Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Síða 1
 íSf PI2ZA 67 S 456 3367 í SJALLANUM ÍSAFIRÐI 1 Miðvikudagur 31. janúar 1996 • 5. tbl. 22. árg. S 456 4011 *Fax 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk Bylting í Bakka Aöalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. í Hnífsdal, staddur niöri á höfn á ísafiröi. í baksýn er rækjutogarinn Skutull, sem áöur hét Hafþór, en á honum var Aöalbjörn skipstjóri á sínum tíma og aflaði drjúgt. Aðalbjörn stendur hér viö einn af frystigámum Eimskips en skip félagsins flytja rækjuna frá honum á erlenda markaöi. Hjá Bakka hf. í Hnífsdal hefur verið tekið í notkun nýtt og byltingarkennt upplýsinga- og vinnslukerfi, sem heldur utan um alla þætti rekstrarins á fljótvirkan hátt og sparar mikla vinnu. Hér er um að ræða tölvukerfi fyrir fiskvinnslu- stöðvar, sem er samvinnuverk- efni Tæknivals hf. í Reykjavfk og Bakka hf. Kerfið nefnist Hafdfs og hefur þróun þess staðið í nokkur misseri og kostað tugi milljóna króna. „Hér eru í fyrsta skipti allar upplýsingar um reksturinn og vinnsluna komnar í einn pott“, segir Aðalbjörn Jóakimsson, framkvæmdastjóri Bakka hf. „Þetta er blanda af bókhalds-, vinnslu-, innkaupa- og sölu- kerfi og út úr því eru síðan dregnar allar upplýsingar sem þörf er á til stjórnunar á fyrir- tækinu. Kerfið fylgir öllu sem gerist í rekstri og vinnslu, allt frá kaupum á hráefni til sölu á unninni vöru. Það er hraðvirkt, sparar mikinn mannskap og agar vinnubrögðin. Margfaldur innsláttur á upplýsingum er hér með úr sögunni og starfsmenn og stjórnendur eiga mjög fljót- legan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem óskað er eft- ir“, segir Aðalbjörn. Ekki ber á fíkni- efnaneyslu meðal unglinga - segir lögreglan á Patreksfirði - aðeins fjórir fastráðnir lögreglumenn i umdæminu „Nei, við verðum nú ekki varir við það hér. Við erum að vona að það sé ekki neitt um slíkt hér um slóðir þó að ekki sé hægt að fullyrða neitt um það“, sagði Jónas Þór lög- reglumaður á Patreksfirði, þegar hann var spurður hvort brögð væru að fíkniefnaneyslu unglinga í sýslunni, í kjölfarið á mikilli umræðu um slikt í fjölmiðlum að undanförnu. „Annars erum við orðnir svo fátækir af mannskap að við getum ekki gert annað en haldið í horfinu. Þú sérð hvemig ástandið er þegar haldin eru þorrablót samtímis á þremur stöðum á svæðinu og við aðeins fjórir“, sagði Jónas. Ekki er hægt að halda uppi sólarhringsvakt á lögreglustöð- inni á Patreksfirði, enda eru þar aðeins fjórir lögreglumenn fastráðnir. Eins og fram kemur í frétt hér að ofan kom mann- fæðin hjá lögreglunni á Pat- reksfirði ekki að sök að þessu sinni, því að þorrablótin fóru hið besta fram. Það er fleira matur en feitt ket, var sagt í gamla daga. Á sama hátt eru fleiri verðug viðfangsefni að glíma við í skólanum en bóklegu menntirnar. Handmenntir skipa veglegan sess í Grunnskólanum á ísafirði, eins og vera ber. Hér getur að líta tvær ungar stúlkur sem eru ánægðar með eigin handaverk og mega sannarlega vera það. Meira um sköpunargáfu nemendanna í Grunnskólanum á ísafirði á bls. 4. Sköpunargleði Leirmótun á Flateyri... Hvað ætli við getum búið til úr þessu? Magnea Guðmundsdóttir oddviti (til hægri) og Kristján Jóhannesson sveitarstjóri á Flateyri virða fyrir sér ómótaðan leirklump en Ólöf Oddsdóttir leirlistakona fylgist með. Myndin er tekin sl. laugardag við opnun hand- verks- og tómstundamiðstöðvar í Brynjubæ á Flateyri, en fyrir því framtaki standa Ön- undarfjarðardeild Rauða kross íslands og Flateyrarhreppur. Hvað ætli hafi svo orðið til úr leirnum í höndunum á Magneu og Kristjáni? - Sjá bls. 3. 1^^L L1 N N HF. S 456 3092 • Sala & þjónusta © Rafþjónusta • Raftækjasala • Rafhönnun • Rafeindaþjónusta • Siglingatæki • Kælitæki PÓLLINN HF. NÚ ER HÆGT AÐ HRINGJA BEINT. NÝ SÍMANÚMER í DEILDUM. Verslun 456 4594 • Rafmagnsverkstæði 456 4529 • Kælitæki 456 4599 • Lager 456 4595 Rafvélaverkstæði 456 4596 • Tæknideild 456 4583 • Rafeindaverkstæði 456 4590 Sími 456 3092 er okkar aðalnúmer. Þaðan er gefið samband við deildir og miðlað upplýsingum. Geymið auglýsinguna! SPRAUTUM NOTAÐ OG NÝTT í ÓTAL LITUM TRÉSMIÐJAN eht. sími 456 3622

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.