Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Miðvikudagur 17. janúar 1995 -- --- \ FRÉTTABLAÐIÐ I FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, ísafirði, simi 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í sima 456 3223 (Isprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, (safirði, heimasími 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, (safirði. Prentvinnsla: ísprent hf„ Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 3223. Eitt ár liðið frá slysinu í Suðauíh Þess var minnst í gær, að eitt ár var liðið frá slysinu í Súða- vík, þar sem fjórtán manns fór- ust. Undir kvöld var farin blys- för um gömlu byggðina í Súðavík og fólk lagði kertaljós á grunna húsanna sem snjó- flóðið hreif brott. Síðan safn- aðist fólk saman við pósthúsið og þar var haldin helgistund og hinna látnu minnst. Séra Magnús Erlingsson sóknar- prestur fór með bæn og séra Baldur Vilhelmsson prófastur tlutti minningarorð en börn úr grunnskólanum tendruðu ljós í minningu þeirra sem fórust. Um kvöldið var helgistund í Súðavíkurkirkju. Frá blysförinni í Súðavík í gær. Meðal þeirra sem fremstir ganga eru sr. Magnús Erlingsson sóknarprestur og Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri. Snarpar vindhviður í Hnifsdah Bflskúr sueif niður í fjöru - Skemmdir á bflum sem fuku og ein stúlka slasaðist á baki Miklir vindsveipir léku um Hnífsdalinn síðastliðna nótt, aðfaranótt miðvikudagsins. Ein hviðan hreif með sér bflskúr sem stóð við Stekkjargötu og sveif hann niður í fjöru. Bfl- skúrinn verður vart brúkaður framar, en lán var í óláni að enginn bíll var í skúrnum. Rúður í tveimur bílum létu undan í veðrinu. Einn bíll fauk í Stekkjargötu og hafnaði á hvolft á tveim öðrum bílum og er hann talinn ónýtur. Sendibifreið ísafjarðarkaup- staðar fauk á hliðina við sorp- eyðingarstöðina og fauk síðan aftur yfir á hina hliðina. Þá slasaðist stúlka sem fauk á bíl á Stekkjargötunni er hún var á leið til vinnu sinnar í morgun og mun hún hafa slasast á baki. Gámur fullur af rusli fór af stað, rúður brotnuðu og járn losnaði af húsum. Lögreglan á Isafirði sendi út aðvörun til fólks í Hnífsdal í morgun og bað það um að vera alls ekki á ferli vegna veður- sins. I nótt var suðvestan átt en þá geta oft myndast mjög snarpir vindsveipir í Hnífs- dalnum og hafa oft áður valdið tjóni. Náði veðrið hámarki á tíunda tímanum í morgun. - hk. Brautskránini irá Framhaldsskóla Vestfiarða - tiu ára öldungadeildarstúdentar færðu skólanum neningagjöf Nokkur hópur nemenda brautskráðist frá Framhalds- skóla Vestfjarða á Isafirði sl. laugardag. Einn var braut- skráður af þriggja ára sjúkra- liðabraut. Tólf brautskráðust af einnar annar vélavarðabraut en halda þó flestir áfram námi á öðrum brautum í skólanum. Haukur Gylfason hlaut verð- laun fyrir góðan námsárangur á vélavarðabraut. Við athöfnina á laugardag- inn flutti Anna Lóa Guð- mundsdóttir ávarp fyrir hönd öldungadeildarnemenda sem luku stúdentsprófi í desember 1985, fyrir réttum tíu árum, og afhenti hún skólanum peninga- gjöf í tilefni afmælisins. Katrín Kjartansdóttir lék síðan á flautu við píanóundirleik Sigríðar Ragnarsdóttur. Getraunaleikur Bk Guðmundur B. Gunnarsson efstur Eftir tvær leikvikur í getraunaleik BÍ er Guðmundur B. Gunnarsson efstur með samtals 19 rétta, Kristinn Kristjánsson er með 18 rétta og þeir Vilhjálmur Matthíasson, Sverrir Hall- dórsson, Gunnar Gray, Reynir Örn Kristinsson og Gunnar Árnason með 17 rétta. Internetlijonusta - Internettengingar Töluunotendur, allar stærðir VARAAFLGJAFA fáið pið hjá okkur PÓLLINNhf Sími 456 3092 — GRÍNMYNDIR NYJAR MYNDIR • GAMLAR MYNDIR • HASARMYNDIR • RÚMANTÍSKAR MYNDIR • RARNAMYNDIR V. jómborg TOPPi MYNDIR Hrannargötu 2, ísafirði, GRÍDARLEGT ÚRVAL S 456 3072 J Deilt um lögreglu í Bolungarvík og á ísafirði A síðum Vestfirska hafa birst skemmtileg skrifí síðustu tveimur tölublöð- um. Fyrst skrifaði Einar G. Guðjónsson lögreglu- þjónn um þá ákvörðun að hætta við að hœtta að starfrœkja sýslumann i Bohtngarvík. I nœsta blaði skrifaði sýslumaðurinn í Bolungarvík, Jónas Guð- mundsson, ogfann ýmis góð rökfyrir því að hann yrði ekki lagður af. Einnig skrifaði eitthvert fyrir- brigði, sem nefndi sig X og X, undirfyrirsögninni Löggulíf. Þar var skemmtilegustu skrifin aðfinna. Viðkom- andi gceti auðvitað verið hver sem er, jafnvel lög- reglumennirnir tveir í Bol- ungarvík, sem þó skal alls ekkifullyrt. En tilgátan er svo skemmtileg að ómögu- legt er að standast freist- inguna að opinbera hana. Allra skemmtilegast er þó að lesa hvers vegna X-in tvö kjósa að birtast ekki undir nafni. Þau treysta ekki lög- reglunni á Isafirði vegna skoð- ana sinna og skrifa Einars G. Guðjónssonar, sem þó hafði kjark til þess að setjafram skoðanir sínar og það undir nafni. GAMANSEMIX-ANNA TVEGGJA Gamansemi X-anna er óvið- jafnanleg. Ekkert er að hjá lögreghmni í Bolungan’ík. Það sést best afþeim smekk- legu heitum sem Xin velja greinarhöfundi. Þau kalla hann „ löggumanninn “ eða „afleysingalögguna “ og þegar mest er haft við „lögreglu- maður þessi". Ekki er hœgt að lesa annað en fýlu og reiði og dónaskap og smekkleysu út úr nafngiftum þessum. Enda tala þeir um starfsbrœður „ lög- reglumanna “ í Bolungarvík, sem starfa í lögregiunni á tsa- firði sem „alvöru löggœslu “ í gœsalöppum X-anna tveggja úr Bolungarvík, sem hafa ekki betri samvisku en jvo að þeir telja að í alvöru hefðu þeir verið látnir gjalda þess að eiga erindi til Isafjarðar á vakt Einars G. Guðjónssonar. Ummæli eins og þessi eru engum manni sœmandi. Ekki þarfmikið ímyndunarafl tii þess að sjá að talað er í niðr- andi tón um Einar í grein X- anna tveggja. Um hann er talað sem upp- gjafa lögreglumann úr Reykjavík. Fróðlegt vœri að sjá hvað við er átt. Smekklaus- ir fordómar eru engum til hróss, síst þeim sem flíkar svo bágri hugsun. Reyndar eru fordómar ávallt smekklausir. En hámarki nær hugsunin þegar segir í grein X-anna tveggja: „Benda má mœtti fólki sem býr handan hlíðar á sýslumannsembœttið í Bolung- arvík efþvíþykir afgreiðslu- hraðinn hjá sýsla á Isafirði ekki nógu mikill... “ Hafa þessir makalausu höf- undar enga hugmynd um það, að þeir nœrrifimm þúsund íbúar, sem búa í itmdæmi sýslumannsins á Isafirði, geta fátt sótt til Boiungarvíkur? Hafa þau tvö X sem fjálglega fjalla um efni, sem þau virðast kunna lítil skit á, þ.e. starfsemi sýslumanna, ef marka má grein sýslumannsins þeirra Jónasar Guðmundssonar, enga hugmynd um það að lítið erfyrir aðra en Bolvíkinga að sœkja til þessarar skrifstofu í Bolungarvík? Frumlegheitin rísa upp í nýjar hœðir þegar bent er á póstþjónustuna til lausnar. Vita X-in vitru ekki að Póstur og sími þinglýsir hvorkifyrir íbúa í umdœmi sýslumannsins á Isafirði né þeirra sem búa íBolungarvík? DÆMALAUS GREIN Það er ekki verst við þessa dæmalausu grein, sem óefað verður að telja að sé ekki runnin undan rifjum sýslu- mannsins í Boiungarvík, þess kurteisa prúðmennis, sem ekki má vamm sitt vita. Það kemur skýrtfram í ágœtri grein hans í sama blaði og hún. Slœmt var að þau skyldu ekki hafa kynnt sér málið hjá sýslu- manninum, Jónasj Guðmunds- syni. Afgrein X-anna tveggja verður ekki ráðið annað en þau hafi ieitað sér uppiýsinga hjá sömu aðilum og þau benda „ löggumanninum “ margumtal- aða að rœða við, það er að segja bœjarstjórnarmönnum og Einari Kristni alþingismann og kynnt þeim áhyggjur sínar. Vart verður fundið bein- skeyttara vantraust en það sem X-in tvö sýna bœjarfulltrúum og Einari Kristni. Að minnsta kosti dylst lesandum ekki að vit þeirra hlýtur að vera slakt um sýslumannsembætti, úr því að efni greinar X-anna tveggja er svo gersamlega á skjön við það sem sýslumaðurinn ritar í sinni grein. DÓNASKAPUR! Segjast verður að meiri dónaskapur í garð bæjar- stjórnar Bohmgarvíkur og fyrsta aiþingismanns Vest- fjarða, Einars Kristins Guð- finnssonar, hefur ekki sést lengi, hvorki í nafnlausum skrifum né þeim sem birtast undir nafni. Hafi þessi hót- fyndni í garð alþingismanns og bæjarfulltrúa í Bolungarvík átt að vera dulbúin, þá tókst hér illa til. Hér hafa lesendur Veslfirska fréttablaðsins orðið vitni að því að X-in tvö misstu algerlega tökin ci pennanum, hugsuninni og samviskunni. Samviskuleysinu reyna þau að skýla á bak við þáfrá- leitu hugsun, að lögreglu- maður geti ekki haft skoðun án þess að þeir sem eru henni andvígir verði beittir órétti af lögreglumanni, sein veit hver skrifaði. Það vœri dauður mciður í hugsun, sem léti ekki hvarfla að sér að sú vœri venjan í tveggja manna lög- regluliðinu í Bolungarvík. Þetta er Ijótur dómur. Það er beinlínis ámælisvert að saka menn í opinberu starfi um misbeitingu valds. Skiptir þá engu hvort átt er við lögreglumenn í Bolung- arvík eða „uppgjafa lög- reglumann “ úr Reykjavík. Ekki er gottfyrir lögregl- una í Bolungarvík og sýslu- manninn þcir að sitja undir þessu ámœli. Eitt tókst þó X-unum tveimur, að safna saman í eina stutta grein dulbúnum jafnt og ódulbúnum ásök- unum, en rakalausum í eitia stutta grein. Slík grein œtti að birtast undir nafni svo almenningur viti hverjir þarfari og kunni að varast þá.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.