Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 5
VESTFIRSKA Miðvikudagur 10. janúar 1996 j TTW F.TTABLAÐIÐ .a—. Alþingi í vetrarorlof að loknu desemberatinu Almenningur hlýtur oft að velta þvífyrir sér, hvernig vinnulagi er háttað á hinu háa Alþingi. Svo virðist að þar ríki vertíðar- mórall. Mikill þrýstingur er á þingið að Ijúkafyrir- liggjandi verkum áður en jól ganga í garð. Auðvitað er gott að drífa í hlutunum og klárlega þarf að setja fjárlög áður en nœsta ár gengur í garð. En getur það verið hollt að hafa þetta gamalkunna vinnu- lag, að Ijúka stórmálum hverju á fœtur öðru í slík- umflýti aðfyllsta ástœða er til að efast um að vel sé að málum unnið? Að minnsta kosti hljóta sum þeirra aðfá lakari vinnslu en önnur. Enginn þatfað í- mynda sér að alþingis- menn geti kynnt sér öll þau frumvörp sem til afgreiðslu koma með tilhlýðilegum hœtti, þegar allt er á öðr- um endanum og blessuðum alþingismönnunum skylt að greiða atkvœði um ólík málefni. Við þœr aðstœður er óvíst að alltfari á besta veg. Með þessum orðum er átt við að fagmennskan við lagasetningu víkifyrir hraðanum. Magnið rœður en ekki gœðin. Eftir átökinfyrir jólin fara svo blessaðir þing- mennirnir í langþráð jóla- frí, sem vœntanlega er verðskuldað, þráttfyrir allt. Fréttirfjölmiðla og umrœða eru þó á þann veginn að jólafríið sem stendur útjanúar sé óþarfi, og gefið er í skyn að ekkert sé gert ífríinu. Ætli bless- aðfólkið reyni ekki að kom- ast aftur í kynni viðfjöl- skylduna sína, að minnsta kosti makann og börnin ? Vinirnir verða sennilega að bíða. En fjölmiðlarnir og almenningur gleyma gjarn- an að alþingismaðurinn sœkir umboð sitt tií kjós- enda. Hafa þarf samband við kjósendur og láta þá vita að þingmaðurinn sé lif- andi, taka púlsinn á þjóðfé- laginu og hluta á óskir um- bjóðendanna. Þessi persónulegu tengsl skipta verulegu máli. Mörgum kjósandanum finnst að hann, einmitt hann, hafi gleymst. Þingmaðurinn hljóti að tala við alla hina stuðningsmennina sína. Vissulega rœkta þingmenn- irnir samskipti sín við kjós- endur á afskaplega misjafn- an hátt. Sumir gera það vel, aðrir heldur lakar og ein- staka þannig að þeir virð- ast hafa gleymt því hvert þeir sœkja umboðið. Hins vegar þykir kjós- endum oft svo mikið til um það, að þingmaðurinn komi og tali við þá, að þeir gleyma gjarnan að segja honumfrá því sem miður fer að þeirra dómi. Allar rœðurnar um ódug Alþing- is, sem haldnar hafa verið heima við eldhúsborðið, hverfa í skuggann af nœr- veru þingmannsins. Svona hlýtur þetta eiginlega að vera. Enginn virðist segja alþingismönnum frá því að vinnulagið þeirra á þinginu sé úrelt, gamaldags og ó- skilvirkt. Þótt sú tilhögun geti ver- ið góð til síns brúks aðfela öðrum en alþingismönnum að semja frumvörp til laga, verður Alþingi að gœta þess að framselja ekki löggjafar- valdið í hendur annarra. Al- gengt er að nefndir til þess að semja lagafrumvörp um hin ýmsu málefni séu skipað- ar af ráðherrum hvers mála- flokks, gjarnan starfsmönn- um ráðherrans. Nú er það vissulega svo, að ráðherrar eru langoftast einnig alþing- ismenn. En hinu má ekki gleyma, að þeir eru œðstu fyrirsvarsmenn fram- kvæmdavaldsins, hver í sín- um málaflokki. Þar liggja þeirra aðalskyldur og ekki annað að sjá en þeir telji sjálfir að svo skuli vera. Gildir það um ráðherra og reyndar alþingismenn líka. Einmitt varðandi sanm- ingu lagafrumvarpa er þing- mönnum nauðsynlegt að halda vöku sinni og gefa sér góðan tíma og yfirvega frumvörpin. Ella hafa þeir í raunframselt ráðherra málaflokksins löggjafarvald- ið. Ganga má lengra ogfull- yrða, að löggjafan’aldið hafi verið framselt nefnd, sem ráðherra liefur ekki haft neitt samráð við Alþingi um að skipa. Það skalfullyrt hér, aðfremur heyri til undan- tekninga en reglu að alþing- ismenn taki til máls um mörg þessara ráðherrafrumvarpa. Heilu lagabálkarnir sem snerta nánast alla lands- menn með einum eða öðrum hœtti, eins og hjúskaparlög, renna í gegnum þingið um- rœðulítið eða jafnvel um- rœðulaust. Með þessum orðum er hvorki verið að setja út á Al- þingi né einstaka þingmenn. Einungis er verið að benda á að betur megifara. Og nauðsynlegt er að gerð verði bragarbót á störfum Alþing- is. ífyrsta lagi þarfaðfœkka þingmönnum verulega og um leið að tryggja það að ráðherrar sitji ekki á Al- þingi. Þannig er hœgt að tryggja skil á millifram- kvœmdavalds og löggjafar- valds. Það er einu sinni svo, að þeir alþingismenn sem ekki komast í ráðherrastól- ana leggja á það ofurkapp að komast í stjórn fram- kvæmdavaldsfyrirtœkja rík- isins, í bankaráð, stjórn Byggðastofnunar eða ann- arra lánasjóða í eigu ríkis- ins. Stundum virðist hinum almenna kjósanda að aðal- störf þingmannsins síns hljóti að verafólgin í því að kaupa atkvœði fyrir þessa sjóði með beinum eða ó- beinum hœtti. Fjölmiðlar draga sem beturfer ekki dul yfir þessa tvöföldu starfsemi alþingismanna, sem hafa það hlutverk auðvitað fyrst ogfremst að setja lög. / stað þess sœkja þeir hver sem betur getur inn á svið framkvœmdavaldsins og sœtta sig við það að ráðu- neytisstarfsmenn og aðrir semji lögin. Er nokkur hissa á því þótt stundum sé talað um Alþingi sem einlivers konar stimplunarvél framkvœmda- valdsins? Samþykkja ekki alþingismenn allt sem fyrir þá er lagt, þegjandi og hljóðalaust? Svoleiðis lítur málið út í augum flestra. Mestur atgangurinn er í jólamánuðinum og réttfyrir þinglok að vori. Þessu þarf að breyta og taka upp vand- aðri vinnubrögð. Þannig er unnt að auka veg og virð- ingu þingsins og bœta þau lög sem Isletulingar búa við. Þá er ekki átt við stag- bœtingu laga, sem á að end- urskoðafrá ári til árs, hekl- ur að Alþingi vinni frumvörp til laga heildstœtt og ýtarlega. Það er ábyrgð- in, ekki satt? 5 Kvensjúkdóma- læknir á FSÍ Jón Baldvin Stefánsson, kvensjúkdómalæknir, verð- ur starfandi á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði frá 15. janúar til 2. febrúar nk. Tímapantanir eru í síma sjúkrahússins, 456 4500, alla virka daga kl. 8-17. ATVINNA Starfsfólk óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. Upplýsingar á staðnum. Til sölu Til sölu er einbýlishúsið að Góuholti 1, ísafirði. Húsið er 140 fermetrar að stærð, auk bílskúrs. Nánari upplýsingar í síma 456 3273. VESTFIRÐIR á erindi vió big vmmnHur milljónir óskiptará-einn miðai2. janúar Einstakir aukavinningar: Handritamöppur íslenskra rithöfunda Hœstu vinningarnir ganga örugglega út - oft upphœkkaðir Nýtt áskriftarár er hafið Patreksfjörður: Gestur I. Jóhannesson, Þórsgötu 4, sími 456-1356 Tálknafjörður: Jónína Haraldsdóttir, Esso-Nesti, sími 456-2599 Bíldudalur: Veitingaskálinn Vegamót, Tjamarbraut 2, sími 456-2232 Þingeyri: Guðrún Bjamadóttir, Vallargötu 12, sími 456-8393 Flateyri: Ágústa Guðmundsdóttir, Bókaverslun Jóns Eyjólfssonar, Hafharstræti 3, sími 456-7697 Suðureyri: Söluskáli Esso, Rómarstíg 10, sími 456-6262 Bolungarvík: Gunnhildur Halldórsdóttir, Holtabrún 15, sími 456-7160 / Isafjörður: Myndás, Aðalstræti 33, sími 456-4561 Súðavík: Salbjörg Olga Þorbergsdóttir, Aðalgötu 56, sími 456-4942 Snœfjallaströnd: Jónas Helgason, Æðey, sími 456-4816 V7SX HAPPDRÆTTI V Óbreytt miöaverð: 600 kr. Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti ... fyrir lífið sjálft HéRftNÍlAUGLÝSN'

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.