Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 31. janúar 1995 mmm L 1 FRÉTTABLAÐIÐ | Hljó lomoorg Hrannargötu 2, ísafirði, S456 3072 Isafjöröur i Nýr sjóvarnargarður við Fjarðarstrætið - Á að koma í veg fyrlr stöðuga floðahættu og amalega barabingi með tllheyrandi tlugnageri Langþráður draumur íbúa við Fjarðarstrætið á Isafirði er loks að rætast þessa dagana. Sjógangur og flugnaplága heyra vonandi sögunni til. Um áraraðir hafa þarabingir sem hlaðist hafa upp í fjörunni í kjölfar mikilla brimdaga verið íbúum til mikils ama. Af rotn- andi þaranum hefur stafað mikill ódaunn og í honum hefur iðulega kviknað mikið flugna- líf. Svo rammt hefur kveðið að flugnagerinu að stundum hafa húsveggir við Fjarðarstrætið verið svartir af flugu. Sjógangur í vondum veðrum hefur oft á tíðum valdið fbúum skaða og var svo komið að húseigendur voru farnir að óttast um hús sín. Sem dæmi má nefna að í óveðrinu í októ- ber á síðasta ári brotnuðu stór- sjóirnir á veggjum Oldunnar og flæddi þar í kjallara. Þá gekk sjór upp á þak þar sem Isprent er til húsa og þótti mildi að rúður á norðurhlið skyldu ekki gefa sig. Allt þetta heyrir trúlega sög- unni til, því að í desember hófust starfsmenn Vesturíss handa við gerð mikils sjó- varnargarðs sem nú er nær fullgerður. Ymsir hafa þó deilt á stað- setningu grjótgarðsins og talið skynsamlegra og lítinn kostn- aðarauka af því að hafa garð- inn nokkrum metrum utar í fjörunni í takt við deiliskipulag og framtíðaráætlanir kaup- staðarins. Þar hefði til dæmis mátt vinna land undir fjöl- margar íbúðir á auðveldan og fljótlegan hátt. - HK. Ófáar vinnustundir hafa farið í það á umliðnum árum að moka þara í sjóinn við Fjarðarstrætið. i sumarlok 1995 var lagður vísir að grjótvörn fyrir framan Fjarðarstræti 14.... ... og svona er nú umhorfs þar sem vinnuvélar á vegum ísafjarðarkaupstaðar voru að krafsa í haust en starfsmenn Vesturíss eru nú búnar að hlaða niður ótöldum rúmmetrum af stórgrýti. Körfuboltafélag ísafjarðar vann góðan sigur á Reyni frá Sandgerði í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudag. Loka- tölur leiksins voru 91 stig Is- firðinga gegn 60 stigum Reyn- ismanna. Augljóst var að Reynismenn áttu við ofurefli að etja, þó aldrei gæfust þeir upp. KFI er nú í öðru sæti í 1. deild með 22 stig eftir 13 leiki, 11 unnir leikir og 2 leikir tap- aðir. Efsta liðið Snæfell er búið að leika 14 leiki og hefur 24 stig. Snæfell hefur tapað 2 leikjum en unnið 12. Líkurnar eru nú orðnar mjög verulegar á að Isfirðingar komist í úrslit og má mikið vera ef það tekst ekki. Næsti leikur Isfirðinga er um helgina við Þór Þorlákshöfn og verður leikurinn syðra. Um aðra helgi á KFI heimaleik við Leikni frá Reykjavík. Bestu menn KFI á sunnudag að öðrum ólöstuðum voru | Gðður sigur KFÍ á Reyni Þórður Jensson og Baldur Jón- asson. Baldur átti hvorki fleiri né flærri en 7 þriggja stiga körfur og er að öllum líkindum orðinn mesti þriggja stiga skorari í íslenska körfubolt- anum á þessari leiktíð. - HK. ísafjarðar- kaupstaður 130 ára - ekkert flaggað hjá Stjórnsýsluhúsinu Það vakti óneitanlega athygli margra bæjarbúa á ísafirði síðastliðinn föstudag, 26. janúar, að enginn fáni skyldi dreg- inn að húni við stjórnsýsluhúsið á Isafirði þrátt fyrir 130 ára afmæli kaupstaðarins. Einum viðmælanda Vestfirska frétta- blaðsins þótti þetta til lítils sóma fyrir forsvarsmenn bæjar- félagsins og óvirðing við sögu staðarins. Þess má þó geta að ekki fór þessi merki afmælisdagur fram hjá öllum, því á Fjórðungssjúkrahúsinu var fáni dreginn upp strax að morgni föstudagsins og útvarpið rakti í stuttu máli söguna á bak við 130 ára samfelld kaupstaðarréttindi Isa- fjarðar. -HK. Fáni var dreginn að húni á Fjórðungssjúkrahúsinu, þótt hann bærðist að vísu lítið í logninu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.