Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 1
FRÉTTABLAÐIÐ PIZZA 67 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI Miðvikudagur 24. janúar 1996 • 4. tbl. 22. árg. S 456 4011 • Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Bolungarvik: Ágúst Oddsson afhendir Jóni Guðna Guömundssyni veglegan bikar í tilefni af kjöri hans sem íþróttamanns ársins 1995 í Bolungarvík. „Hér er um að ræöa einstakling sem hefur um langt árabil sinnt íþrótt sinni af kostgæfni og alúð. Þeir sem vel til þekkja hafa boriö á hann lof, ekki aöeins fyrir árangur í keppni, heldur og ekki síður þaö uppalanda- og leiöbeinandastarf, sem hann hefur sinnt gagnvart sér yngri aðilum innan íþróttarinnar", sagði Ágúst Oddsson m.a. viö þetta tækifæri. Jón Guðni Guðmundsson kjörinn Ijiróttamaður ársins 1995 - ekkl aðeins fyrir árangur í keppni, heldur og ekki síður fyrir starf uppalandans og leiðbeinandans Jón Guðni Guðmundsson hlaut sæmdarheitið íþrótta- maður ársins 1995 í Bolungar- vík og var kjörinu lýst í sam- kvæmi í Finnabæ sl. laugardag, þar sem ýmsir fleiri íþróttar menn fengu einnig viðurkenn- ingar. Við það tækifæri sagði Agúst Oddsson, forseti bæjar- stjórnar Bolungarvíkur m.a.: „Jón Guðni hefur alla tíð stundað hestamennskuna af brennandi áhuga. Hann er þekktur fyrir prúðmennsku sína, hvort sem menn eða mál- leysingjar eiga í hlut. Natni hans við hesta er annáluð og mörg eru þau böm og ungling- ar sem bera hlýhug til hans vegna þess áhuga og hvatning- ar, sem þau hafa fengið frá honum er þau hafa verið að feta sig eftir vegi hestamennskunn- ar. Hestamannafélagið Gnýr var stofnað árið 1973 og hefur Jón Guðni verið formaður þess árin 1974-77,1979-87 og si'ðan frá 1990. Jón hefur verið ritari Storms frá 1993 og tvisvar set- ið landsþing hestamanna. Það sem liggur til grund- vallar kjöri Jóns Guðna Guð- mundssonar fyrir árið 1995 er árangur hans á hestaþingi Hestamannafélagsins Storms sl. sumar. Jón Guðni hlaut þar flest verðlaun einstaklings eða 7 talsins. í A-flokki gæðinga hlaut hann gullverðlaun. f B- flokki gæðinga gull- og silfur- verðlaun. Asamt Jóni var Sig- mundur Þorkelsson knapi í úr- slitum. I töltkeppni gæðinga hlaut Jón Guðni gull- og silfur- verðlaun og til aðstpðar var. Linda Jónsdóttir knapi. Jón Guðni hlaut knapaverðlaun mótsins í flokki fullorðinna og að lokum var hestur hans, Skuggi, valinn glæsilegasti hestur mótsins. Að lokum er ánægjulegt að geta þess, að á þessu móti vann Jón og fjölskylda hans saman- lagt til 11 verðlauna. I þessari tölu verðlauna endurspeglast sú vinna og sá áhugi, sem Jón hefur alla tíð sýnt bömum sín- um í hestamennskunni." Róttækar breytingar á sigl- ingakerfi Eimskips - strandsiglingar hérlendis og millilandasiglingar tengdar saman - flutningstími millí hafna úfl á landi og erlendra hafna styttist mjög - Reykjafoss hom fll isafjarðar i gær i fyrsta sinn samhuæmt hinní nýju aætlun Reykjafoss, áætlunarskip Eimskips, kom síðdegis í gær til ísafjarðar í fyrsta sinn sam- kvæmt nýrri áætlun þar sem strandsiglingar og millilanda- siglingar eru tengdar saman. Samkvæmt henni er siglt frá Reykjavík á mánudögum vest- ur og norður fyrir land með viðkomu á ísafirði, Akureyri og Eskifirði og þaðan til Færeyja, Immingham í Englandi og Rotterdam. Með tilkomu hinn- ar nýju áætlunar stórbatnar þjónustan við landsbyggðina og flutningstími frá höfnum úti á landi til erlendra hafna styttist verulega, eða úr 7-10 dögum niður í 4-6 daga. Auk þess er hægt að flytja vörur frá Bret- landi og meginlandi Evrópu beint til viðkomustaða á lands- byggðinni. Auk Reykjafoss mun Skógafoss verða í þessum siglingum. Á sunnudag var unniö viö aö flytja vinnubúðir Vesturís í Dagverðardal til Flateyrar. Þar er um einingahús aö ræða sem á sínum tíma voru flutt til ísafjarðar frá Blönduvirkjun. Ætlunin mun vera aö setja niður níu slíkar húseiningar á Flateyri. Ljósmynd HK. Þyrla ásamt flugmanni í við- bragðsstöðu á Paireksfirði - næstu hrja manuðina að frumkvæði Gísla Ólafssonar bæiarstjöra - öryggistæhi fyrir alla Vestfirðinga Þyrla ásamt flugmanni verð- ur til staðar á Patreksfirði næstu þrjá mánuði. Frumkvæði að þessu á Gísli Olafsson, bæjar- stjóri í Vesturbyggð, en það er mikið öryggisatriði að hafa þyrlu í fjórðungnum. Gísli hef- ur leitað eftir stuðningi ýmissa aðila við þetta framtak og beðið um mánaðarlegt framlag upp á 50 til 150 þúsund krónur á mánuði. Meðal þeirra sem synjað hafa þeirri málaleitan er Isafjarðarkaupstaður. Þyrlan er sjö manna, amerísk af gerðinni Bell 206 Long Ranger. Hún er í eigu Þyrlu- þjónustunnar hf. í Reykjavík og hefur verið í notkun á Græn- landi undanfarin ár. Flugmaður er Jón Kjartan Björnsson og verður hann búsettur á Patreks- firði næstu þrjá mánuði, tilbú- inn í útkall á nóttu sem degi. PÓLLINN HF. S 456 3092 Sala & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki © PÓLLINN HF NÚ ER HÆGT AÐ HRINGJA BEINT. NÝ SÍMANÚMER í DEILDUM. Verslun 456 4594 • Rafmagnsverkstæði 456 4529 • Kælitæki 456 4599 • Lager 456 4595 Rafvélaverkstæði 456 4596 • Tæknideild 456 4583 • Rafeindaverkstæði 456 4590 Sími 456 3092 er okkar aðalnúmer. Þaðan er gefið samband við deildir og miðlað upplýsingum. Geymið auglýsinguna! SPRAUTUM NOTAÐ OG NYTT í ÓTAL LITUM TRÉSMIÐJAN eht. sími 456 3622

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.