Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 04.01.1996, Blaðsíða 8
I FRÉTTABLAÐIÐ ] RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 Styrmir ÍS rakst á ísjaka - Gat kom á stefnið en skllrúm aftanuið stetnlshylkl varnaði bví að verr færl Vélbáturinn Styrmir ÍS 207 í höfn á Flateyri. Myndin er tekin á annan dag jóla. Véibáturinn Styrmir ÍS 207 laskaðist talsvert á stefni eftir árekstur við ísjaka á miðunum 50 mílur vestur af Látrabjargi að kvöldi 28. desember. Styrmir sem er um 200 tonna stálskip var keyptur til Flat- eyrar síðastliðið haust og hefurverið á línuveiðum síðan. Voru skipverjar einmitt að vinna við línuna er óhappið varð og voru að sigla á milli bauja. Höggið var mikið og rifnaði stórt gat á stafnhylkið, en skilrúm við vistarverur skipverja hélt þó að mestu og kom þaðtrúlega í veg fyrir að verr færi. Komst skipið af eigin rammleik til Flateyrar þar sem skemmdir voru skoðaðar af fulltrúa Siglingamálastofnunar. Var síðan ákveðið að sigla skipinu til Reykjavíkur í slipp. Mikil og góð veiði hefur verið á línu á Vestfjarðamiðum að undanförnu og jafnvel talað um fisk á hverjum öngli. Það er því bagalegt fyrir útgerð Styrmis að missa úr þó ekki verði nema vika eða svo vegna óhappsins, því nú er í gangi svo- kölluð línutvöföldun. - hk. Gilsfjarðarvegur loksins boðinn út: Verkinu skal lokið sumarið 1999 Teikning af fyrirhuguöu vegarstæöi yfir Gilsfjörð. Næst er Króksfjarðarnes, en þaðan mun vegurinn liggja í stórum sveig yfir á Kaldrana við sunnanverðan fjörðinn. (Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar). Gerð Vestfjarðavegar yfir Gilsfjörð, frá Kaldrana í Dala- sýslu yfir í Króksfjarðarnes í Austur-Barðastrandarsýslu, hefur verið boðin út og á henni að vera að fuilu lokið 15. ágúst 1999 eða eftir þrjú og hálft ár. Vegagerðin auglýsti útboðið núna milli jóla og nýárs. Að stofni til er núverandi vegur um Gilsfjörð orðinn nokkuð gamall og uppfyllir ekki lengur kröfur sem gerðar eru til stofnbrauta varðandi burðarþol og fleira. Hann ligg- ur um svæði þar sem snjór og snjóflóð hafa valdið erfiðleik- um á vetrum, þar falla oft aur- skriður og grjóthrun er á sum- um hlutum leiðarinnar. Einnig er veðrasamt í firðinum. Þar sem vegurinn um Gilsfjörð er eini kaflinn á stóru svæði sem svo háttar um, er hann torfæra í vegakerfinu mikinn hluta árs. Uppbygging Vestfjarðavegar er langt komin báðum megin Gilsfjarðar og því eðlilegt að kornið sé að endurbótum þar. Miðað við núverandi veg styttist vegalengdin um Gils- fjörð um 17 km við tilkomu nýja vegarins. Lengd vegarins sem nú er boðinn út er 9,2 km en lengd aðkomuvega 1,0 km. Byggð verður vegfylling yfir fjörðinn og honum þannig lok- að að mestu, en 65 m löng brú verður byggð á klöppunum norðanvert í firðinum. Ferjubryggjur vlð Djúp: Hafnamálastofnun áætlar að bióða út bryggjusmíði á Arngerðareyri seinni partinn í janúar - hatnamálasqórl relknar með að kostnaðurinn við bryggjuna verðl um 30 milljónir króna miðað við einfaldari mannvirki en upphaflega var áætlað, auk 20 milljóna vegna bryggu á fsatirði Þessa dagana er unnið að undirbúningi við útboðsgögn vegna ferjubryggju við Arn- gerðareyri í ísafjarðardjúpi. Hermann Guðjónsson hafna- málastjóri sagði í samtali við Vf í gær að síðustu daga fyrir jól hafi þeim verið falið að setja aftur í gang vinnu svo bjóða mætti út verkið við uppsetn- ingu ferjubryggju á Arngerðar- eyri nú seinni partinn í janúar. Sagði Hermann að þeirra áætlun miðaðist við að bryggj- an yrði tilbún til notkunar fyrir aðal ferðamannatímann, eða um 15. júní. Sagði Hermann að þeir hafi þó enn ekki fengið skriflega beiðni frá samgönguráðuneyt- inu varðandi þetta mál, því þar á bæ vildu menn að aðrir endar varðandi rekstrarstyrki væru hnýttir áður en málið yrði end- anlega afgreitt. Hvorki náðist í samgöngu- ráðherra né ráðuneytisstjóra vegna þessa máls þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaðsins. Búið var að hanna hafnar- mannvirki á Arngerðareyri árið 1994, en áætlanir nú miðast við einfaldari mannvirkjagerð en þar var fyrirhugað. Eigi að síður reiknar Hermann með að áætlaður kostnaður vegna bryggjunnar á Arngerðareyri verði vart undir 30 milljónum króna. Þá er eftir bryggja sem fyrirhugað er að koma upp í Sundahöfninni á ísafirði sem áætlað er að kosti um 20 milljónir króna. A hafnamefndarfundi á Isa- firði seinnihluta síðasta árs var ákveðið að beina því til við- komandi aðila að hefja undir- búning vegna framkvæmda hið fyrsta og að 10% hlutur ísa- fjarðarhafnar vegna bryggju í Sundahöfn yrði settur á fjár- hagsáætlun fyrir árið 1996. - hk

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.