Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 I FRÉTTABLAÐIÐ I Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, Isafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma 456 3223 (ísprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, (safirði, heimasími 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, (safirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Fjarðarstræti 16, Isafirði, sími 456 3223. LEIÐARI Tekur Orn Clausen tugOrautarkappi fram hlaupaskóna á nýP „Fóstra mín var sannkristin kona. Hún trúði á Jesúm Krist og Pétur Ottesen alþingismann", sagði Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona í sjón- varpsviðtali þegar hún rifjaði upp æskuárin á Akranesi. Um helgina sýndi Sjónvarpið þátt um æviferil þessarar sérstæðu og miklu listakonu, sem er fjarri því að vera metin að verðleikum í sínu heimalandi. Hallbjörg er nú hnigin að aldri en á að baki óvenjulegan og stórmerkan söngferil erlendís, sem segja má að hafi staðið frá fjórða áratugnum og fram á sjöunda áratuginn. Það er hið besta mál að Sjónvarpið skuli vekja athygli á Hallbjörgu og ferli hennar. Aftur á móti orkar það nokkuð tvímælis , að ekkí sé meira sagt, að láta gamalmenní á grafarbakkanum hefja upp söngrödd sína fyrir alþjóð í minningu fornrar frægðar. Ætli nokkrum dytti f hug núna að láta Örn Clausen fara að stökkva hástökk eða hlaupa 1500 metra til þess að sýna þjóðinni færni hans í tug- þraut fyrir fjörutfu og fimm árum? Það gleymist ekki, þegar útvarpsmenn ginntu Maríu heitna Markan á elliárum til þess að syngja í útvarpið brostinni röddu. Það var hörmung, hryggðarmynd, afskræming, sem seint verður fyrirgefin. Hlynur Þór Magnússon. SIMINNER 5688888 í ItöAvfam' fc/ÍHst'Sems/xý veuUáA/. ACVCID Bílaleiga Vfe | fePI ^ Car rental PÚ tekur vic BlLNUM A elugvelunum peqar pú kemur og SKILUR HANN EFTIR A SAMA STAÐ PEGAR PÚ FERÐ Taflfélag ísafjarðar Aðalfundur Aðalfundur Taflfélags ísafjarðar^verður haldinn sunnudaginn 14. janúar í íþrótta- vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20.00. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Nokkrir félagsmenn. Formaður óskast Skákmenn og skákáhugamenn á ísafirði óska eftir formannsefni í Taflfélagi ísafjarðar, en aðal- fundur þess verður haldinn nk. sunnudagskvöld. Formaður má vera afar slæmur skákmaður en hann þarf aftur á móti að vera áhugasamur og geta drifið félagsstarfið áfram og haldið vel utan um það. Áhugasamir hafi samband við Vestfirska fréttablaðið eða Smára Haraldsson. Fimmtudagur 10. janúar 1995 -- \ FWFTTABLAÐIÐ Löggulíf - K og X í Bolungarvík skrifa í Vestfirska fréttablaðinu þann 4. janúar sl. birtast skrif uppgjafa lögreglumanns úr Reykjavík undir yfirskriftinni „Vont en það venst“ og fjalla um sýslumannsembættið í Bol- ungarvík. Maður þessi, Einar G. Guð- jónsson, ku hafa ráðist til af- leysinga við „alvöru löggæslu“ í lögregluliði ísafjarðar og ritar hann greinarkornið á gamlárs- dag. Ekki kemur fram klukkan hvað, þótt leiða megi að því getum að annað hvort hafi verið svona hryllilega rólegt á vakt- inni eða maðurinn kominn í urrandi áramótastuð. Ekki skal hnjóðað í lög- regluliðið á ísafirði í þessum skrifum hér, en ýmislegt í grein „alvöru“ lögreglumannsins ber með sér að hann kemur ekki úr því umhverfi sem hann læst bera svona mikið fyrir brjósti. Ekki hefurlögreglumaðurþessi komið til Bolungarvíkur, svo vitað sé, né kynnt sér starfsemi sýslumannsembættisins hér. Verður því að álíta að þekkingu sína hafi hann fengið annars staðar og þá líklega á þeim stöðum sem hann hefur starfað á. Lögreglumennirnir í Bol- ungarvík kannast ekki við að Einar hafi kynnt sér þann kost sem þeir búa við né við þá rætt, sem er skrítið, þar sem hann virðist bera hag þeirra svo fyrir brjósti. Lögreglumaðurinn segir að það hafi verið gleðifréttir fyrir Vestfirðinga, þegar dóms- málaráðherra gerði enn eina tilraunina til að leggja niður sýslumannsenibættið hér í Bolungarvík. Ekki urðu Bol- víkingar yfirleitt varir við þau fagnaðarlæti, enda lfklegt að þau hafi að mestu farið fram í afmörkuðu rými. Hins vegar mótmælti bæjarstjórn Bolung- arvíkur þessari aðför að sýslu- mannsembættinu harðlega og fyrsti þingmaður Vestfirðinga gekk hart fram í málinu og fékk þessu breytt, enda sparnaður- inn ekki borðleggjandi, alla vega ekki fyrir Bolvíkinga. Löggumaðurinn ætti að ræða málið við bæjarstjórnar- menn í Bolungarvík og Einar Kristin alþingismann og kynna þeim áhyggjur sínar. Reyndar átti einnig að leggja niður embættið á Ólafsfirði í þessari atrennu dómsmálaráð- herra, en „gleðifréttinni“ var nú ekki fagnað þar heldur. Þá segir Einar að afgreiðslu- hraði á sýsluskrifstofunni á Isafirði muni aukast með til- komu bolvískra viðskiptavina. Það kemur okkur ekkert á ó- vart, enda gott fólk sem hérna býr. Benda mætti fólki sem býr handan hlíðar á sýslumanns- embættið í Bolungarvík ef því þykir afgreiðsluhraðinn hjá sýsla á Isafirði ekki nógu mikill - og svo má benda á póstþjón- ustuna ef menn komast ekki af bæ. „Bolvíkingar verða að búa við það að tala við símsvara þurfi þeir að leita eftir þjónustu lögreglu utan skrifstofutíma", segir löggan á „alvöru“ lög- regluvaktinni. Þetta styrkir nú þá ályktun okkar að maðurinn sé þessu samfélagi ókunnur. Hann skal því upplýstur um það að símsvari er til að veita upp- lýsingar og afskaplega brúk- legur til slíkra nota, en að tala við símsvarann er tilgangslaust og almennt reyna menn það ekki. Þó er vitað um eitt af- markað tilfelli hér í Bolungar- vík en þar var um utanbæjar- mann að ræða og þar að auki vissi vinurinn ekki hvað hann hét þá stundina. Einar gefur sér að löggurnar sem ekki komast í vinnuna vegna ófærðar muni sinna lög- gæslu í Bolungarvík þar til Ós- hlíð'in verður aftur fær. Þar sem lögga er afskaplega máttlítil og aumingjaleg nema vera á löggubíl með blikkljós, radar og alle græjer, þá sjáum við ekki hagræðinguna og sparn- aðinn ef löggan sem býr í Vík- inni þarf að hafa löggubíl með sér á frívaktina til að brúka við löggæslustörf ef vegurinn teppist. Margt fleira væri hægt að segja um þessi makalausu skrif lögreglumannsins. En það eitt að menn eru svo sjálfumglaðir með sig og sína og hafa náð þvílíkri fullkomnun að geta flokkað sig í alvörugrúppu meðal lögreglumanna. ber ekki vott urn mikinn þroska. Ekkert er svo fullkomið að ekki megi betur gera og á það einnig við um lögreglu þessa lýðveldis, hvar sem hún starfar. Nei, löggæslan batnar ekki með því að leggja niður sýslu- mannsembætti með einhverj- um „afþvíbara" rökum. Lög- gæsluna má bæta með samstilltu átaki löggæslu- manna ríkisins en ekki með því að rakka niður starfsbræður sína eins og afleysingalöggan gerir í téðri grein. A síðasta ári var gerður samningur milli Slökkviliðs ísafjarðar og Slökkviliðs Bol- ungarvíkur um samstarf á sviði sjúkraflutninga og brunavarna. Þar er verið að vinna á réttum nótum og sú samvinna er ekki síst tilkomin vegna góðs skiln- ings á þörfum beggja byggðar- laganna. Afleysingalöggan ætti að kynna sér hvernig þau mál eru leyst svo að til fyrirmyndar er. Þar sem við þekkjum hugar- þel Einars löggu einungis af þessum skrifum hans, þá þor- um við ekki að setja nöfn okkar undir þessar línur, þar sem við gætum átt erindi á Isafjörð og hitta á vaktina hans. Það er hins vegar von okkar, að hið nýbyrjaða ár verði Ein- ari bjartara en hið gamla endaði og óskum við honum því gæfu á nýju ári. 9. janúar 1996. X og X, Bolungarvík. 146 Einu sinni bókaskapur... Magnús Ragnarsson er gamall útvegsbóndi í Bolungarvík, á- gætur maður, kallaður Mangi Ragg í sinni heimabyggð eins og þar er háttur. Fyrir nokkrum árum fór Magnús í búðina hjá Jóni Friðgeir til þess að kaupa fataskáp. Jón Friðgeir var með danska skápa af gerðinni Tvilum og flutti þá inn ósamsetta. Þetta voru ódýrir skápar og skemmtilegar mublur; mátti kaupa þá hvort heldur var samsetta eða ósamsetta. Magnús taldi sig nokkurn hagleiksmann og þar sem einnig fylgdu nákvæmar leiðbeiningar vildi hann spara sér aura og keypti skápinn ósamsettan. Sonur Jóns Friðgeirs af- henti síðan Magnúsi eitt stykki Tvilum-skáp, ósamsettan í flötum kassa. Magnús gekk heim með kassann undir hendinni enda stutt að fara. Nokkrum dögum seinna kemur Magnús aftur í búðina og segir farir sínar ekki sléttar. Flann kveðst vera búinn að glíma við það þrívegis að setja skápinn saman, nákvæmlega eftir leiðbeining- unum, en það merkilega sé að aldrei verði úr því fataskápur, heldur bókaskápur. Rannsókn málsins leiddi til þess að Mangi Ragg tók gleði sína á ný, svo og trúna á eigin hagleik, en Jón Friðgeir lét hann hafa fataskáp (ósamsettan) í staðinn fyrir bókaskápinn (samsettan). Sonurinn fékk aftur á móti mildilega áminningu um nákvæmni í afgreiðslustörfum. Allra síðasta sýning sunnudag kl. 5 ÍSAFJARÐARBÍÓ NÝJAR MYNDIR • GAMLAR MYNDIR GRÍNMYNDIR • HASARMYNDIR • RÓMANTÍSKAR MYNDIR • RARNAMYNDIR TOPPmyndir gríðarlegt úrval Hrannargötu 2, ísafirði, ®456 3072 _______________________________J

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.