Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma 456 3223 (Isprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, (safirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 3223. LEIÐARI Vor í lofti ð Islandi Bjartsýni einkenndi áramótaboðskap Da- víðs Oddssonar forsætisráðherra að þessu sinni. í Morgunblaðinu á gamlárdag sagði hann m.a.: „Stöðugleiki undanfarinna ára, friður á vin- numarkaði og markviss stjórn efnahagsmála hefur nú leitt til þess, að kaupmáttur fer jafnt og þétt vaxandi í landinu, þrátt fyrir að þors- kveiðar, mikilvægasta efnahagsuppspretta þjóðarinnar, séu enn í sögulegu lágmarki. Bendir margttil þess, að þorskstofninn vaxi nú örugglega og er mikilvægt að hann geti komið af auknum þunga inn í íslenskt efnahagslíf eftir að byggingarframkvæmdum vegna ál- vers, og annarra slíkra þátta, lýkur. Berum við gæfu til að halda svo á málum og tryggja áfram vinnufrið í landinu, þá mun kaupmáttur vaxa á íslandi, að minnsta kosti það sem eftir lifir aldarinnar. Munu íslendingar búa við besta kaupmátt sem þeir hafa nokkru sinni búið við, þegar að þeim tímamótum er komið. Kaupmáttur verður þá meiri en haldið var uppi með rangt skráðu gengi og erlendum lántö- kum 1986 til 1987.“ Ennfremur sagði forsætisráðherra: „Ef ekkí koma til sérstök áföll, bendir flest til þess, að bjartara sé framundan í efnahag- smálum íslensku þjóðarinnar en verið hefur um mjög langt skeið. Gróska er í atvinnulífi, þjóðartekjur fara vaxandi, viðskiptakjör eru hagfelld. Vextir á erlendu fjármagni verða okkur væntanlega hagstæðir á næstu misse- rum og öll önnur skilyrði fyrir útflutning okkar eru mjög ákjósanleg. Ég var sakaður um ótí- mabæra bjartsýni, þegar ég gat þess fyrir tveimur árum að farið væri að rofa til og vænta mætti verulegs efnahagsbata á árunum, sem í hönd færu. Sem betur fer hafa þær spár gengið eftir og reyndar nokkru betur en þá var gert ráð fyrir. Hitt er rétt að kannast við, að okkur íslendingum hættir til að ganga nokkuð glatt fram við batnandi hag. Við skulum því stíga varlega skrefin fram á við, og halda vel á því sem við höfum.“ Ástæða er til að gefa gaum að orðum for- sætisráðherra, sem hefur á liðnum árum verið öllum öðrum stjórnmálamönnum framsýnni og skyggnari á málefni íslensku þjóðarinnar. Segja má með nokkrum rétti, hvað sem al- manakinu líður, að nú sé vor í lofti á íslandi. Vonandi líður komandi sumar ekki alltof fljótt. Hlynur Þór Magnússon. Fimmtudagur 4. janúar 1995 VESTFIRSKA j FRÉTTABLAÐIÐ Hvað segja draumar einbúans um árið 1996 ? - Fyrir réttu ári sagði berdreyminn vest firskur einbúi frá ráðningu drauma hans um framtíðina. Þó ekki teldi hann nokkrum manni hollt að vita um framtíðina, þá gaf hann okkur svolitla innsýn í drauma sína, sem gengið hafi eftir í fjöl mörgum atriðum. Hann sagði fyrir um mikla veðurumhleypinga í ársbyrjun og lægða- keðju nánast eins og á færi- bandi. Hann sagði fyrir um mikinn snjó sem verða myndi yfir meðallagi og kosta bæjar- félög mikla fjármuni í snjó mokstri. Hann kom allnokkuð inn á pólitíska sviðið og sagði fyrir um framboð Péturs Bjarnasonar á Vestfjörðum í þingkosning- unum. Hann sagði líka fyrir um að Sighvatur Björgvinsson næði kosningu til Alþingis þrátt fyrir hrakspár, en að það yrði með naumind- um. Hann sagði fyrir um mikið tap Framsókn- arflokksins og kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Hann sagði að erlendis yrði sannað að selir hefðu afgerandi áhrif á viðgang fiskistofna en Kanadamenn lýstu því einmitt yfir nú fyrir ára mótin að þeir hygðust hefja sel- veiðar í stórum stíl af þessum sökum. Hann sagði fyrir um batnandi hag í málmiðnaði og hann sá torleystar vinnu- deilur framanaf ári og nægir þar að minnast ken naraverkf al Isi ns. Allt þetta og ýmislegt fleira rak okkur á Vestfirska frétta- blaðinu til að leita aftur í smiðju þessa einbúa, sem reyndar flutti sig að mestu al- farinn á mölina síðastliðið haust. Ekki reyndist eins erfitt að fá hann til að segja okkur frá draumum sínum í þetta skiptið, enda höfðum við dyggilega haldið trúnað um að segja ekki til hans. Bað hann okkur þó eins og fyrr að inna sig ekki mjög eftir því sem illa kynni að fara, ekki síst vegna þess að síðast- liðið ár hafi verið erfitt. Við skulum gefa okkar draumspaka manni orðið. Árið 1996 mun byrja ekki ósvipað árinu áður, með tals- verðum umhleypingum. Frost á auða jörð um áramót munu gera fjallshlíðar víðsjárverðar þegar snjóa tekur, þó ekki verði saman að jafna við síðasta ár. Mikill iéttir verður á vegagerð- armönnum á norðanverðum Vestfjörðum með tilkomu jarðganga, sem annars hefði kostað mikla baráttu við erfið- an snjó á Breiðadals- og Botnsheiði. Línumenn Orku- bús Vestfjarða munu þó ekki fá að sitja með hendur í skauti sér þennan vetur frekar en svo oft áður. Áframhald verður á sam- runa eða mjög náinni samvinnu fyrirtækja um atvinnutæki og enn er mikið mannvirki í skipaviðgerðum í deiglunni á ísafirði. Þrátt fyrir mikla þenslu í málmiðnaði á suðvestur- horninu á nýju ári, þá munu vestfirskir iðnaðarmenn þurfa að beita mikilli kænsku til að lokka til sín verkefni. Þar mun vestfirskt hugvit geta hjálpað upp á sakirnar og ég sé ein- hvern búnað sem leysa mun stórt vandamál með endurnýt- ingu á veiðarfærum togara. Frá Suðureyri koma raddir um líffræði hafsins sem munu njóta vaxandi virðingar hjá vísindamönnum og ef mér skjáltast ekki mun þetta síðar leiða til straumhvarfa í stefnu íslenskra stjómvaida í fisk- veiðimálum. Ekki vil ég koma með neinar hrakspár um framtíð vestfirskra byggða, en ekki sé ég annað en þau mál verði mjög í brenni- depli á árinu. Ef mér skjátlast ekki, þá mun mál er varðar pólitíska stjórn stærsta sveitar- félagsins ráða miklu um hvern- ig til tekst. í sveitarstjórnarmálum verð- ur talsvert um að vera á árinu. Hatrammar deilur verða um grundvallarmál í Reykhóla- hreppi og munu leiða til flokkadrátta. Það mun valda seinkun á að hægt verði að koma böndum á ýmis óleyst vandamál sem þó mun að mestu takast þegar líður á árið. Vesturbyggð mun loks taka að rétta sinn hag svo eftir verður tekið á árinu og mun góð þorskveiði lítilla báta valda mjög aukinni bjartsýni. Vax- andi kröfur munu koma fram um bættar samgöngur á milli sunnan- og norðanverðra Vest- fjarða en mæta dræmum undir- tektum ráðamanna sem þegar eru farnir að líta á Vestfirði sem deyjandi landshluta og ekki við bjargandi. Þessi afstaða fjöl- margra ráðamanna mun gera þingmönnum Vestfirðingum erfitt fyrir og gera þeim nauð- synlegt að berjast af mikilli hörku í þinginu. Munu þeir loks uppskera öflugan stuðning nokkurra þingmanna úr fjar- lægu kjördæmi. Strandamenn munu nokkuð verða í sviðsljósinu á árinu, sér í lagi fyrir nýtingu rekaviðar og mjög vaxandi ferðaiðnað. Kosningar til nýrrar sveitar- stjórnar í Isafjarðarbyggð mun þýða uppstokkun innan hinna mörgu pólitísku hreyfinga á svæðinu. Mikill ótti gömlu flokkanna við framboð Vest- fjarðalista Péturs Bjamasonar mun ekki reynast ástæðulaus. Mun framboð Péturs valda mikilli breytingu á pólitísku landslagi í hinu nýja sveitar- félagi. Togstreita innan raða sjálfstæðismanna á Isafirði mun leiða til þessa að Flateyr- ingar verði leiðandi í flokks- starfinu í kosningunum. Munu Önfirðingamir reyndar verða með tvo afgeranda áhrifamenn, karl og konu, í nánast nýjum sveitarstjórnarflokki sjálfstæð- ismanna með dyggum stuðn- ingi hluta flokksmanna í Skut- ulsfirði. Ef mér skjátlast ekki þá mun kona annað hvort verða forseti bæjarsjómar eða jafnvel bæjarstjóri í fyrstu bæjarstjórn nýja sveitarfélagsins. Vaxandi áhuga mun gæta í Bolungarvík á nánu samstarfi eða jafnvel sameiningu við nýja sveitarfélagið, en Súðvfk- ingar munu bíða átekta fyrst um sinn. Einhver atriði er varða atvinnumál eða þjónustu sýnist mér að munu þó verða til þess að ýta duglega við frekari um- ræðu um sameiningarmál í Súðavík. Góður hlutur sveitar- stjómarmanna úr minni pláss- um í nýrri sveitarstjórn mun efla tiltrú fólks í Bolungarvík og Súðavík á sameiningu. Sameiningin mun ekki ganga með öllu áfallalaust og sýnist mér einhver togstreita koma upp er varðar skip eða hafnir á svæðinu. Þá mun þurfa mjög að ganga á eftir því að ríkisvaldið standi við það sem lofað hefur verið og kostar það nokkrar suðurferðir og hótel- dvalir nýrra sveitarstjórnar- manna að berja þau mál í gegn. Vestfirðingar munu enn þurfa að berjast hatrammlega fyrir tilveru sinni, ekki síst í þeirri viðleitni að spyma við fólksflótta. Sýnist mér þetta ár og fram á mitt næsta ár ráða í raun úrslitum hvernig til tekst. Þar sé ég tvö stórmál sem valdið geta straumhvörfum, annað veltur á afstöðu heima- manna, en hitt á ríkisstjórn Is- lands. Að iokum óska ég Vestfirð- ingum velfarnaðar og bið þá mest að forðast sundurþykkju og þunglyndisóra. Takist það, þá mun vel fara. Hljómborg Hrannargötu 2 ísafirði E 456 3072 NÝiAR MYNDIR GAMLAR MYNDIR GRÍNMYNDIR HASARMYNDIR RðMANTÍSKAR MYNDIR RARNAMYNDIR TOPP MYNDIR GRÍÐARLEG ÚRVAL __________J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.