagangur þeirra sem leiða eiga pólitíska baráttu Vestfirðinga sé ekki í takt við það fólk sem þeir eiga að berjast fyrir. Sköpun atvinnutækifæra í fjórðungnum skiptir höfuðmáli fyrir áframhaldandi byggð á svæðinu. Öll röskun á atvinnustarfsemi og tilhneiging til að flytja störf að ástæðulausu suður á mölina við Faxaflóa er alvarlegur hlutur. Þessu verða for- ystumenn stjórnmálaflokka á Vestfjörðum að átta sig á, að öðrum kosti hafa Vestfirðingar ekkert með þá að gera. Þjónustufyrirtæki í iðnaði á Vestfjörðum hafa í gegnum tíðina lagt metnað sinn í að koma upp dýrum tækjabúnaði, þar á meðal til að sinna út- gáfustarfsemi vestfirskra stjórnmálamanna. Ef þessir sömu pólitíkusar telja sig ekki lengur þurfa neitt á vestfirsku vinnuafli og verkþekkingu að halda, er þá ekki um leið verið að segja vest- firskum kjósendum að éta það sem úti frýs? Hörður Kristjánsson. fpysfltogara? - sama skip og Vestmannaeyingar voru búnir að undirrita samninga um kaup á með fyrirvara - Forráðamenn Norðurtang- ans á Isafirði, þeir Jón Páll Halldórsson, Eggert Jónsson og Pétur Jónsson vélstjóri, ásamt Skarphéðni Gíslasyni skipstjóra og Frímanni Sturlu- syni skipatæknifræðingi, hafa að undanförnu verið að skoða frystitogara í Frakklandi með hugsanleg kaup í huga. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hafa Vestmannaeyingar verið þar ytra í sömu erinda- gjörðum og undirrituðu kaup- samning fyrir Vinnslustöðina á frystitogara nú á dögunum með fyrirvara. Frakkar munu nú hafa rift þeim samningi og hyggjast þess í stað selja Norðurtanganum skipið. Þarna mun vera um að ræða frystiskip sem er nokkru stærra en Guð- bjartur. - hk. ISAFJARÐARLEK) VÖRUFLUTNINGAR Aðalstræti 7 • ísafirð, S 94-4107 S 985-31830 S 985-25342 Tilvísanakerfi hefur veriö við lýði á landsbyggðinni, en ekki í Reykjavílc Sérfræðingar eru með aðgerðum sínum að taka ákveðinn rétt af sjúklingum - segir Sighvatur Rjörgvinsson heilbrigöisráöherra og segir að veriö sé að undirbúa aukna sérfræðiaðstoð inni á göngudeildum sjúkrahúsanna til að svara aðgerðum sérfræðinganna Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. Fjölmargir sérfræðingar í læknastétt hafa sagt sig úr lög- um við Tryggingastofnun rík- isins í framhaldi af ákvörðun heilbrigðisráðherra að koma á svokölluðu tilvísanakerfi. Til- vísanakerfinu er ætlað að spara ríkinu umtalsverðar upphæðir og koma í veg fyrir að sér- fræðingar í vinnu hjá ríkinu vísi sjúklingum á einkastofur sínar þar sem þeir rukki ríkið síðan um háar upphæðir vegna sérfræðikostnaðar. Fjölmargir íbúar á landsbyggðinni sem leita þurfa til sérfræðinga í Reykjavík eru nú uggandi um sinn hag og telja að vegna þessarar deilu sé verið að taka af sjúklingum rétt til endur- greiðslu sérfræðikostnaðar. Þá hafa heyrst gagnrýnisraddir úr röðum heimilislækna sem telja að aðgerðir sérfræðinga stjórn- ist af eiginhagsmunastefnu á- kveðins hóps innan sérfræð- inga í læknastétt. I samtali við Vestfirska fréttablaðið síðastliðinn mánu- dag gat Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra þess að tilvísanakerfi hafi verið í gildi á landsbyggðinna. Sagði hann að reglan væri sú að úti á landi færi fólk til heimilislæknis sem tæki ákvörðun um það í sam- ráði við fólkið sjálft hvort það færi suður til sérfræðinga. Sagði hann að í mörgum til- vikum hjálpaði heimilislæknir- inn fólkinu við að fá tíma sem það gæti síðan gengið að sem vísum þegar það kæmi til Reykjavíkur. Sagði Sighvatur að þetta kerfi hafi verið í gildi úti á landi, en í Reykjavík væri annað uppi á teningnum. Sagði hann að læknir sem kæmi með öll tilskilin réttindi sem sér- fræðingur til íslands, hann gæti með einu bréfi tilkynnt Trygg- ingastofnun að nú ætli hann a opna stofu og þar með farið að skrifa reikninga á ríkið fyrir þjónustu við sjúklinga sína. Sagði Sighvatur að sérfræðing- urinn réði því sjálfur hvernig hann ynni það verk og þetta væri hvergi til í löndunum í nágrenni við okkur. Nefndi Sighvatur sem dæmi að ef það kæmi velmetinn stærðfræðing- ur úr háskólanámi erlendis, þá gæti hann ekki með einföldu bréfi til Háskóla íslands tlkynnt að hann ætli að opna kennslu- stofu í stærðfræði og þar með farið að skrifa reikninga á ríkið. Slíkt sagði Sighvatur að gengi ekki í skólakerfinu og ekki heldur í heilbrigðiskerfinu. Sagði Sighvatur að fólk sem þyrfti að fara til sjúkraþjálfara gæti ekki gert það á ríkisins kostnað nema með tilvísun. Fólk gæti ekki heldur fengið lyf á kostnað ríkisins nema að læknir skrifi lyfseðil. Sagði Sighvatur að það kerfi sem verið hafi við lýði í Reykjavík ætti sér enga hliðstæðu í heil- brigðiskerfinu eða öðrum op- inberum rekstri. Sú ákvörðun sérfræðinga í Reykjavík að segja sig úr lög- um við Tryggingastofnun sagði Sighvatur að jafngilti verkfalli. Sagði hann að menn þyrftu ekkert að fara í grafgötur með það af hverju sérfræðingar væru að þessu. Sighvatur sagði að menn væru ekki að þessu til að tryggja hag sjúklinga sinna. Sagði hann þessa menn líta svo á að tilvísanakerfið gæti skert tekjumöguleika þeirra sjálfra, þessvegna gripu menn til þess- ara ráðstafana. Sagði Sighvatur að um 40% sérfræðinga hafi ekki sagt sig af samningi við ríkið og þeir væru úr flestöllum greinum. Þá sagði hann að á göngudeildum sjúkrahúsanna störfuðu sérfæðingar á fullum launum og þangað gæti fólk leitað. Sagði Sighvatur að verið væri að undirbúa það að auka þá starfsemi til mótvægis við aðgerðir sérfræðinganna. Þar getur hinsvegar komið upp sú spuming hvort sérfræðingar muni líka neita að sinna sjúk- lingum á göngudeildum þar sem þeir starfa á fullum launum og þá með hvaða rökum þeir muni neita slíkri þjónustu. Sérfræðingar eru að taka rétt af fólki með því að neita að vinna fyrir heilbrigðisþjónust- una, sagði Sighvatur. Hann gat þess að flestallir þessir sér- fræðingar hefðu lært og starfað í þeim löndum þar sem tilvís- unarkerfi er við lýði og engar athugasemdir gert við það. Sagði hann sérfræðinga hafa verið reiðubúna til að starfa fyrir norska ríkið á þessum grundvelli, danska rfkið líka, Kanadamenn og fjölmörg Evrópuríki. Sagði Sighvaturað þeir vildu bara ekki starfa á þessum sama grundvelli fyrir sína eigin þjóð og hann spyr: „Af hverju vilja þeir það ekki?“ - hk. íslandsmótið í bridge fyrir yngri en 26 ára: Rapr Torii 09 Hlyn- ur Tryggvi í 2. sæti íslandsmótið í bridge fyrir spilara yngri en 26 ára var haldið í Reykjavík helgina 24.- 26. febrúar. ísfirðingarnir Ragnar Torfi Jónasson og Hlynur Tr. Magnússon kepptu á mótinu og voru saman í sveit ásamt tveimur ungum Reyk- víkingum. Þeir spiluðu þar undir merkinu Póls- rafeindavörur og náðu frábær- um árangri — sveit þeirra fé- laga hafnaði í 2. sæti eftir barning á toppnum. Samhliða sveitakeppninni var reiknaður út árangur einstakra para og þar urðu þeir Ragnar Torfi og Hlynur í 2. sæti. Núna um næstu helgi munu þeir Ragnar Torfi og Hlynur á- samt sínum gömlu félögum Halldóri Sigurðarsyni og Tryggva Ingasyni taka þátt í styrktarmóti yngri spilara og væntanlega spila þar undir nierkjum Togaraútgerðar Isa- fjarðar eða rækjutogarans Skutuls. Á því móti verða pen- ingaverðlaun fyrir efstu sætin. SÍMI OKKAR ER 688888 V. GEYSIR^, PU TEKUH vto bIlnum A flugvellinum pegar »0 KEMUR OG SKJLUB HANN EFTin A SAMA STAO PEGAH Pu FEHO. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, Björns Guðmundssonar, Brunngötii 14, ísafirði. Kristjana Jónasdóttir, Birna Björnsdóttir, Jónas Björnsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.