Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1
ÞRIU - Undirbuningur að hefiast fyrir sveitarsiiórnarkosninaar í sveitarfélaginu nýja á norðanverðum Vestfjörðum. sem haldnar verða á iokadaginn, 11. maí í vor Aðeins fjórir mánuðir eru þangað til kosin verður sveitarstjórn í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum, en kjördagur verður laugar- dagurinn 11. maí, sjálfur lokadagurinn. Undirbúning- ur framboða er að hefjast og eins og sakir standa virðist ekki ósennilegt að um þrjú framboð verði að ræða, þ.e framboð sjálfstæðismanna, sameiginlegt framboð félags- hyggjumanna (vinstri manna) og framboð Vest- fjarðalistans, samtaka Péturs Bjarnasonar. Víst má telja að hin nýja sveitarstjórn verði skipuð 11 manns, en það hef- ur þó ekki enn verið ákveðið formlega. Ekki eru horfur á því að neinn flokkur verði með prófkjör fyrir þessar fyrstu kosningar í hinu nýja sveit- arfélagi, enda niyndi slíkt vera í fullkominni mótsögn við þann anda í sameining- arvinnunni, að gætt skuli jafnræðis milli gömlu sveit- arfélaganna eins og kostur er. Uppstillingu hraðað Itiá Sjálf- stæðisflokki Á fundum í fulltrúaráðum sjálfstæðisfélaganna á svæðinu hefur verið ákveðið að stilla upp lista en viðhafa ekki próf- kjör. Kosin hefur verið sex manna uppstillingarnefnd og eiga sæti í henni af hálfu full- trúaráðsins á Isafirði þau Björn Jóhannesson, formaður, Jens Kristmannsson og Kristín Hálfdánardóttir, en af hálfu fulltrúaráðsins í Vestur- Isafjarðarsýslu þeir Angantýr Jónasson á Þingeyri, Hinrik Kristjánsson á Flateyri og Óð- inn Gestsson á Suðureyri. Nefndin er búin að koma einu sinni saman „og menn eru rétt byrjaðir að viðra skoðanir sínar og hugmyndir“, eins og einn nefndarmanna komst að orði. Reynt verður að hraða verkinu eins og hægt er og hafa listann tilbúinn sem allra fyrst. Alþýðuflokkur býður upp á vlð- ræður um sam- eiainieat vinstra framboð Alþýðuflokksfélögin í norð- anverðum Vestfjörðum héldu fjölmennan fund á Isafirði sl. sunnudag, þar sem fram kom eindreginn vilji til þess að efna til sameiginlegs framboðs fé- lagshyggjufólks á svæðinu. Kosin var sjö manna undirbún- ingsnefnd til þess að vinna að málinu og skipa hana Björn Hafberg á Flateyri, Andrés Guðmundsson á Þingeyri, Jón Arnar Gestsson og Sturla Páll Sturluson á Suðureyri og Gróa Stefánsdóttir, Guðjón Brjáns- son og Snorri Hermannsson á ísafirði. í dag (miðvikudag) PIZZA 67 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI Fimmtudagur 10. janúar 1996 • 2. tbl. 22. árg. S 456 4011 «Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Skutulsfjörður við Djúp. verða samkvæmt heimildum blaðsins send út bréf til annarra flokka og framboða á vinstri vængnum, þar sem óskað verður eftir viðræðum um sameiginlegt framboð. Blendnar tilfinn- ingar hjá Fram- sókn Á meðal þeirra sem fá bréfið verða framsóknarmenn, en fé- lög þeirra á svæðinu hafa sam- þykkt að ekki verði efnt til prófkjörs heldur skuli stillt upp lista. Samkvæmt heimildum blaðsins eru blendnar tilfinn- ingar hjá framsóknarmönnum til væntanlegs tilboðs krata um sameiginlegt framboð en þó mun eflaust verða gengið til viðræðna um þau mál. Horfur á fram- boði Vestfjarða- lista Péturs Bjarnasonar Einnig mun Vestfjarðalist- inn, framboð Péturs Bjarna- sonar frá síðustu Alþingis- kosningum, fá bónorðsbréfið frá krötum, en samkvæmt heimildum blaðsins eru litlar líkur til þess að menn á þeim bæ gangi til samvinnu um vinstra framboð. Mikill áhugi er meðal ýmissa stuðnings- manna Vestfjarðalistans fyrir sjálfstæðu framboði og má einnig vísa til ummæla f Dynj- anda, blaði listans sem út kom fyrir jólin, þar sem sterklega er gefíð í skyn að félagsskapur þessi hafi ekki látið staðar numið í pólitísku starfi. Nýársfagnaður Kiwanismanna á Hlíf Allt vaðandi í Horski á Vestfjarðamiðum Það er allt vaðandi í þorski á miðunum út af Vestfjörð- um og nú er svo komið að ekki einu sinni fiskifræðing- ar Hafró geta neitað því. Togararnir hafa árum sam- an verið á flótta undan þorskinum og sjómenn hafa greint frá mjög vaxandi þorskgegnd, venjulega fyrir daufum eyrum. Nú er rannsóknaskipið Bjami Sæmundsson á Vest- tjarðamiðum og hefur ekki komist hjá því að finna mikinn og góðan þorsk, enda er þar um borð að þessu sinni sjálfur Guðjón A. Kristjánsson (Addi Kitta Guj), hinn þrautreyndi vestfirski togarajaxl og forseti FFSÍ. Einar K. Guðfinnsson al- þingismaður Vestfirðinga ætlar að ræða um aukningu afla- heimilda við sjávarútvegsráð- herra og aðra sem að málinu koma, í framhaldi af þeim upp- i lýsingum sem fengist hafa að I undanförnu um aukna þorsk- gengd. Tímamót í vatnsmálum ísfirðinga Merkileg tímamót urðu í neysluvatnsmálum ísfirðinga eftir hádegið í dag, miðvikudag, þegar skrúfað var end- anlega fyrir „skítavatnið“ (yfirborðsvatnið) af Dagverð- ardal en hreina og góða vatninu úr jarðgöngunum hleypt inn á kerfið í staðinn. ísfirðingar bjuggu um langan aldur við allsendis óneysluhæft vatn en nú hafa á stuttum tíma orðið straumhvötf í því efni. Kiwanisklúbburinn Básar á ísafirði hélt nýársfagnað fyrir eldri borgara sl. sunnudag. Fagnaðurinn var haldinn á Hlíf og komu þar um hundrað manns sem þágu kaffi og ýmislegt góðgæti með. Þá var sungið, lesin Ijóð og saga og leikið á fiðlur. Veislan hófst kl. 15 og lauk samkvæminu með dansi um þremur tímum síðar. í mars á þessu ári mun Kiwanisklúbburinn Básar halda upp á tuttugu ára afmæli sitt. PÓLLINN HF. S 456 3092 Sala & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki © PÓLLINN HF Hjá okkur færð bð m.a. SIEMENS • PHILIPS SONY • PANASONIC • BOSCH • SANYO • TECHNICS • KOLSTER HUSQUARNA • LASER • HEWLETT PACKARD • APPLE %l et nitti tmim til <zí Idiz frimta neifauwpz oy mm eifiuétiÍ ~ mmÍmcí! ÍSPRENT HF. Fjarðarstræti 16 • ísafirði ST 456 3223

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.