Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 4
■N | FRETTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðið er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum. Blaðið kemur út síðdegis á miðvikudögum og fæst bæði í lausasölu og áskrift. Verð kr. 170 m/vsk. Ritstjórn og auglýsingar: Fjarðarstræti 16, Isafirði, sími 456 4011, fax 456 5225. Ef enginn er við á skrifstofunni er reynandi að hringja í síma 456 3223 (ísprent). Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími 456 4446. Útgefandi: Vestfirska útgáfufélagið hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf., Fjarðarstræti 16, ísafirði, sími 456 3223. LEIDARI Þorrablót Enda þótt skipuleg neysla „þorramatar" sé nýlegur siður, fárra áratuga gamall og upp- runninn í Naustinu í Reykjavík, þá er ein- hvern veginn eins og þetta hafi alltaf verið. Einkennilegt að hugsa sér að maður eins og Steinn Steinarr skuli aldrei hafa heyrt um „þorramat", að Halldór Kiljan Laxness skuli hafa fengið Nóbelsverðlaun fyrir bókmenntir um íslenskt samfélag án þess að hafa nokkru sinni minnst á þetta fyrirbæri. En hvað sem þessu líður, þá eru þorra- blótin og þorramatarátið á meðal mikilvæg- ustu tengsla fólksins í landinu við uppruna sinn. Þorramaturinn sjálfur gegnir þar hlut- verki naglans í naglasúpunni frægu, sem er ærið stórt: Hann er kjarninn sem allt safnast í kringum. Hlutverk hákarlsins og punganna, bringukollanna og brennivínsins er hið sama, hvort sem fólki þykir þetta gott eða vont: Þessi einkennilegi matur er það sem allt snýst um. Þorrablót eru fastur siður hjá átthagafélög- um og öðrum félagsskap sem viðheldur frændrækni og nábúakynnum. Heimatilbúnir leikþættir, frumsamin gamanmál, söngur og grín (eitthvað nógu ólíkt amerískum sjón- varpsmyndum), allt tilstandið kringum matinn sem hafður er meðferðis að heiman og étinn upp úr margvíslegum döllum, koppum og kirnum en ekki fram borinn af háttvísum þjónum - allt þetta hristir mannskapinn saman. Og náunginn er oft litinn öðrum og mildari augum en áður eftir kynni á þorra- blóti. Þar sjáum við hvert annað frá dálítið öðru sjónarhorni en í formlegheitum og streitu hins virka dags. Hlynur Þór Magnússon. ik VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ Svipmyndir frá starfinu i Grunnskólanum á ísafirði Nú á vetrardögum langar okkur kennara við Grunnskól- ann á ísafirði að gefa bæjarbú- um örlitla innsýn í daglegt amstur okkar og nemendanna og kynna það fjölbreytta starf sem fram fer innan veggja skólans, Eitt af hlutverkum skóla er að stuðla að alhliða þroska nemendanna og leyfa hverjum og einum að njóta sín. Oft sjáum við fyrst fyrir okkur skólastofur þéttsetnar af misnámfúsum nemendum sem grúfa sig yfir vandamál stærð- fræðinnar eða móðurmálsins. Inn á milli leynast upprennandi snillingar á sviði rökleikni og ritaðs máls, sem taka reglur Pýþagórasar og Njarðar Pé með trompi. A meðan sjá aðrir umheiminn fyrir sér í litum, formum og hljóðum; t'innst myndin ekki fullkomnuð nema þeir sjálfir fái að vera virkir þátttakendur. I hugum þeirra er hvers konar sköpun jafn mikil- vægt ferli og rökhugsun stærð- fræðingsins. Sköpun er þess vegna mikilvæg námsleið til aukins þroska, jafnframt því að veita þátttakandanum ánægju í kjölfar stritsins, því það er eðli hennar að eiga líf sitt undir frumkvæði nemandans sjálfs. I skólanum okkar leynast margir hæfileikaríkir nemend- ur, sem leggja sitt af mörkum til umhverfisins á mismunandi hátt. Vonandi tekst okkur að hlúa að hæfileikum þeirra og stuðla að alhliða þroska. Sigríður Schram, myndmenntakennari. Sjálfsmyndir tveggja nemenda í þriöja bekk. Sex og sjö ára nemendur úr Hnífsdal, sem bönkuöu upp á hjá kennururm og sungu „Öxar við ána“ af eldmóði. Nemendur 8. bekkjar máluðu myndmenntastofuna til að lífga Handverkið getur reynt á taugarnar. upp á tilveruna. Smíði hjá áttunda bekk.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.