Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1
 W PIZZA 6? S 456 3367 W í SJALLANUM ÍSAFIRÐI Miðvikudagur 17. janúar 1996 • 3. tbl. 22. árg. S 456 4011 • Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Þannig stangaði vagninn húsið. Strætisvagn ók á hús Sá óvenjulegi atburður varð á Isafirði á mánudaginn, að strætisvagn lenti á húsi og skemmdi það verulega. Hálka var mjög mikil á götum Isa- fjarðar um þetta leyti. Varð ekki við vagninn ráðið þegar hann kom niður hallann sunn- arlega í Sundstræti, rétt við Básafell, og lenti hann á húsinu Sundstræti 15, sem er tvílyft timburhús með plastklæðningu og stendur út í götuna. Húsið gekk til á grunninum og skekktist og skemmdist mjög mikið. Heimafólk sat í stofu í sófa og uggði ekki að sér þegar vagninn stangaði húsið, þannig að sófinn hentist inn á gólf. Húsfreyja kvartaði yfir verkj- um í baki eftir atburðinn. Nokkru eftir árekstur vagns og húss kom bíll aðvífandi á hálkunni og lenti á vagninum. Húsráðandinn í Sundstræti 15, Magnús Arnórsson, hugar að skemmdum í stofunni eftir að búið var að fjarlægja stræt- isvagninn. | ísafjörður: 1 Úmar To ráðinn h Búið er að ganga frá ráðningu Ómars Torfa- en sonar í stöðu knattspyrnuþjálfara hjá BÍ á kom- andi keppnistíð. Hann kemur vestur um helgina Jú' og tekur strax til starfa. á i Ómar Torfason er ísfirðingur að uppruna í leii húð og hár, sonur Torfa Björnssonar skipstjóra og Sigríðar Króknes. Hann var landsliðsmaður þe á sínum tíma og var í atvinnumennsku erlendis se rfason ijálfari lagði eftir það stund þjálfun syðra. Ekki er ólíklegt að leikmaður frá fyrrum góslavíu komi hingað til lands til liðs við BÍ næstunni og hugsanlega annar sem hefur kið hér á landi. Það er því Ijóst að ýmislegt er á döfinni til ss að hífa ísfirðinga upp úr fjórðu deildinni, m þeir féllu í sl. haust. Grímuklæddur „flassarr á Hlíf Óþekktur „flassari“ hefur undanfarið látið til sín taka á Hlíf, íbúðum aldraðra á Isa- firði. Einkum hefur hans þó orðið vart á Hlíf 2, að því er virðist. Maður þessi gengur með grímu og sviptir niður um sig brókunum og berar sig frammi fyrir heimiliskonum þegar minnst varir. Hefur þeim brugðið nokkuð við þetta, sem vonlegt er. Utidyrum á Hlíf er nú læst fyrr á kvöldin en venjulega, ef vera kynni að maður þessi sé ekki heimilis- fastur á Hlíf, heldur sæki þang- að utan úr bæ. Að svo stöddu er hægt að fullyrða það eitt að hér er um karlmann að ræða. Orgelsmiðir, Magnús Erlingsson sóknarprestur og Hulda Bragadóttir organisti við orgelið nýja í ísafjarðarkirkju. Orgelvígslutónleikar í ísafjarðarkirkju - Hörður Áskelsson frumflytur nýtt verk eftir lónas Tómasson Orgeltónleikar verða haldnir í hinni nýju Isafjarðarkirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöld, í tilefni þess að verið er að taka þar í notkun nýtt og stórt pípuorgel. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Að loknu ávarpi formanns sóknarnefndar mun Hörður Áskelsson, organisti við Hall- grímskirkju í Reykjavík, leika á orgelið nýtt tónverk, sem Jónas Tómasson tónskáld var sérstaklega fenginn til að semja vegna þessarar athafnar. Verk- ið nefnist Ur guðspjöllunum - sjö hugleiðingar fyrir orgel. Einnig mun Hörður leika tón- verk eftir J. S. Bach. Þá mun kirkjukór Isafjarðar- kirkju syngja fáein lög við undirleik organista kirkjunnar, Huldu Bragadóttur. Allir eru velkomnir á tón- leikana. ^^^^LLI^Í^Í HF» s 456 3092 Sala & þjónusta © Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki PÓLLINN HF Hjá okkur tærð bú m.a. SIEMEHS • PHILIPS SOHV • PAHASOHIC • BOSCH • SAHVO • TECHHICS • KOLSTER HUSQUARHA • LASER • HEWLETT PACKARD • APPU SPRAUTUM NOTAÐ OG NÝTT í ÓTAL LITUM TRÉSMIÐJAN eht. sími 456 3622

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.