Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 24.01.1996, Blaðsíða 8
BRÉFABINDI • FAXPAPPÍR LJÓSRITUNARPAPPÍR - Tilboðsverð í janúar BÓKHLAÐAN sími 456 3123 \ FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OGAUGLÝSINGAR: SÍMI 456 4011 • FAX 456 5225 Togarinn Guöbjartur ÍS 16 skömmu fyrir brottför frá ísafirði í gær. Guðbjartur seldur til Noregs - sklpið kvaddl ísaljörð I gær effir farsæla biónustu undir stjórn Harðar Guðbjarfssonar frá 1973 - heildaraflinn frá upphafi um 88 búsund tonn sem að mestu hafa farið til vinnslu hjá Norðurtanganum Guðbjartur ÍS 16 kvaddi í gær heimahöfnina á ísafirði eftir nærri tuttugu og þriggja ára farsæla þjónustu við eiganda sinn, Hraðfrystihúsið Norðurtanga hf.. Skipið hefur verið selt til Álasunds í Noregi og kom nýr eigandi með norska áhöfn að sækja það. Fyrst var haldið til Hafnarfjarðar þar sem skipið verður tekið upp í slipp í einn dag eða svo til að kíkja á botninn á því. Tveir af mönnum Norðurtangans fara með skipinu út, þeir Hörður Guðbjartsson skipstjóri og Hilmar Lyngmo vélstjóri. Guðbjartur var smíðaður í Flekkufirði í Noregi árið 1973 og kom nýr til Norðurtangans og hefur alla tíð verið í eigu fyrir- tækisins. Hörður Guðbjartsson sótti skipið út til Noregs á sínum tíma, var skípstjóri allan tímann og fylgir því nú til sama lands aftur. Hann er nú hættur skipstjórn og kominn í land til annarra starfa hjá Norðurtanganum. Heildarafli Guðbjarts frá upphafi er um 88.000 tonn, að mestu bolfiskur sem hefur farið til vinnslu hjá Norðurtanganum. Hann hefur alla tíð verið farsæll, mikið happaskip, og honum fylgja góðar minningar og góðar óskir þegar hann kveður ísafjörð. í SJALLANUM MUNIÐ NÆTURHEIMSENDINGAR í HELGUM Fjölbreyttur 05 vandaður matseðill Allrahanda hefur flutt lögheimili sitt til Flateyran Reglubundnar rútulerðir hafnar á milli ísafiarðar og byggðanna vestan ganganna Fyrirtækið komið með umsvifamikla bílaútgerð á íslandi og teygir anga sína til Lúxemborgar '" Jr-: Rútur frá Allrahanda viö munna Vestfjarðaganga. Föstudaginn 19. janúar sl. hófust reglubundnar áætlunar- ferðir á milli Isafjarðar og byggðarlaganna vestan gang- anna og er það stór áfangi í samgöngumálum á þessum stöðum, að sögn Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garð- arssonar, forsvarsmanna fyrir- tækisins Allrahanda sem er sérleyfishafi á þessum ieiðum. Boðið verður upp á tvær ferðir á dag alla virka daga á milli Isafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar og á milli Isafjarðar og Þingeyrar. Tvær ferðir verða á mánu- dögum, miðvikudögum og föstudögum, en ein ferð á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Þessi áætlun sem nú er lagt upp með er að sögn þeirra félaga fyrst og fremst könnun á þörf á þessari þjónustu við fbúa á stöðunum. Verður áætlun þessi í gildi til 27. maí og eru allar ábendingar vel þegnar varðandi framhaldið. Aætlunin tekur mið af flugi Flugleiða til ísafjarðar og mun breytast ef flugtími breytist. Sigurdór og Þórir eru þegar komnir vestur með tvær bifreið- ar, eina 50 farþega og aðra 14 farþega, en í vikunni er vænt- anleg ein öflug 16 farþega fjórhjóladrifsbifreið til við- bótar. Bifreiðarnar verða staðsettar á Flateyri og verður fjölgað ef þörf er á. Bifreiðafloti Allra- handa samanstendur af 25 hóp- ferðabifreiðum og strætisvðgfi- um og 6 flutningabifreiðum. Þeir félagar Sigurdór og Þórir eru báðir frá Flateyri og hafa stundað hópferða- og áætlunarakstur frá Reykjavík undanfarin ár. Báðir hófu þeir sinn rekstur á Flateyri á sínum tíma. Fyrirtæki þeirra sér m.a. um almenningsvagnasamgöngur á milli Reykjavíkur og Mosfells- bæjar sem verktakar fyrir Al- menningsvagna bs. Einnig eru þeir með hópferðabifreiðar í Luxemburg sem þeir nota til að aka Islendingum á ferðalögum þeirra um Evrópu í samstarfi við íslenskar ferðaskrifstofur. Árið 1992 fengu þeir sér- leyfið frá Isafjarðarsýslu til Hólmavíkur eftir að Vest- fjarðaleið hætti akstri á þeirri leið og hafa þeir ekið þá áætlun yfir sumarmánuðina. Að sögn þeirra félaga hafa þeir barist fyrir því að fá sér- leyfi alla leið til Reykjavíkur, þannig að hægt væri að bjóða fbúum á þessu svæði upp á rútuferðir frá Reykjavík allt árið, en hingað til hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði. Árið 1994 hófu þeir reglu- bundnar ferðir méð vöru- flutningabíl á milli Reykja- víkur og Isafjarðarsýslu og á liðnu ári hófu þeir samstarf við aðila á Akranesi um vöru- flutninga á milli Reykjavíkur og Akraness. Hjá þeim félögum starfa nú í dag 23 menn yfir vetrarmán- uðina og mun fleiri á sumrin. Segjast þeir hafa mikla trú á ferðaþjónustu á Vestfjörðum og með það að leiðarljósi var ákveðið að flytja lögheimili félagsins til Flateyrar á liðnu ári. - Allrahanda/HK. Fékk fallhlíf að gjöf eftir sex metra fall Tæplega tvítugur maður sem varð fyrir því „óláni“ að falla eina sex metra af verbúð á Suðureyri slapp ótrúlega vel. Hann hlaut þó skurð við neðri - vör sem sauma varð saman með einum tíu sporum. Þá kvarnað- ist lítillega úr innanverðum framtönnum. Þess má geta að fyrir neðan verbúðina var auð jörð og hellulögð gangstétt. Það þykir mikil mildi að hann skyldi sleppa óbrotinn eftir fallið svo ekki sé talað um alvarlegri hluti. Maðurinn sem er um tveir metrar á hæð, fékk óvæntan pakka frá vinum sínum á tví- tugs afmælinu sínu og var innihald pakkans fallhlíf. Með gjöfinni vildu vinir mannsins árétta að fara varlega í mikilli hæð. Sá stóri tók gjöfinni með þökkum og brosti sínu breið- asta með öll tíu sporin á neðri vörinni. - Róbert Schmidt. ÍSAFJÖRÐUR 0 456 4150 • FLATEYRI 0 456 7643 ÞINGEYRI 0 456 8353 • BÍLDUDALUR 0 456 2151 • TÁLKNAFJÖRÐUR 0 456 2151 PATREKSFJÖRÐUR 0 456 2151 DAGLEGTFLUG TLL REYKJAVÍKUR ÍSLANDSFLUG

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.