Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 5

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Side 5
VESTFffiSKA FRÉTTABLAÐIÐ L Miðvikudagur 8. mars 1995 Körfuboltinn: KFI tapaði naumlega seinni heimaleiknum við ÍS á laugardag - ísfirðingar náðu frábærum árangri á fyrsta ári sínu í fyrstu deild og lentu í þriðja sæti þó ekki kæmust þeir í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeildinni Körfuboltafélag ísafjarðar hefur á undanförnum tveim árum náð hreint frábærum árangri og komið flestum á óvart sem fylgst hafa með körfuboltanum. I fyrra sigruðu þeir í annarri deild á sínu fyrsta leikári. I ár spiluðu þeir af miklum krafti í fyrstu deild, en hrein óheppni varð þess vald- andi að þrjú sterkustu lið deildarinnar drógust saman í riðil, þar sem aðeins tvö gátu komist áfram í undanúrslit um sæti í úrvalsdeildinni á næsta vetri. KFÍ fékk lið ÍS í heimsókn til að spila síðustu tvo leiki sína í deildinni og fyrirfram var vitað að KFÍ yrði að vinna báða leikina ef takast ætti að komast áfram í undanúrslitin um úr- valsdeildarsætið. A föstudag mættu bæði liðin galvösk til leiks í íþróttahúsinu á Torfnesi við met aðsókn áhorfenda. Ljóst var að bæði liðin myndu keyra á fullu til að reyna að ná fram sigri og gekk því á ýmsu í leiknum, en heldur hallaði þó á Isfirðinga. A síð- ustu sekúndum leiksins jöfn- uðu Isfirðingar og knúðu þannig fram framlengingu sem þeir síðan unnu við gríðarleg fagnaðarlæti dyggra stuðnings- manna á áhorfendabekkjum. Urslitin urðu 80 stig KFI gegn 77 stigum ÍS. Þetta tókst þrátt fyrir slæm meiðsli þjálfarans og leikstjórnanda KFI, Sean Gibson. Seinni leikur liðanna fór síðan fram á laugardaginn og voru síst færri áhorfendur en á föstudagskvöldið. Nú snerist dæmið Isfirðingum í hag sem höfðu undirtökin lengi vel. Rétt eins og í fyrri leiknum, þá tókst ÍS að jafna á síðustu sekúndum venjulegs leiktíma. Var því framlengt og áfram höfðu KFI strákarnir undirtökin allt fram á síðustu sekúndur leiksins, þegar IS mönnum tókst að knýja fram sigur og útiloka þar með KFI frá úrslitakeppninni. Fór þessi seinni leikur liðanna 81 stig ÍS gegn 78 stigum KFÍ. Leikur þessara liða var mjög jafn og gat Guðni Guðjónsson þjálfari IS þess eftir leikinn að þarna hefðu tvö bestu lið fyrstu deildar verið að keppa og það væri sorglegt að annað liðið þyrfti að detta út. KFI er með mjög ungt lið, meðalaldurinn um 20 ár og voru þeir þarna að berjast við lið sem hefur mikla leikreynslu og menn sem hafa samanlagt að baki allt að 130 landsleiki. KFÍ vann alls 15 leiki í deildinni í vetur og tapaði aðeins 5 leikjum. Náði liðið 30 stigum, eða sama stigafjölda og ÍS, annað liðið í A-riðli og aðeins tveim stigum á eftir Breiðabliki, efsta liði A-riðils. Þess má geta að annað liðið í B-riðli er með 8 leiki unna og 12 tapaða, en kemst samt í úrslitakeppnina. I samtali við Guðjón Þor- steinsson hjá KFÍ, þá ætla leik- menn síður en svo að leggja árar í bát og munu hefja æfingar á fullu aftur í næstu viku og ætla að fá úrvalsdeildarlið í heimsókn urn næstu mánaða- mót. Síðan er ýmislegt á döf- inni fyrir körfuboltaunnendur á Isafirði, m.a. landsleikur í maí, líklega ísland - Holland og hugsanlega leikur KFI og Islandsmeistara 1. deildar. Gat Guðjón þess að hann hafi sjaldan séð viðlíka stemmingu og var í íþrótta- húsinu á Torfnesi nú um helg- ina. Þama hefði verið svipuð stemming og hann mundi eftir í Njarðvík 1978 og ’79. Það hafi verið hreint frábært að finna þennan stuðning. - hk. leikjum helgarinnar. Ljósmyndir Hörður Kristjánsson. Frímúrarasalurinn á ísafirði: Bassasöngvari og píanó- leikari frá fllandseyjum Því miður varð að aflýsa á- skriftartónleikum Tónlistarfé- lags ísafjarðar um síðustu helgi. Rússneski píanóleikar- inn Alexander Makarov veikt- ist skyndilega og varð að hætta við íslandsferð sína. Vonandi á hann eftir að ná góðum bata og heimsækja okkur þótt síðar verði. Næstu tónleikar félagsins verða annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 9. mars, og hetjast kl. 20.30 í sal Frímúrara. Tón- leikarnir eru haldnir í samvinnu við menningarhátíðina Sólstafí og Sólrishátíð Framhaldsskóla Vestfjarða. A tónleikunum koma fram tveir Álendingar, Bjöm Blomqvist bassasöngvari og Marcus Boman píanóleikari, og Til víðskiptavína Bókhlöðunnar og Sporthlöðunnar Vegna breytinga á húsnæði verslananna frá 10. mars til 31. mars getur starfsfólk þeirra ekki veitt sömu þjónustu og jafnan áður í þessar þrjár vikur. Einnig verða verslanirnar lokaðar í einhvern tíma. Sponthlaöan verður lokuO frá laugardeginum 11. mars til miðvikudagsins 22. mars Rýmingarsala á sportvörum verður á 2. hæð Bókhlöðunnar dagana 14. og 17. mars Bókhlaðan verður opin eins og venjulega en með hægari afgreiðslu fram til föstudagsins 17. mars. Laugardaginn 18. mars verður lokað en mánudaginn 20. mars opnað aftur að Silfurtorgi 1 (þar sem Sporthlaðan er nú) en með minni þjónustu en venjulega fram til þriðjudagsins 28. mars. Báðar verslanirnar verða lokaðar frá miðvikudeginum 29. til föstudagsins 31. mars en opna aftur laugardaginn 1. apríl í endurnýjuðu húsnæði. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á þessari röskun en vonumst til að geta þjónað þeim enn betur að breytingum loknum. BOKHLAÐAN SPORTHLAÐAN flytja þeir verk eftir Carl Loewe, Hugo Wolf, Lars Karlsson, Emil Sjögren og Marcus Boman. Aðgangseyrir að tónleikun- um er aðeins kr. 500 en einnig skal bent á, að aðgangur er ó- keypis fyrir alla nemendur Framhaldsskóla Vestfjarða og þá nemendur Tónlistarskólans sem eru 20 ára og yngri. Getraunaþjónusta Bl: Hllikil spenna á toppnum - Fer Addi Geir einn á Old Trafford eða fara Frank og Jói Torfa með honum? Svörin fást á Bókasafni ísafjarðar, bók nr. 10 Eftir leiki helgarinnar dró enn saman með pörunum og sætaskipti urðu á toppnum. Sex pör eiga raunhæfa möguleika á því að krækja í hin glæsilegu verðlaun sem í boði eru. Fyrir síðustu um- ferðina er staðan þessi: 1. Arnar Geir Hinriksson - Frank Guðmundsson 77 stig 2. Arnar Geir Hinriksson - Jóhann Torfason 76- 3. Kristinn Kristjánsson - Björn Þór Ingimarsson 75 - 4. Guðmundur Guðjónsson - Leifur Skarphéðinsson 74 - 5.-6. Sigurður Ásgeirsson - Ragnar Reynisson 73 - 5.-6. Trausti Hrafnsson - Jón Arnar Sigurþórsson 73- 7. Ómar Ellertsson - Jón B. 71 - 8.-10. Brynjólfur Bjarnason - Sverrir Halldórsson 70- 8.-10. Hlynur - Grétar Helgason 70 - 8.-10. Ingibjartur Ingvarsson - Gunnar Gray 70- 11.-12. Ebeneser Jónsson - Árni Hrafnsson 69- 11.-12. Kristján Pálsson - Páll Ingvarsson 69 - 13.-15. Vilhjálmur Matthíasson - Friðrik 68 - 13.-15. Jóhann Ævarsson - Svavar Ævarsson 68 - 13.-15. Ármann Karlsson - Friðrik Guðmundsson 68- 16. Sigurður H. Jónasson - Guðmundur Sverrisson 66- 17. Haukur Benediktsson - Snorri Kristjánsson 63- Ákveðið hefur verið að fara af stað með nýja hópakeppni. Ennfremur verður einstaklingskeppni þar sem spilaður verður opinn seðill, en ekki er búið að ákveða stærð hans. Nú eiga allir þeir sem „tippa“ bara endrum og eins að rífa sig upp og taka þátt I skemmtilegu starfi með Boltafélaginu og láta reyna á spádómsgáfuna. Við erum alltaf með opið á laugardögum kl. 10.30-12.45. Oftast er heitt á könnunni, að minnsta kosti heitar umræður. Boltafélag ísafjarðar, knattspyrnudeild.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.