Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 3
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ L ISAFJORÐUR Styrkir frá menningarráði Aðilar sem óska eftir að fá styrki frá Menningarráði ísafjarðar 1996 eru vinsamlega beðnir um að senda um- sóknir til formanns ráðsins, Björns Teitssonar, Aðalstræti 20. fyrir 20. febrúar nk. Menningarráð. Útboð Hlíðarvegur 3-7, lóðarfrágangur 1996 Tæknideild ísafjarðar f.h. Húsnæðis- nefndar ísafjarðar óskar eftir tilboðum í endurbætur á lóð fjölbýlishússins að Hlíðarvegi 3-7. Helstu verkþættir eru yfirborðsjöfnun, hellulögn, girðingar og smíði á lausum búnaði. Útboðs- gögn verða seld á bæjarskrifstofu frá og með mánudeginum 29. janúar 1996 á kr. 2.000 eintakið. Tilboð verða opnuð á tæknideild þriðjudaginn 13. febrúar 1996 kl. 11.00. Tæknideild ísafjarðar. Skólaskjól Áhugasaman starfsmann vantar á leikskólann Skólaskjól. 50% starf fyrir hádegi. Upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 456 3716. Lesendur: Athugasemd vegna fréttar Vilborg Guðmundsdóttir skrifar: Vegna fréttar í Vestfirska fréttablaðinu 17.janúarsl. um „grímuklæddan flassara á Hlíf ‘ langar mig að koma á framfæri aðfinnslu við fréttina: Maður- inn hefur aldrei verið með grímu hér á Hlíf II, í mesta lagi með prjónahúfu. En það sem vakti reiði mína var orðalagið um að lokað væri fyrr á Hlíf á kvöldin „ef vera kynni að maður þessi sé ekki heimilis- fastur á Hlíf, heldur sæki þangað utan úr bæ“! Það er ör- uggt mál, að við þekkjum enn- þá tvftugan mann frá sjötugum og í öðru lagi mun enginn hér, hvorki starfsmaður né heimil- ismaður, vanvirða sjálfan sig eða okkur með þeirri fram- komu sem þessi vesalingur hefur sýnt. Hér mætir maður ekki öðru en hlýju og háttvísi hjá heimilisfólki. Ein afþeim sem hefirfengið óœskilega heimsókn, Vilborg Guðmundsdóttir. Ingi kirkiu- vörður fékk álbílinn * Miklar bollaleggingar voru um það hér vestra eftir að það vitnaðist um áramótin að Audi-álbíllinn í Happdrætti Háskóla íslands sem dreginn var út á gamlársdag hefði lent á miða vestur á ísafirði. Leyndinni var svipt af málinu þegar vinningurinn var afhentur þremur vikum síðar: Vinningshafinn reyndist vera Ingi Jó- hannesson, kirkjuvörður á ísafirði. Ingi fór suður ásamt eiginkonu sinni til að vitja um vinninginn og fékk bílinn afhentan 19. janúar sl. en þann dag átti hann einmitt 64ra ára afmæli. Ingi er bærilega akandi um þessar mundir en daginn áður en álbfllinn var dreginn út keypti hann sér nýjan bíl. Miðvikudagur 24. janúar 1995 Frábær leikur hiá ísfirðingum í körfunni - unnu topplið Snæfells á útivelll með einu stigi Það er óhætt að segja að leikur helgarinnar hjá KFI hafi tekið á taugarnar hjá öllum í í- þróttahúsinu í Stykkishólmi sl. laugardag, þar sem okkar menn komu í heimsókn til að etja kappi við Snæfell. Lokatölur urðu 83-82 okkar mönnum í vil. Þessi leikur var gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið, þó ívið mikilvægari fyrir KFI, því að hefðu Isfirðingar tapað hefði Snæfell verið komið á beinu brautina í átt að sigri í deildinni, þar sem liðið var einungis með einn tapleik á móti tveimur töpuðum leikjum hjá KFÍ. Fyrir leikinn var KFI í þriðja sæti f deildinni en Snæfell var efst. Strax í byrjun leiks var ljóst að það stefndi í spennandi leik. Jafnt var á öllum tölum en Snæfellsmenn voru þó ávallt á undan að skora framan af, hvattir áfram af um tvö hund- ruð stuðningsmönnum sem létu vel í sér heyra. Lið KFI lék við hvern sinn fingur í þessum leik, vörnin var fimasterk með þá Þórð Jensson, Unnar Her- mannsson, Ingimar Guð- mundsson og Christopher Oz- ment fremsta meðal jafningja. Þá voru þeir Baldur, Hrafn og Magnús einnig allir á tánum og skiluðu sínum hlutverkum vel. Sóknin var ótrúleg og það er óhætt að fullyrða hér að þetta er besti leikur sem undirritaður hefur séð hjá KFI undanfarin ár. Christopher Oz fór hrein- lega hamförum, skoraði 47 stig úr öllurn mögulegum færum og átti m.a. einar 7 þriggja stiga körfur og nokkrar troðslur „a la Ozmcnt". Þórður var frábær í vöminni eins og áður er nefnt og skoraði þar að auki 10 stig. Hrafn var næststigahæstur með 16 stig og átti ófáar stoðsend- ingar inn til hinna í liðinu. Unnar var sem klettur í vörn- inni og sá um að afgreiða út- lendinginn í Iiði Snæfells og gerði það vel með góðri hjálp Ingimars og Þórðar. Baldur var í strangri gæslu allan tímann enda muna þeir eftir þeim sjö þriggja stiga körfum sem hann Guðjón Þorsteinsson. setti á þá í fyrri viðureign lið- anna sl. haust. Undirritaður skal alveg við- urkenna, að síðustu mínútur leiksins voru alveg ofboðslega spennandi og liðin skiptust á að vera með forystu. Þegar 1 mín- úta og 40 sekúndur voru eftir náðu Snæfellingar fimm stiga forystu og útlitið var allt annað en gott. En að þessu sinni tók lið KFI sig til og kláraði leikinn á hreint ótrúlegan hátt, gaf ekki tommu eftir í vörninni og náði þannig boltanum af Snæfelli og sigurkarfan kom þegar fimm sekúndur voru eftir. Chris þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga körfu og breytti þannig stöðuni úr 81-80 í 81- 83. Snæfell fékk tækifæri á að komast í framlengingu þegar brotið var á Bárði Eyþórssyni á síðustu sekúndu leiksins. Hann skoraði úr fyrra skotinu en það síðara geigaði og KFÍ náði frákastinu og hélt boltan- um til loka og vann verðskuld- aðan sigur. Nú er staðan í deildinni þannig að KFI er í öðru sætinu á eftir Snæfelli en á leik til góða. Næsti leikur KFI er hér heima á laugardaginn á móti liði Reynis úr Sandgerði. Leik- urinn hefst kl. 13.30 en húsið verður opnað kl. 13.00. Gaman væri að sjá sem flesta á leikn- um. KFI á mjög góða mögu- leika á þvf að sigra í deildinni og það sýndi sig í fyrra að á- horfendur geta skipt sköpum þegar um spennandi leiki er að ræða. - Gaui Þ. Reyhhólahreppur: Guðmundur H. Ingolfsson tekinn við starfi sveitarstjóra Eftir miklar róstur og átök um ýmsa hluti í Reykhóla- hreppi í vetur virðast nú sæmi- legar horfur á kyrrlátari tímum framundan. Nýr meirihluti hefur verið myndaður eftir að sá gamli klofnaði. Þórður Jónsson í Arbæ á Reykjanesi hefur verið kjörinn oddviti í stað Stefáns Magnússonar á Reykhólum og Guðmundur H. Ingólfsson, Holti í Hnífsdal, hefur verið ráðinn sveitarstjóri ti! bráðabirgða og hefur þegar tekið við starfi. Enn hefur ekki verið gengið endanlega frá sölu hitaveit- unnar á Reykhólum til Orku- bús Vestfjarða en samningur um hana var undirritaður með fyrirvörum. Mikil andstaða er við söluna meðal hreppsbúa og hefur málsmeðferð hrepps- nefndar verið kærð til félags- málaráðuneytisins. Mál Bjarna P. Magnússonar fyrrverandi sveitarstjóra eru einnig til skoðunar en þar hafa klögu- málin gengið á víxl. Guðmundur H. Ingólfsson, hinn nýi sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, er gamalreyndur sveitarstjórnarmaður og var m.a. forseti bæjarstjómar Isa- fjarðar á sínum tfma. 3 ISAFJORÐUR Álagning sérstaks fast- eignaskatts á verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1996 í lögum um tekjustofna sveitarfélaga er ákvæði um sérstakan fasteignaskatt sem heimilt er að leggja á fasteignir sem nýttar eru til verslunarrekstrar eða skrifstofuhalds, ásamt tilheyrandi lóð, enda þótt um leigulóð sé að ræða. Skattskyldan nær til sömu aðila og samkvæmt fyrri lögum um sama efni. Skattur samkvæmt lögum þessum rennur óskiptur til sveitarfélaga og annast þau álagningu og innheimtu skattsins, en geta þó falið sérstökum innheimtuaðila innheimtuna. Eigend- ur fasteigna, sem falla undir þetta á- kvæði, skulu senda sveitarfélagi skrá yfir eignir sínar í því sveitarfélagi, á- samt upplýsingum um síðasta heild- arfasteignamatsverð þeirra eða eftir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upplýsingar um notkun þeirra, svo og upplýsingar um rúmmál eigna sem einnig eru not- aðar til annars en verslunarrekstrar og skrifstofuhalds. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir sem þetta á- kvæði tekur til, er sveitarstjórn heimilt að nota aðrar upplýsingar til viðmið- unar við álagningu þar til húseigandi bætir úr. Frestur eigenda verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis á ísafirði til að skila framangreindum upplýsingum til byggingarfulltrúa er til og með 2. febrúar 1996. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi á bæjar- skrifstofu. Fj ármálast j óri ísafj arðarkaupstaðar veitir allar nánari upplýsingar um á- lagningu þessa. ísafirði, 23. janúar 1996 Byggingarfulltrúinn á ísafirði Með prjár sam- lokur á sjóinn Skipverjar á Báru ÍS frá Suðureyri urðu að bíta í það súra epli að hafa gleymt kostinum í beitningaskúrnum þegar þeir héldu í lfnuróður nýlega. Aðeins þrjár samlokur voru um borð ásamt einni jógúrtfernu og var því lítið til skiptanna fyrir skipverjana sem voru fjórir. Tókst þeim þó að þrauka af daginn matarlitlir, en víst er að kokkurinn hefur fengið hiksta þann daginn. - Róbert Schmidt. 5688888 WJ Áuýum' óífaut'ses*/xy vtvUá*. AVYCID Bílaleiga I 91K Car rental ÞÚ TEKUR V® BlLNUM a flugvelunum peoar pu kemur og SKILUR MANN EFTIR A SAMA STAB ÞEGAR PU FERO

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.