Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Page 7

Vestfirska fréttablaðið - 08.03.1995, Page 7
VESTFIRSKA FRÉTTAB L AÐIE> 1 Miðvikudagui Stjórnbúnaði íslenska loftvarnakerfisins er ætlað að beina orrustuþotum eins og þessum svarta riddara að óvinaskotmarki. Er Kögun að breytast, hægt og rólega og án þess að nokkur taki eftir, í fjölskyldufyrirtæki? búnaði, nýtist sem best á öllum sviðum íslensks atvinnulífs. 37 hugbúnaðarfyrirtæki mættu til stofnfundar Kögunar hf. og 9. áratugurinn var ekki bara áratugur Framsóknarflokksins - hann var árátugur Rónalds Reagans Bandaríkjaforseta. Þennan tíma geisaði kalda stríð- ið; menn gældu við stjörnu- stríðshugmyndir og vígbúnaðar- kapphlaupið náði hámarki sínu. Haukar, bæði í Washington og Moskvu, gældu við þá fráleitu hugmynd að hægt væri að hafa sigur í kjarnorkustyrjöld. Á síðara kjörtímabili Reagans námu hernaðarútgjökl Banda- rikjanna meira en þúsund millj- örðum bandaríkjadala. Þetta voru góssentímar í hergagna- iðnaði sem íslendingar fóru ekki varhluta af. Meira en milljarði dollara var eytt í ýmsar hemaðarfram- kvæmdir og endurbætur í her- stöðinni í Keflavík og víðar um land. Reistar voru m.a. fjórar nýjar loftvarnarratsjár, ein í hverju landshorni. Ratsjárkerfið eitt átti að kosta hálfan milljarð dollara eða um 27 millarða ís- lenskra króna. Islenska loftvarnakerflð Segja má að allar þessar framkvæmdir haft snúist um að styrkja það sem farið var að kalla einu nafni, íslenska loft- varnarkerfið (Iceland Air Defense System, IADS). Þetta kerfi samanstendur í rauninni af ratsjárstöðvunum tjórum, AWACS ratsjárflugvélum, F-15 orustuþotum, styrktri stjórnstöð á Keflavíkurflugvelli og annarri mun hlutum hafa farið ört fjölgandi." Þetta leit ekki illa út. ÖII helstu hugbúnaðarfyrirtæki til vara. Þetta kerfi er síðan tengt rat- sjárstöðvum um alla Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu og á að hafa tök á að „sjá“ yfir alls 14 milljón ferkílómetra svæði. Heili og miðtaugakerfi þessa búnaðar er að sjálfsögðu stjórnstöðin og gríðarlega öflugur hugbúnaður. Áætlað er að hugbúnaðurinn einn kosti um 13 milljarða ís- lenskra króna. Þessi búnaður á að geta unnið úr öllum upplýsingum ratsjánna, reiknað út hæð, stefnu og hraða hugsanlegrar óvinavélar og síð- ast en ekki síst beint orustuþot- um í veg fyrir þetta skotmark og ef þurfa þykir - skotið flug- skeytum á það. Allt á sem sjálf- virkastan hátt svo að koma megi í veg fyrir mannleg mistök flug- manna. Verður tekinn í notkun 1997 Upphaflega var áætlað að gerð hugbúnaðar íslenska loft- varnarkerfisins yrði iokið árið 1995 en það hefur dregist og er nú gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun árið 1997. Þegar það verður, má ætla að u.þ.b. 45 íslenskir starfsmenn Kögunar annist viðhald hugbún- aðarins í svokallaðri ratsjár- eða hugbúnaðarmiðstöð sem reist verður á Keflavíkurtlugvelli. Núna vinna 20 kerfisfræðingar á vegum Kögunar í Bandaríkj- unum sem undirverktakar við gerð hugbúnaðarins. landins höfðu greinilega sam- einast um þetta mikilvæga verkefni sem varðaði hvorki meira né minna en öryggi Aðalverktaki stjórnstöðvar og hugbúnaðar íslenska loftvarna- kerfisins er stórfyrirtækið Hug- hes Aircrat’t, einn stærsti her- gagnaframleiðandi heims. Á blómaskeiði vígbúnaðarkapp- hlaupsins var Hughes með verk- takasamninga við Bandaríkjaher upp á fleiri milljarða dollara á ári hverju. 18 starfsmenn Kögunar eru nú hjá Hughes Ground Systems Group í Fullerton í Kaliforníu og taka þar þátt í þróun hugbúnað- arins en tveir starfsmenn fyrir- tækisins eru hjá öðrum stórum hergagnaframleiðanda, Comput- er Science Corporation í Was- hington, sem hefur tekið að sér að hanna fjarskiptabúnað Is- lenska loftvarnarkerfisins fyrir Hughes. Launagreiðandinn er Bandaríkjaher Launagreiðandi Kögunar er Bandaríkjaher. Enn þar eð Kög- un starfar formlega sem undir- verktaki Ratsjárstofnunar má gera ráð fyrir að greiðslurnar komi í gegnum hana. Alla vega verður sá háttur hafður á eftir að hugbúnaðarkerfið verður komið í notkun Kögun hf. þarf ekki að kvarta undan slæmri rekstrarafkomu; tekjur félagsins hafa vaxið ár frá ári. Á nýliðnu ári voru tekjurnar 160 milljónir króna. Gunnlaugur hefur jafnframt lýst því yfir í viðtali við Morgunblaðið að innan tíu ára eigi tekjurnar að • 8. mars 1995 landsins. Þessi 37 hugbúnaðar- fyrirtæki áttu ekki að þurfa að taka á sig of mikla áhættu; Þróunarfélagið sá til þess. Almenningshlutafélag skyldi það verða Á þeim tíma sem Kögun hf. var að komast á koppinn lágu Islenskir aðalverktakar undir mikilli gagnrýni. Ymsir bygg- ingarverktakar gagnrýndu harðlega einokunarstöðu ís- lenskra aðalverktaka og þá valdastöðu sem fámennur hóp- ur stjórnenda hefði öðlast í ís- lensku þjóðfélagi vegna þess- arar einokunar. Hinn gamli hernámsand- stæðingur, Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra, tók að mörgu Ieyti undir þessa gagnrýni. I viðtali við Morg- unblaðið, 18. maí 1989, sagði hann: vera orðnar einn milljarður á ári. I upplýsingariti Talnakönn- unar kemur fram að Kögun er formlega viðurkennt sem varn- arverktaki hjá Bandaríkjaher og að það starfar eingöngu í her- gagnaiðnaði. Fyrirtækið ætti að eiga nokkra möguleika fyrir sér því að eftir kalda stríðið eru Bandaríkin orðin helsti vopnaútflytjandi heims. Vaxtabroddurinn í her- gagnaframleiðslu er líka talinn vera í þróun hugbúnaðar. Kögun hefur aðeins reynt að afla fleiri verkefna á sviði her- gagnaiðnaðar, m.a. rnun það hafa unnið sem undirverktaki Hughes að verkefni fyrir „ónefnt land í Asíu“. Og menn gera sér vonir um áframhaldandi sam- starf við Hughes. Þeir Kögunarmenn eru heldur engan veginn fráhverfir því að hasla sér völl á almennum markaði hér á landi. M.a. telur Gunnlaugur (Mbl. 29. ágúst 1991) að þeir geti farið inn á svið almennra fjarskipta eins og t.d. þau sem Póstur og sími hefur einokað til þessa Það er einmitt það sem íslensk hugbúnaðarfyrirtæki óttast, að einokun Kögunar á verkefnum fyrir Bandaríkjaher geri það að langöflugasta hugbúnaðarfyrir- tæki landsins er brátt legði undir sig allan markaðinn og næði til sín bestu starfsmönnunum. „íslenska rfkið úthlutar einu fyrirtæki einokunarrétt frá ári til árs, til þess að annast þessa verktakastarfsemi. Á liðnum áratugum hefur þetta fyrirtæki vaxið upp í að verða eitt hið öflugasta í landinu. Eignirþess, umfram og óviðkomandi hinni eiginlegu verktakastarfsemi, nema milljörðum." Síðan svaraði hann því hvernig þessir peningar væru fengnir: „Peningarnir eru fengnir fyrir áhættulausar framkvæmd- ir, samkvæmt einkaleyfi, út- hlutuðu af rfkisvaldinu, þ.e.a.s. pólitískum flokkum, í skjóli milliríkjasamnings milli tveggja sjálfstæðra ríkja. Með öðrum orðum, þetta er fjár- sjóður sem á rætur sínar að rekja til pólitískrar verndar og nánast úthlutunar á forréttind- um. Það gengur ekki.“ Og Jón Baldvin ætlaði sér greinilega að búa svo um hnút- ana að hinn nýi hernaðarverk- taki, Kögun hf., þróaðist ekki á sama veg og Aðalverktakar. Þróunarfélagið átti smám sam- an að draga sig út úr rekstrinum og hlutabréfin að seljast í á- föngum á Verðbréfaþingi ís- lands. „Þróunarfélagið tók að sér að ábyrgjast að lágmarks hlutafjár yrði aflað. Síðan er samningur ígildi milli Þróunarfélagsins og utanríkisráðuneytisins um hvernig beri að gera Kögun að almenningshlutafélagi í áföng- um, þó þannig að fyrirtækið á- byrgist að það verði hæft til að taka við þróun og viðhaldi Is- Ienska loftvarnakerfisins á ár- unum 1994-1995. Þegar því er náð er sú kvöð á í samningum að við seljum öll hlutabréf fyrirtækisins á al- mennum hlutabréfamarkaði. Jafnframt er okkur skylt að tryggja að mikil dreifing verði á sölu hlutabréfanna," sagði Gunnlaugur Sigmundsson í viðtali við Morgunblaðið 26. apríl 1990. Var Jón Baldvin plataður? Hafi það verið einlægur á- setningur Jóns Baldvins Hannibalssonar að Kögun yrði raunverulegt almenningshluta- félag (reyndar ákaflega óljóst hugtak) með mikla dreifingu hlutabréfa þá hefur það ætlun- arverk mistekist hrapallega. Jón Baldvin hefur verið platað- ur upp úr skónum. Einnig er ljóst að eignaraðild hinna 37 hugbúnaðaraðila var 7 tæplega annað en til að sýnast. Af alls 20 milljón króna hlutafé átti Þróunarfélagið rúmlega 71% eða 14,2 milljónir og Fé- lag ísl. iðnrekenda 3% eða 600 þúsund. Hver hinna 37 hug- búnaðaraðila átti 0,7% eða rúmlega 140 þúsund krónur; enginn þeirra gat haft nokkur áhrif. Það er reyndar athyglisvert að Þróunarfélagið sem upphaf- lega var stofnað í því skyni að leggja fé í áhætturekstur skuli hafa komið þarna inn með 71% hlutafjár í verkefni sem er nán- ast eins og að fá stóra vinning- inn í lottó. Hvað varð um hlut Þróunarfélagsins? Róttækar breytingar hafa nú orðið á eignarhaldi í Kögun hf. Þróunarfélag Islands á ekki lengur neitt í félaginu, hefur selt allan sinn hlut. Þar með er ekki sagt að Kögun sé orðið al- menningshlutafélag. í viðtali við Morgunblaðið 29. ágúst 1991 segir Gunnlaug- ur: „Kögun hf. er almennings- hlutafélag. Við stofnun átti Þróunarfélagið rúm 70% af 20 milljón króna stofnfé. Þá voru 35 íslensk hugbúnaðarfyrirtæki hluthafar í félaginu. Síðan hef- ur orðið mikil breyting á eign- araðildinni og í dag á Þróun- arfélagið um 58% hlutafjár. Það voru mjög skýr skilyrði af hálfu utamTkisráðherra þegar hann gaf okkur einkaleyfið á viðhaldi og þróun hugbúnaðar- ins að Þróunarfélagið mætti ekki halda þessu til eilífðar- nóns. Við höfum þannig orðið að selja hlutabréfin í áföng- um, en ábyrgjast jafnframt að við munum halda meirihluta- eign þar til Ijóst er að Kögun hf. geti tekið við þróun og viðhaldi á Islenska loftvarnakerfmu á árunum 1994-1995.“ (Leturbr. blaðsins). Samkvæmt þessu hefur Þró- unarfélagið á þessum tíma þegar selt 18% af hlutafjáreign sinni. Þetta er merkileg yfírlýs- ing sem gengur ekki upp ef hún er skoðuð í samhengi við aðrar mótsagnakenndar upplýsingar sem liggja fyrir um Kögun hf.. Ef marka má upplýsingarit Talnakönnunar árið 1994 (eins af hluthöfum Kögunar) þá varð hlutafé Kögunar aldrei meira en 10 milljónir króna! Ef þetta er rétt hjá Gunnlaugi með 58 prósentin þá hefur Þróunarfé- lagið átt 5,8 milljónir í Kögun árið 1991; 8,4 milljónir hefur Vestfjarðaaðstoð? Nei takkl „...sjaldan hefur opinberri aðstoð við dreifbýlið verið afstýrt af eins mikilli snilld“ Merkilegustu tíðindi síð- ustu vikuna, fyrir utan á- framhaldandi kennaraverk- fall, eru umhrotin í atvinnumálum Bolvíkinga. Meira að segja áform kenn- ara um að koma í vegfyrir alþingiskosningar hinn 8. apríl nk. með því að neita að fœra vinnu- og námsgögn nemenda af skólaborðunum eru lítilmótleg í samanburði. Auðvitað veltir maður því fyrir sér, hvers vegna í ó- sköpunum kennararnir reyna ekki að sjá til þess að nemend- ur gangi almennilega frá eftir sig að loknum skóladegi. Svo sannarlega er það verkfalls- brot að kjósa í skólastofum sem eru í óreiðu vegna slœms fordœmis lœrifeðranna. Ann- ars var hugmyndin bara skrambi góð, að kennarar kœmu í vegfyrir kosningar. Mikið er mi auðvelt að vera sammála þeim um að láta kosningar falla niður eitt kjör- tímabil eða svo. Sennilega er þessi ákvörðun grundvölluð á þeirri speki, að hvort eð er komi ekkertfrá þessum þing- mönnum. Nema að þeir hafi komist að því. að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar œtti bara að sitja áfram. Kannski þykir kennur- um vœnt um Davíð og eru sannfœrðir um það, að þegar megrun lýkur verði hann miklu viðráðanlegri og tilbúinn að hafa góð áhrifá Olaf G. og Friðrik. Ríkisstjórnin er t hinum mestu vandrœðum, því ekki eru nema rúmar 4 vikur til kosninga og allsendis óvíst að ríkisstjórnin, sem auðvitað leitar eftir endurkjöri til al- þingis, hafi nokkurn tíma eða hugsun á því að semja við kennarana. Þeir sáu hins veg- ar við öllu sinnuleysi íþessum efnum með því að setja ríkis- stjórninni og landsmönnum öllum stólinn fyrir dyrnar. Semja, vesgú, annars verða engar kosningar og þið missið aföllum skemmtiatriðunum í kosningasjónvarpinu. No no! Undan þvílíkum hótunum hljóta allir að glúpna og sennilega verður bœði samið við kennara og kosið. Við landsmenn og kjósendur miss- um ekki af kosningasjónvarp- inu. Einu óánœgjuraddirnar komafrá þeim nemendum, sem horfa á skólaárið eyðilagt og sœtta sig ekki við að byrja sumarfríið með prófum. Það er vandlifað. Allt er þetta nú smámál þeg- ar litið er til Bolungarvíkur. Þeir hafa nú lengi verið sér- stakir, blessaðir. Eftir gjald- þrot og basl undanfarinna ára eru þeir nú sannfœrðir um að það vitlausasta af öllu hljóti að vera aðfá peninga frá bœði Isfirðingum og ríkinu á einu bretti. Nei, enga Vestfjarðaað- stoð, því auðvitað gengur ekki að einhver Aðalbjörn Jóakims- son, sem getur rekið fyrirtœki í Hntfsdal og láitið Islandsbanka skjálfa, fari að koma með pen- inga úr Landsbankanum og 80 milljónirfrá ríkinu. Nei takk! Við þurfum enga aðstoð, frek- ar kaupum við þetta sjálfir svo stríðifyrrverandi bœjarfull- trúa um leifamar afEinari Guðfmnssyni hf. geti haldið á- fram án utanaðkomandi af- skipta. Auðvitað eru allirfegnir. Bolvíkingar sjálfir yfir því, að þurfa ekki að halda uppi út- gerð og flskvinnslu í höfninni innan við nýja brimbrjótinn. Hann var svo dýr að rétt er að spara hann. Aðrir ífiskvinnslu og útgerð á Vestfjörðum yfir því að nú er meira til skipt- anna fyrir aðra. Og ríkis- stjórnin vegna þess að þessi snjalli leikur bœjarfulltrúanna fyrrverandi er auðvitað helsti rökstuðningur þess að leggja niður byggðastefnu. Auk þess er þetta enn hlœgilegra en hótunin ógurlega frá kennur- unum. Getur verið að menn hafi ekki hugsað málið til botns? Sjálfstœði Bolvíkinga er mikið eins og allra vík- inga, en þeir upprunalegu dóu vegna skorts á aðlögun- arhœfni. Nú bíða allir eftir stóra- sannleik. Hvað býr að baki, hvaða spil hafa þeir uppi í erminni? Engir trúir þvt'að þeir Itafi leikið af sér. En sjaldan hefur opinberri að- stoð við dreifbýlið verið af- stýrt afeins mikilli snilld. Ekki nöldra þeir á suðvestur- horninu yfir því. Allir sjá nú að Bolvíkingum er fleira til lista lagt en aðflytja til sín loðnu með 40% afföllum. Verst að pramminn skyldi enda uppi ífjöru ogfram- haldið í óvissu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.