Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Page 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Page 1
 PIZZA 67 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI fimmtudagur 4. janúar 1996 • 1. tbl, 22. árg. S 456 4011 • Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk íslandsflug: Fyrsta sjúkraflugið - fyrsta farbegaflugið frá ísafirði Um borð í TF VLA á ísafjarðarflugvelli í gærmorgun: Hálfdán Ingólfsson flugmaður og Úlfar Snæfjörð Ágústsson, umboðsmaður íslandsflugs. íslandsflug fór sitt fyrsta sjúkraflug á Vestfjörðum að- faranótt 2. janúar, eftir að fé- lagið tók við sjúkrafluginu urn áramótin af Flugfélaginu Erni hf. Flugmaður var Flálfdán Ingólfsson og fór hann til Pat- reksfjarðar og þaðan til Reykjavíkur. I gær fór Hálfdán síðan með fyrstu farþegana frá Isafirði og til Reykjavíkur með viðkomu á Bíldudal. „Þetta er sú leið sem við vonumst til að geta boðið Vestfirðingum í föstu áætlun- arflugi innan tfðar“, sagði Úlfar Ágústsson í Hamraborg, um- boðsmaður Islandsflugs á Isa- firði, við það tækifæri. Flugvélin sem íslandsflug notar í sjúkraflugið er af gerð- inni Cessna Chieftain með ein- kennisstafina TF VLA, níu sæta og tveggja hreyfla, alveg eins vél og Hörður Guðmunds- son var með hér. Fiugvélin er á Isafirði á nóttunni, reiðubúin til sjúkraflugs, en á daginn er ætlunin að fara til Reykjavíkur í birtingu með viðkomu t.d. á Bíldudal eða annars staðareftir þörfum og koma til baka sam- dægurs. Einnig er verið að at- huga grundvöllinn fyrir því að koma á ferðum frá Isafirði til Gjögurs og Hólmavíkur og þaðan til Reykjavíkur og síðan sömu leið aftur sama dag. Ef markaður virðist vera fyrir slíkt verður það reynt. Hálfdán Ingólfsson flugmað- ur verður ekki einn á vaktinni hjá íslandsflugi á ísafirði. í sjúkrafluginu verður einnig Jón Einarsson, flugmaður og kenn- ari við Grunnskóla Isafjarðar. Áramótin róleg á ísafirði - en skemmdaruerkamenn samir við sig, rusladallar sprengdir og hraðbankinn skemmdur „Við erum bara nokkuð kátir, það var að mestu rólegt yfir jól og áramót og ölvun ekki meiri en gengur og gerist um venjulega helgi“, sagði Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Isafirði í samtali við Vestfirska. „Það sem manni svíður hins vegar eru þessi sífelldu skemmdarverk sem verið er að vinna sér til gamans, að því er virðist." Tveir átján ára drengir á ísa- firði voru handteknir fyrir að sprengja rusladalla í tætlur að- faranótt gamlársdags og var a.m.k. annar þeirra ódrukkinn svo að ekki verður því kennt um. Einnig voru unnar verulegar skemmdir á hraðbanka íslands- banka við Hafnarstræti. Segja má að hraðbankinn sé orðinn önnur félagsmiðstöð unglinga á ísafirði og má á kvöldin sjá kannski tíu- fimmtán krakka híma þar inni á síðkvöldum sér til yndisauka, en öllu fleiri komast þar varla fyrir. Ásta Halldorsdottir kjörin íbróttamaður ísafjarðar 1995 Skíðakonan Ásta Halldórs- dóttir var kjörin Iþróttamaður Isafjarðar I995. Kjörið var kunngert í hófi sem haldið var í Félagsheimilinu í Hnífsdal í gærkvöldi. Þetta er í fjórða sinn sem Ásta hlýtur þessa viður- kenningu. Fulltrúi Skíðafélags ísafjarðar tók við staðfestingu á þessum heiðurstitli fyrir hönd Ástu, en hún er stödd erlendis. Ásta Halldórsdóttir - íþróttamaður ísafjarðar í fjórða sinn. Faktorshjónin á Þingeyri í þessu fyrsta tölublaði hins nýja árs getur að líta fyrstu „heimasíðu Þingeyrarhrepps", en þá nafngift hefur Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri valið föstum vettvangi sínum hér í blaðinu fyrir fréttir, frásagnir, viðtöl og myndir úr Þingeyrarhreppi. Á bls. 3 er m.a. sagt frá afmæli Verslunar Gunnars Sigurðssonar, en meðfylgjandi mynd var tekin á afmælisdaginn af faktorshjónunum á Þingeyri, Gunnari Sigurðssyni og Jóhönnu Jónsdóttur. Það var föðurbróðir Gunnars, Jón skraddari á ísafirði, sem benti fyrstur manna á það, að jafnlangt væri frá ísafirði til Þingeyrar og frá Þingeyri til ísafjarðar! HF* S 456 3092 Sala & þjónusta 0 Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLUNNHF Hjá okknr færð bú m.a. SIEMENS • PHILIPS SONY • PANASONIC • BOSCH • SANYO • TECHNICS • KOLSTER HUSQUARNA • LASER • HEWLETT PACKARD • APPLE %i vi wtti tímim til <zí tátiz frimta zeiiUwya oy <mm ÍSPRENT HF. Fjarðarstræti 16 • ísafirði S 456 3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.