Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 06.12.1995, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Mannlífsþáttur úr Þingeyrarhreppi: --1 FBFTTABLAÐIÐ Til sölu eru eftirtaldar eignir úr þrotabúum Til sölu úr þrotabúi Odds hf., ísafirði: Fasteignin Skeiði 5, ísafirði, þar sem rekið hefur verið bíla- verkstæði og bílasala. Eignin skiptist í tvo stóra sali með tveimur stórum innkeyrsluhurðum, skrifstofu, snyrtiað- stöðu og geymslu. í risi er rúmgóð kaffistofa og geymsla. Ýmis tæki og áhöld á bílaverkstæði; rennibekkur (NODO), hjakksög (ARRACO), stillitölva með einingu fyrir dieselvélar (SUN-MEA 1500 SL), 2 bílalyftur, ljósastillingartæki og loft- pressa, auk ýmissa verkfæra og áhalda. Varahlutalager af ýmsu tagi í bifreiðir. Tæki og áhöld af skrifstofu; VICTOR tölva 286, tölvuskjár og STAR prentari, TATUM tölva (TCS 7900) og OKI prentari, skjáskoðari, BITRONIC símstöð (COMPACT 308), ritvél (FACIT T-120), telefax, KONICA ljósritunarvél auk smáá- halda á skrifstofu. Húsgögn af skrifstofu; skrifborð, 5 skrifstofustólar, tölvu- borð, borðstofuborð, hilluskápur. Til sölu úr þrotabúi GM-búðarinnar hf., Flateyri: Frystikista, frystiborð og kæliborð. Til sölu úr þrotabúi Þórslax hf., Tálknafirði: Um er að ræða tæki til súrefnisframleiðslu og loftpressa þeim tengd. Loftpressan er af gerðinni ATLAS COPCO á- samt 22 kw rafmagnsmótor. Einnig fylgir 500 1 jöfnunart- ankur. Til sölu úr þrotabúi Arnarkjörs hf., Tálknafirði: Áhöld og tæki úr verslun; afgreiðsluborð með færibandi (MERTENS), peningakassi (OMRON RS-3010), búðarvog (löggilt, AVERY-1770), tölvuvigt (SOEHNLE), 2 frystiborð (HUSQUARNA), innkaupavagnar (10 stk., Super-caddie), innkaupakörfur (10 stk.), plastfilmuvél (REYNOLDS) og lítil bindivél fyrir plastpoka. Innréttingar; sænskt hillukerfi (PELLE-SYSTEM), nánar til- tekið 32 tvíarma uppistöður, 5 einsarma uppistöður, 35 botnar, 207 hillur, 63 bakhliðar, 70 sökklar og 9 hliðarsökklar. Einnig hringgrindastandur með 16 körfum og hilla á hjól- um. Af skrifstofu; tölva (VICTOR 286), litaskjár, laserprentari (HP Jet - 2P), STAR prentari, modem (HAYES), back-up APC, telefax (INFOTEC 6112), símtæki, skrifborð og skrifstofu- stóll á hjólum. Annað; frystipressa, kælipressa og kælibúnt, frystikista (ATLAS) 350 1. Tilboð óskast send fyrir 15. desember nk. til undiritaðs skiptastjóra ofangreindra þrotabúa, sem veitir jafn- framt nánari upplýsingar um eignirnar. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. Háagerði 14, box 8434, 128 Reykjavík. Sími 588 6100. Fax 588 6105. Hskhugi handsamaður í Svalvogum Þegar Elís Kjaran Friðfinns- son ýtumaður var á ferð frá Þingeyri áleiðis að Hrafna- björgum í Lokinhamradal sl. laugardag, í heimsókn til Sig- ríðar Ragnarsdóttur bónda þar, fór hann um Svalvogatún. Tók hann þá eftir að fjárhópur nokkur var þar á beit við bæinn. Ein kindin var miklu minni en hinar og iðkaði þá list að ganga á eftir þeim stærri og leggja snoppuna upp að þeim aftan- verðum. Sá hann strax að hér mundi vera örgumleiði, sem er fornt orð um hrút í brundtíð. Þar sem Sigurjón Jónasson bóndi á Lokinhömrum átti féð lét Elís hann strax vita, því það getur verið alvarlegt mál ef hrútur gengur laus í fé um þetta leyti árs. En þar sem dagur var að kveldi kominn var ekkert hægt að aðhafast í bili. Arla næsta morgun hringir Sigurjón í öngum sínurn í Eiís og biður hann koma til móts við sig út í Svalvoga að handsama ribbalda þennan. Var hann þá búinn að kynna sér að Kristjana Vagnsdóttir, bóndi á Sveins- eyri, mundi eiga gripinn. Fór Elís við annan mann, Kristján bónda Gunnarsson í Miðbæ í Haukadal, og ætluðu þeir að aðstoða við handtökuna, enda báðir gamlir laganna verðir. En þar sem stórrigning hafði verið um nóttina var vegurinn um Eyrarhlíð í Keldudal lokaður vegna grjóthruns. Sigurjón bóndi mátti því einn annast að- gerðir. Segir hann svo sjálfur frá, að það hafi verið erfitt ein- um manni, en tókst þó með harðfylgi. Rak nú Sigurjón féð með- fram sjónum við klettana í Svalvogum. Brim var nokkurt á. Þar sem aðhald myndaðist við klettana beið hann eins og gömlu formennimir eftir heppilegu lagi, nema hvað Sig- urjón beið eftir ólagi. Þegar það brast á og féð hugðist forða sér undan sjónum, var hann í við- bragðsstöðu, geystist fram og greip hinn óvelkomna elskhuga traustum tökum. Fangelsaði hann örgumleiða þennan (sem er lambhrútur) í fjósinu í Sval- vogum og tilkynnti eigandan- um um löglegar aðgerðir sínar. Það mun svo væntanlega koma í ljós í apríl á næsta ári í fjárhúsunum hjá Sigurjóni á Lokinhömrum, hvort þetta æv- intýri lambhrútsins frá Sveins- eyri hefur haft einhverjar af- leiðingar í för með sér. Hcrflgrímur Sveinsson skrásetti. Safnaðarheimilið í Bolung- arvík vígt nk. sunnudag - mikið um að vera í kirkjulegu starfi í Hólssókn Bolungarvík á vetrardegi. Safnaðarheimilið nýja í Bol- ungarvík verður vígt nk. sunnudag, en það er til húsa á efstu hæðinni í Arborg við Að- alstræti, þar sem hinar nýju í- búðir aldraðra eru. Athöfnin hefst kl. 14 en þá verður kirkjuklukkum Hólskirkju hringt. Síðan verður borið inn ljós sem tekið verður af altar- iskertunum í Hólskirkju og sr. Agnes Sigurðardóttir sóknar- prestur heldur helgistund. Ein- hverjir af fyrrverandi sóknar- prestum í Hólssókn verða viðstaddir og Kirkjukór Bol- ungarvíkur syngur. Eftir at- höfnina verður boðið upp á veitingar og síðan gefst fólki kostur á að skoða húsnæðið og verður það til sýnis allt fram til kl. fimm. Fjölskyldumessa um morguninn og aðventu- samkoma þríggja kóra um kvöldið Mikið verður að gera í kirkjulegu starfi í Hólssókn á sunnudaginn. Þar verður fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 um morguninn, eins og reyndar alltaf annan hvern sunnudag. Síðan verður aðventusamkoma í kirkjunni kl. hálfníu um kvöldið, þar sem þrír kórar syngja saman, Kór Suðureyrar- kirkju, Kór Isafjarðarkirkju og Kirkjukór Bolungarvíkur. Þetta verður í þrítugasta skiptið sem aðventusamkoma er haldin í Hólskirkju. Þess má svo geta til viðbótar, að á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun Kirkjukórs Bolungarvíkur, „þannig að hér er mikið um að vera um þessar mundir“, eins og sr. Agnes Sigurðardóttir sagði í samtali við Vestfirska í gær.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.