Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 4
VESTFIRSKA 4 Miðvikudagur 17. janúar 1996 ------ -------------------- \ TOffTTABLAÐIÐ „Mér er illa við forblauta presta" Ég áminni yður... Myndin er tekin í borðstofu á Hrafnseyri í þann mund sem gengið var til biskupsmessu. Þegar biskup Islands, hr. Olafur Skúlason, vísiteraði Isafjarðarprófastsdæmi fyrir rúmum tveimur árum, fylgdi síra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, að sjálfsögðu biskupi sínum um prófastsdæmi sitt. Prófastur sótti það fast að biskup vísiteraði hið fornfræga prestssetur, Álftamýri í Arn- arfírði, sem hefur verið í eyði síðan á sjötta áratugn- um, um leið og hann vísiter- aði Hrafnseyri. Eins og kunnugir vita, þarf að fara yfir nokkrar óbrúaðar ár til að komast að Álftamýri. Nú leggja menn upp og eru þeir prófastur og sókn- arpresturinn á Þingeyri, sem þá var séra Olafur Jens Sig- urðsson, saman í bifreið þess síðarnefnda, sem var stór og mikil, af Volvo gerð. Bisk- upshjónin og staðarhaldar- inn á Hrafnseyri lögðu af stað nokkru síðar en prest- amir á bifreið biskups. Er ekki að orðlengja það, en þegar biskupsbifreiðin kem- ur að Tjaldanesá, er hún í miklum vexti og Volvoinn prestsins kolfastur úti í miðri á og prestarnir þar um borð og komust hvorki lönd né strönd. Biskup ekur nú staðar- haldara heim að Hrafnseyri að sækja jeppa hans og dró hann prestana upp úr ánni. Þegar biskup hitti presta sína heila á húfi, varð fagnaðarfundur með þeim prelátum. En svo er sagt, að þegar þeir prestar sátu sem fastast úti í rniðri á, hafi séra Olafur Jens eitthvað ætlað að fara að brölta og jafnvel hugsað sér að vaða til lands. Þá á síra Baldur að hafa sagt og kveðið fast að orði: „Þú ferð ekki fet, góði. Mér er illa við forblauta presta!“ Ekki varð af vísitasíu bisk- ups til Álftamýrar að þessu sinni. Dýpafjapðapþing Um daginn var sagt frá Þorvaldi gneista (neista), fyrsta Þingeyringnum sem vitað er um í sögunni. Hann lánaði Vésteini hest sinn þegar hann fór á vit örlaga sinna út í Haukadal. Annað er ekki um þann góða mann vitað. En hvernig er nafnið Þingeyri til komið? Eins og nafnið bendir til, er trúlegt að hér hafi áður verið einhvers konar þing- hald. Lítt er þó kunn saga þess. Menn ætla þó, að hið forna Valseyrarþing (Hvols- eyrar), sem stóð á Valseyri, innarlega í Dýrafirði, hafi verið flutt þangað. Dýra- fjarðarþing er nefnt í Sturl- ungu og telja fræðimenn að það hafi verið á Þingeyri. Sáttafundur var lagður á Þingeyri „Þorvaldur sendi orð Kár munki, að hann skyldi leita um sættir við frændur Hrafns. Þá var lagður sátta- fundur að ráði Þórðar Sturlu- sonar og Kárs munks á Þing- eyri í Dýrafirði.“ Ofangreind tilvitnun er úr Hrafns sögu Sveinbjamar- sonar og vitnar til þess er Þorvaldur karlinn Vatnsfirð- ingur vildi leita sátta eftir víg Hrafns á Eyri. Er þetta í annað sinn sem Þingeyri kemur við fomar sögur. Á túninu við Þingeyrarkirkju eru margar tóftir sem eru verndaðar samkvæmt þjóð- minjalögum. Sumir telja að þarna hafi hið forna þing verið háð. En allt bíður þetta rann- sóknar. Örskotslengd Áður fyrr takmarkaðist land Þingeyrar af tveimur görðum, sem náðu frá klettum Sanda- fells og niður að sjó. Hét hinn innri Ásgarður en hinn ytri Garður eða Garðsendi. Gamlir Þingeyringar minnast þess að glöggt sá fyrir öllum þessum görðum. Og enn sér nokkuð móta fyrir þeim. Það var álit manna, að garð- arnir hafi verið takmörk hins forna þingstaðar og þinghelgin náð yfir svæðið milli þeirra. Innan þeirra mátti líklega eng- inn bera vopn og þar urðu menn að haga sér skikkanlega! Sú saga lifir í munnmælum, að þingið hafi verið þannig helgað, að öflugur bogmaður hafi verið staðsettur þar sem þingið var háð. Lagði hann ör á streng og skaut inneftir, svo langt sem hann orkaði. Þetta kölluðu menn örskotslengd. Kom örin niður þar sem síðan var kailað Ásgarður, sem áður segir. Síðan skaut hann ör út- eftir og kom hún niður þar sent síðan kallaðist Garður eða Garðsendi. Þar með var búið að ákvarða þinghelgina. Það hlýt- ur að hafa verið „lens“ þegar þetta var framkvæmt! Nokkuð sérstakt er að báðir garðarnir virðast vera ná- kvæmlega jafn langt frá Þing- eyrarodda. Hefur þar með verið myndaður þríhyrningur. Spurningin er svo hvernig þetta kemur heim og saman við hinar stórmerku kenningar Einars Pálssonar. Er einhver „al- legoria", táknsaga, líkingasaga eða launsögn fólgin í sögunni um bogmanninn? Þess skal getið, að Páfagarð- ur hefur nýlega staðfest að framhjá kenningum Einars verði ekki gengið. Nú þurfa einhverjir áhuga- samir að rannsaka hvort garð- arnir eru nákvæmlega jafn langt frá Þingeyrarodda! „Þú ert alveg Klörinn í starfið..." Sigurður Þ. Gunnarsson, hreppstjóri Þingeyrarhrepps. Satt að segja er húfan heldur lítil! f gömlum slagara segir, að hrepp- stjórinn sé húfulaus og oddvitinn ekki laus við rúmbu og rokk. En hreppstjóri Þingeyrarhrepps er ekki aldeilis húfu- laus. - Hvernig bar það til, Sigurður, að þú lentir í þessu starfi? „Upphaflega var það nú þannig, að þáverandi hreppstjóri, Gunnar Jóhann- esson, veiktist og þurfti að leita sér lækninga til London. Þá vantaði ein- hvern til að taka að sér starfið í forföllum hans. Dag nokkurn var ég á göngu hér út við íþróttavöll, þá kallaði Gunnsi Jóh. í mig og bað mig tala við sig. Þegar ég kom inn úr dyrunum hjá honum, var hann hálf sposkur á svipinn, með hendur fyrir aftan bak. Þegar ég kom nær, smellti hann á mig hrepp- stjórahúfunni, til að vita hvort hún pass- aði og sagði um leið: „Ég sé að hún passar vel og þú ert alveg kjörinn í starfið.1' Með samþykki þáverandi sýslu- manns, Þéturs Kr. Hafstein, varð það að samkomulagi að ég leysti Gunnar af í fjarveru hans.Síðan tók hann starfið að sér aftur er hann kom af sjúkrahúsinu, en hætti svo fljótlega eftir það og þá var ég ráðinn. Þetta var árið 1983.“ íbúar Þingeyrarhrepps eru löghlýðið fólk - Hvernig hefur þér nú vegnað sem hreppstjóri? „Það hefur gengið stórslysalaust held ég megi segja.“ - Hefurðu nokkurntíma þurft að eltast við bófa og hlaupastráka?“ „Nei, ekki get ég nú sagt það. En maður hefur lent í því að eita menn undir áhrifum áfengis á bílum. Og einu sinni lenti ég í því að elta pilt sem var undir áhrifum áfengis á vél- hjóii. Ég fékk nú aðstoð við það, þar sem ég greip tvo menn upp af götu minni og við króuðum piltinn af á hlaupum hér fyrir ofan Sandafell. Þetta er nú það eina sem ég hef þurft að elta menn.“ - íbúar Þingeyrarhrepps eru sem sagt löghlýðið fólk? „Jú, það er prýðilega löghlýðið þegar á heildina er litið.“ - Má nú búast við því að þú missir þetta embætti í vor, eða hvað? „Það á ég alveg von á. Þetta breytist við sameininguna." - Það má þá búast við að lögreglu- þjónar frá ísafirði fari að spranga um götur hér á Þingeyri? „Já, ég á von á að þeir komi hér meira en verið hefur. Annars gera þeir nú svolítið af því nú þegar að koma í eftir- litsferðir hingað yfir. En ég býst við því að það sem snýr að sýsluskrifstofu verði sinnt af fulltrúa eða fólk fari beint á ísa- fjörð. En samvinnan við lögregluna á Isafirði hvað mig snertir, í gegnum tíð- ina, hefur verið afbragðs góð. Lög- regluliðið þar hefur verið einkar lipurt og alltaf verið tilbúið þegar á það hefur verið kallað.” Varðskipsmenn hlupu í skarðið - Nú hefur lögreglan aðsetur hér í Félagsheimilinu... „Já, hún er þar með skrifstofu og tvo fangaklefa.“ - Það er þá hægt að setja menn þar inn upp á vatn og brauð, ef á þarf að halda? „Já, já. Það hefur gerst nokkrum sinnum. Meðal annars skeði það hér fyrir nokkrum árum, að það var beðið um að fjarlægja menn úr húsi nokkru. En ég átti nú örðugt með það þar sem ég var einn. Við fyrstu tilkynningu voru mennirnir taldir vera þrír, svo ég hringdi bara á lögreglustöðina og bað um að- stoð. En það var ekki hægt að veita hana frá stöðinni, þar sem allt var ófært hér á milli á þeim tíma. En svo vildi til, að það var varðskip statt hér í Dýrafirði. Þeir höfðu samband við skipherrann þar um borð og hann kom hér umsvifa- laust að bryggju og aðstoðaði mig við handtöku mannanna og gæslu þeirra, meðan þeir sátu inni. Af þessu sést að lögreglustörf eru ekki eingöngu unnin á landi. Þau eru unnin á sjó líka!“ »Heimasíða« Þingeyrarhrepps Umsjón: Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.