Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |^^^^^^^^^^^^^^immtudagui^4Janúar^l995 3 „Nú falla öll vötn til Dýrafjarðaru Fróðir menn telja, að Þingeyri við Dýrafjörð komi fyrst við sögur á fornum bókum, í Gísla sögu Súrssonar, en hún gerist á síðari hluta 10. aldar. Þannig var, að Vésteinn, bróðir Auðar, konu Gísla Súrssonar, kom utan og var hans von í Haukadal til veturnáttablóts. En vegna atburða sem orðið höfðu, vildi Gísli ekki að Vésteinn kæmi þar að sinni. Sendi hann húskarla sína, Hallvarð og Hávarð, að fara á móti Vé- steini í Önundarfjörð og bera honum þau skilaboð að hann komi eigi til boðsins í Haukadal. Selur hann þeim í hendur hnýtiskauta og var þar í peningur hálfur til jar- teigna ef hann tryði eigi sögu þeira. Svo segir í Gísla sögu: „Síðan fara þeir og hafa skip úr Haukadal og róa til Lækjaróss og ganga þar á land og til bónda þess er þar bjó á Bessastöðum. Hann hét og Bessi. Þeir bera honum orð Gísla að hann léði þeim hesta tvo, er hann átti og hétu Bandvettir, er skjótastir voru í Fjörðum. Hann ljær þeim hestana og ríða þeir uns þeir koma á Mosvöllu og þaðan inn undir Hest. Nú ríður Vésteinn heiman og ber svo til að þá ríður hann undir melinn hjá Mosvöllum er þeir bræður ríða hið elra og farast þeir hjá á mis. Þorvarður hét maður er bjó í Holti. Húskarlar hans deildu um verk og hjuggust með ljám og varð hvortveggi sár. Kentur Vésteinn til og sættir þá og gerir svo að hvorumtveggjum hugnast vel, ríður nú út til Dýrafjarðar og Austmenn, þrír samt. En þeir koma undir Hest Hallvarður og Hávarður og fregna nú hið sanna um ferð Vésteins, riðu nú aftur sem þeir mega. Og er þeir koma til Mosvalla þá sáu þeir mannareið í miðjum dal og var þá leiti í millum þeirra, ríða nú í Bjarnardal og koma til Arnkelsbrekku. Þar springa báðir hestarnir. Þeir renna þá af hestunum og kalla. Heyra þeir Vésteinn nú og voru þá komnir á Gemlufallsheiði og bíða nú og hittast þeir og bera upp erindi sín, bera nú fram peninginn þann er Gísli sendi honum. Hann tekur nú annan pening úr fégyrðli sínum og roðnar mjög á að sjá. „Satt eitt segið þið, segir hann, „og mundi ég aftur hafa horfið ef þið hefðuð hitt mig fyrr. En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og mun eg þangað ríða enda er eg þess fús. Austmenn skulu hverfa aftur. En þið stígið á skip, segir Vésteinn,“og segið Gísla og systur minni þangaðkomu mína.“ Þeir fara heim og segja Gísla. Hann svarar: „Svo verður nú að vera.“ Vésteinn fer til Gemlufalls til Lútu frændkonu sinnar og lætur hún flytja hann yfir fjörðinn og mælti við hann:"Vésteinn,“ sagði hún, „vertu var um þig. Þurfa muntu þess.“ Hann er fluttur til Þingeyrar. Þar bjó þá maður er Þorvaldur gneisti hét. Vésteinn gengur þar til húss og lét Þorvaldur honum heimilan hest sinn. Ríður hann nú við hrynjandi og hefir sitt söðulreiði. Hann fylgir honum til Sandaóss og bauð að fylgja honum allt til Gísla. Hann kvað eigi þess þurfa. „Margt hefir skipast í Haukadal, sagði hann, „og vertu var um þig.“ Hér lýkur tilvitnun í Gísla sögu Súrssonar og eru les- endur hvattir til að fletta sjálfir upp í þeirri örlagaríku sögu. Og meðal annarra orða: Hvernig væri að einhver læsi upphátt fyrir heimilisfólkið? alaus bylur þegar slunin var opnuð Nú þegar straumhvörf hafa orðið í sam- göngumálum á landi frá Þingeyri til Isafjarðar, óttast margir að versiun muni nánast leggjast af á Þingeyri. En Gunnar Sigurðsson, sem áður og fyrr gekk undir nafninu „meistari“ vegna starfa sinna sem byggingarmeistari en er að sjálfsögðu kaliaður „faktor“ í dag, segist ekki óttast það. Hann segist hafa trú á sínu fólki og þó margir flykkist þessa dagana til Isafjarðar í verslunar- erindum, muni það lagast þegar nýjabrumið fari af. Og hann biður ísfirðinga og aðra að minnast þess, að það var föðurbróðir hans, Jón skraddari á ísafirði, sem upphaflega kom með þá kenn- ingu, að það væri jafn langt frá ísafirði til Þing- eyrarog frá Þingeyri til Isafjarðar! í dag eru tvær verslanir reknar á Þingeyri, Verslun Gunnars Sigurðssonar og versiun Kaupféiags Dýrfirðinga, en eldri Þingeyringar minnast allt að sex verslana sem voru starfræktar hér á sínum tíma. Verslun Gunnars Sigurðssonar á Þingeyri átti 20 ára afmæli 6. desember sl. Að sögn Gunnars Sigurðssonar kaupmanns var svarta- bylur og sá ekki út úr augum, daginn sem verslunin var opnuð árið 1975. Fyrsti við- skiptavinurinn var Bjarni Georg Einarsson, einn af hinum gömiu, góðu Þingeyringum, þá- verandi útgerðarstjóri. Gunnar og eiginkona hans, Jóhanna Jóns- dóttir. héldu upp á afmælið laugardaginn 9. desember með myndarlegum kaffiveitingum í verslun sinni, þar sem öllum íbúum á svæðinu var boðið til veislu og voru þá meðfylgjandi myndir teknar (á forsíðunni og hér til vinstri).. í upphafi versluðu þau hjón með alls konar sérvöru, svo sem vandaðan íslenskan Gefjun- arfatnað og rafljós ýmiskonar, sem í dag lýsa mörgum heimilum á svæðinu. A síðari árum hefur þetta þróast meira í matvöru. Verslun Gunnars Sigurðssonar hefur alla tíð verið þekkt fyrir snyrtimennsku og þrifnað. Jóhanna Jónsdóttir tekur brosandi á móti Knúti Bjarnasyni, bónda aö Kirkjubóli, fyrrum stjórnarmanni í Kaupfélagi Dýrfirðinga. Gunnar faktor stendur álengdar. Bókasafn Þingevrarhrepps: Guðrún frá Lundi lifir enn! Bókaverðirnir Guðmundur Friðgeir Magnússon (til vinstri) og Skarphéðinn Njálsson bera saman bækur sínar. Bókasafn Þingeyrarhrepps er til húsa í ráðhúsinu á Þing- eyri. Þar ráða ríkjum bóka- verðirnir Guðmundur Frið- geir Magnússon og Skarp- héðinn Njálsson. Þeir sitja einnig í stjóm safnsins, ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur, hús- frevju á Dýrhól. I dag er bókaeign safnsins 12.418 titlar sem eru til út- lána. Auk þess hýsir það um 2.200 bækur úr safni Sighvats Grímssonar Borgfirðings, fræðimannsins góðkunna frá Höfða í Dýrafirði, en þess skal getið að hann var afi Skarphéðins Njálssonar. Þær bækur eru ekki til útlána. Handritasafn Sighvats er geymt í Þjóðarbókhlöðunni. Núna rétt fyrir áramótin var búið að lána út rúmlega 2.700 titla á árinu 1995 en það jafngildir því að hver íbúi Þingeyrarhrepps hafi fengið lánaðar rúmlega 5 bæk- ur á árinu. Þess skal getið að um borð í frystitogaranum Sléttanesi eru að jafnaði 30 til 40 bækur, en skipverjar eru 25 talsins. Ekki vilja þeir Guðmundur Friðgeir og Skarphéðinn benda á neinn sérstakan höfund sem sé í uppáhaldi hjá notendum safnsins, öðrum fremur. Þó nefna þeir aðspurðir, að Guð- rún frá Lundi sé ennþá talsvert iesin og Halldór Laxness standi alltaf fyrir sínu. En bókaeignin er mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Tekjumar árið 1994 voru 530 þúsund krónur að sögn þeirra félaga og var þeirri upphæð að mestu varið til bókakaupa. Þess skal einnig getið, að þeir Guðmundur Friðgeir og Skarphéðinn gefa andvirði vinnu sinnar sem bókaverðir og er því fé einnig varið til kaupa á nýjum bók- um. Afgreiðslutími er tvisvar í viku, sunnudaga frá kl. 13 til 14 og fimmtudaga frá kl. 20 til 21. Argjaldið hefur verið 500 krónur frá árinu 1990 og geta menn fengið lánaðar eins margar bækur og þeir geta borið í hvert sinn! »Heimasíða« Þingeyrarhrepps Umsjón: Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri I ÞESSU FYRSTA TÖLUBLAÐI HINS NYJA ARS BIRTIST FYRSTA „HeIMASÍÐA Þingeyrarhrepps“, en þá nafngift hefur Hallgrímur Sveinsson á Hrafnseyri kosið föstum vettvangi sínum hér í blaðinu fyrir FRÉTTIR, FRÁSAGNIR, VIÐTÖL OG MYNDIR LIR ÞlNGEYRARHREPPI.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.