Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 8
DAGATÖL DAGBÆKUR ALMANÖK sími 456 3123 j FRÉTTABLAÐIÐ j RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 „Fylgjum eftir upp- gangi fyrirtækj- anna á Flateyri“ - segir Pétur Jónasson, framkvæmdastjóri Vél- smiðjunnar Þryms á Isafirði sem hefur keypt Vélsmiðjuna Kubba á Flateyri og verðurþar með útibú Vélsmiðjan Þrymur hf. á ísafirði hefur fest kaup á Vélsmiðjunni Kubba á Flateyri af Steinari Guðmunds- syni og verður þar með útibú framvegis. „Við erum einfaldlega að fylgja eftir þeim mikla uppgangi sem hefur átt sér stað hjá fyrirtækjunum á Flateyri, bæði Kambi hf. og Vestfirskum skelfiski, sagði Pétur Jónas- son framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Þryms í samtali við Vestfirska fréttablaðið. „Við höfum unnið gríðar- mikið á Flateyri allt síðasta ár og vorum að keyra yfir heiði í öllum veðrum áður en jarðgöngin voru opnuð, oft margar ferðir á dag. Nú erum við komnir með að- stöðu á staðnum til þess að fara með verkefni inn og sjóða og renna og þurfum ekki lengur að fara með allt á milli.“ Ekki hefur verið rekstur hjá Vélsmiðjunni Kubba síð- asta árið. Fyrir utan vélar, tækjabúnað og lager fylgdi nýlegt 300 fermetra stálgrindahús á hafnarkantinum á Flateyri með í kaupunum. ísfirðingar í topp- baráttunni í körfunni Tveir sigrar hjá KH um helgina Körfuboltafélag ísafjarðar (KFÍ) er enn í toppbarátt- unni í 1. deild karla eftir leiki helgarinnar syðra með 18 stig eftir 11 leiki. Liðið er nú tveimur stigum á eftir Snæfelli sem er í efsta sætinu og hefur jafnmörg stig og ÍS sem hefur leikið einum leik minna. Mikið bil er á milli þessara þriggja toppliða og Þórs og Reynis sem eru í 4. og 5. sæti með 10 stig hvort lið. Tíu leið leika í 1. deildinni. Á föstudagskvöldið heimsótti KFÍ lið Stjörnunnar í Garðabæ og sigraði með eins stigs mun, 79-80. Þetta var hörkuleikur og Chris skoraði 42 stig. Á laugardag lögðu ísfirðingar IH f Hafnarfirði að velli með átta stiga mun, 80-88. Þar komust yngri spilarnir sérlega vel frá sínu, einkum Shiran og Auðunn. MASSI ER KLASSI Öflugustu vélar í teppaþrif - djúphreinsa sófasett, mottur og stóla - hreinsun á loftum og veggjum - öflugustu vélar í gólf- hreinsun - bónlosun - gólfbón - gerum tilboð þér að kostnaðar- lausu - janúar er afsláttarmánuður á gólfhreinsun hjá MASSA MASSI, Suðurtanga 2, símar 456 5196,456 5242 og 896 0542 Fastur opnunartími kl. 15-19 virka daga EROBIKK - Þ0LFIMI ÁSDÍS OG BOBBI KENNA Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 18:30 - byrjaði 8. janúar Við lýsum upp dimman dag með björtu brosil „Eitthvað Fyrir alla, jafnt konur, sem kalla!a KVENNALEIKFIMI Leiðbeinandi: Ásdís Sigurðardóttir r v. Baráttan við aukakílóin er unnin — Sigurinn erþinn — Haldfastur árangur! J Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga irl. 13:30 Fyrsti tími 10. janúar kl. 13:30 BARNAPÖSSUN! STUDI0 D AN . 456 ..22

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.