Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 31.01.1996, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ |^^^^^^^^^^^^^^^^Miðvikudagui^3^ianúaH996 7 Efnilegt íþróttafólk í Bolungarvík hlýtur viðurkenningar Tveir ungir og efnilegir hestamenn fengu viðurkenningu íþrótta- og æskulýðsráðs Bolungarvíkur fyrir góðan árangur í íþrótt sinni. Guðmundur Bjarni Jónsson hefur stundað hestamennskuna í nokkur ár og hefur áður fengið viöurkenningu fyrir góða frammistöðu. Á hestaþingi Storms sl. sumar vann Guðmundur gullverðlaun í eldri flokki unglinga. Svala Björk Einarsdóttir keppti einnig á hestaþingi Storms og vann gullverðlaun í flokki yngri unglinga og hlaut einnig ásetuverðlaun í þeim flokki. Þá hlaut Svala hæstu einkunn sem gefin var á mótinu. Brynjólfur Flosason golfmaður hlaut viðurkenningu fyrir góða frammistöðu á liðnu ári. Hann stundar íþrótt sína af kappi og hefur tekið stórstígum framförum. Á síðasta sumri sigraði hann í nánast öllum þeim unglingamótum sem haldin voru. Hér tekur hann við innrömmuðu viðurkenningarskjali úr hendi Önnu G. Edvardsdóttur, formanns íþrótta- og æskulýðsráðs Bolungarvíkur. Kolbrún Eva Viktorsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í sundi. Hún hefur æft sund í sex ár og æfir fimm sinnum í viku, tíu mánuði á ári. Á Vestfjarða- mótinu vann hún gull í 50 m flugsundi og 50 m bak- sundi og silfur í 50 m bringusundi og 50 m skriö- sundi. Á Kiwanismótinu sigraði hún í 200 m skrið- sundi og 50 m skriðsundi. í ávarpi sínu við afhendingu viðurkenningarinnar sagöi Anna G. Edvardsdóttir m.a.: „Þá vil ég einnig geta þess, að Kolbrún er mjög efnilegur hlaupari og er árangur hennar þar athyglisverður, þegar horft er á það að hún æfir ekki hlaup. Hún varð í 1. sæti í Krókshlaupinu á Sauðárkróki í flokki kvenna 17 ára og yngri og að auki var hún með þriðja besta tímann í kvennaflokki í 10 km Óshlíðarhlaupinu. Þess má geta, að Kolbrún er aðeins 12 ára, þannig að segja má að árangur hennar sé frábær...“ Þegar lýst var kjöri íþrótta- manns ársins 1995 í Bolungar- vík um fyrri helgi voru nokkrum öðrum fþróttamönn- um jafnframt veittar viður- kenningar fyrir góðan árangur á síðasta ári. Ljóst er að nokkur kraftur hefur verið að færast í starfsemi UMFB eftir nokkurra ára lægð. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs Bolungarvíkur, Anna G. Edvardsdóttir, afhenti viðurkenningarnar og greindi frá íþróttastarfinu í Bolungar- vík á liðnu ári. í upphafi máls síns ræddi hún um vaxandi fíkniefnaneyslu, sérstaklega meðal unglinga, og sagði m.a.: „Enginn staður á landinu er óhultur fyrir þessum vágesti, ekki einu sinni Bolungarvík, sem í margra augum er á hjara veraldar. Fyrir örfáum árum voru fíkniefni nánast óþekkt hér en nú er öldin önnur. Margir eru uggandi og þá sér- staklega foreldrar, sem finna sig vanmáttuga í baráttunni við vímuefnin, því það virðist að þrátt fyrir fræðslu og forvarnir hafi aldrei verið eins mikið um fíkniefni og nú.“ Islipshup sundkappi korlubolta- maður ársins á Akureyri! - Birgir Örn Birgisson hefur komist í landsliö í svo ólíkum greinum sem sundi og körfubolta Einn af allra fremstu sund- mönnunt Vestra á ísafirði fyrr og síðar, Birgir Örn Birgisson, hefur verið útnefndur Iþrótta- maður Þórs á Akureyri fyrir árið 1995 og jafnframt körfu- boltamaður ársins. Birgir Örn er reyndar fæddur norður á Akureyri, sonur Gunnlaugar J. Magnúsdóttur frá Akureyri og Birgis Ólafs- sonar rafverktaka, sem er ís- firðingur í húð og hár. Hann var tveggja ára þegar fjölskyldan fluttist til Isafjarðar og þar ól hann aldur sinn fram yfir tví- tugt. Birgir Örn er meðal fárra sem hafá verið valdir í landslið í fleiri en einni grein, en hann var í landsliðinu í sundi á sínum tíma. Árið 1990 dvaldist hann um tíma í Rússlandi og æfði þar með rússneska landsliðinu í sundi. Að loknu stúdentsprófi á Isafirði fluttist Birgir Örn til Akureyrar til náms og hefur verið búsettur þar í nokkur ár. Þar hefur hann stundað körfuna og var valinn í íslenska lands- liðið í körfubolta á síðasta ári. Ársskýrsla ísafjarðarhafnar: Færri skip, stærri skip í ársskýrslu Hermanns Skúlasonar, hafnarstjóra á Isa- firði, kemur fram að árið 1995 hafi verið gott ár hjá Isafjarð- arhöfn, þrátt fyrir slæmt tíðar- far, og voru aflabrögð góð í flest veiðarfæri. Helstu framkvæmdir Helstu framkvæmdir hjá hafnarstjórn voru endurbygg- ing gömlu bátahafnarinnar, en þar var rekið niður 140 metra stálþil, steyptur ofan á það kantur og fríholtað. Verkið var unnið af Trévangi hf. á Reyð- arfirði og tókst með ágætum. Aukið var við raf- magnstengingar fyrir gáma á Sundahöfn og kom það sér vel vegna aukinnar umferðar með frystigáma um höfnina. Haldið var áfram snyrtingu hafnar- svæðisins, sett upp afgirt veið- arfæraport niðri á Suðurtanga og er vonast til að hægt verði að taka það til fullrar notkunar á vordögum 1996. Skipafélögin flytja að- stöðu sína yfir á Sunda- höfn á þessu ári Undirbúningur að flutningi skipafélaganna með aðstöðu Hermann Skúlason, hafnarstjóri á ísafirði. sína yfir á Sundahöfn hefur haldið áfram og vonast menn til að hann geti farið fram núna á fyrri hluta ársins. Ekki tókst að ljúka við upp- dælingu í Suðurtangann á árinu en ástæðan var fyrst og fremst sú að dælupramminn Graddi sökk í janúarveðrinu í fyrra og reyndist verr farinn en haldið var í upphafi. Vonir standa til að verkinu ljúki ekki seinna en í apríl nk. Mikil aukning hefur orðið á flutningi á gámum með hráefni til vinnslu hér á svæðinu (rækja, þorskur, grálúða), sem aftur kallar á meira rými á hafnarsvæðinu. Skipum fækkar og þau stækka Sú þróun hefur haldið áfram, að skipum sem koma til hafnar á Isafirði fer fækkandi en aftur á móti fara þau stækkandi. Meðalstærð skipa árið 1994 var 958 brúttótonn en árið 1995 var hún 1223 brúttótonn. Skipa- komur til Isafjarðar árið 1994 voru 1392 en árið 1995 voru þær 1067. Aðeins eru skráð skip 50 brúttótonn og stærri. Á árinu voru gerð út frá Isa- firði 10 togskip, 2 togbátar, 14 rækjubátar, 30 færabátar og 2 ígulkerabátar auk nokkurra skipa sem voru tekin á leigu tímabundið til rækjuveiða. Starfsmenn hafnarinnar voru fimm á árinu. Um áramót hætti Guðmundur Sigurðsson sem varð sjötugur á árinu og voru honum þökkuð vel unnin störf í þágu ísafjarðarhafnar. Hús Eimskips við Sundahöfn á ísafirði: Skilað fullfrágengnu að utan innan tveggja mánaða Búið er að steypa sökkulinn að væntanlegu vöruhúsi Eimskips á ísafirði á horni Ásgeirsgötu og Sundabakka, rétt hjá nýja gámaplaninu við Sundahöfn. Smábátahöfnin í baksýn. Hús Norðurtangans lengst til vinstri á myndinni. Lægstbjóðandi í að reisa stálgrindahús Eimskips við Sundahöfn á ísafirði er Garða- smiðjan í Garðabæ og á fyrir- tækið að skila húsinu fullfrá- gengnu að utan í lok mars nk. Sökkullinn er tilbúinn. Reiknað er með því að húsið verði full- klárað í maí og að hægt verði að flytja á nýja gámasvæðið á miðju ári, þegar malbikun og frágangi þar lýkur. Það ræðst þó af því hvenær malbikunar- tækin koma vestur til þess að fara í jarðgöngin. Hús Eimskips mun rísa á mótum Ásgeirsgötu og Sunda- bakka, í sömu línu og hús Norðurtangans, og verður næsta hús við gámasvæðið. Það verður 600 fermetrar að gólf- fleti en þar af eru 100 fermetra skrifstofuhúsnæði á efri hæð, vöruhús 400 fermetrar og síðan viðgerðarpláss og aðstaða fyrir starfsmenn á 100 fermetrum. Frystiskip frá Kanarí? Menn frá þremur vestfirsk- um fyrirtækjum, Bakka í Hnífsdal, Básafelli á Isafirði og Frosta/Álftfirðingi í Súðavík skruppu til Kanaríeyja sl. laug- ardag til þess að athuga með skipakaup, en fyrir helgina var auglýst þar „útsala“ á tólf frystiskipum, sem hugsanlega geta hentað til rækjuveiða. Skipin eru 40 metrar á lengd og 500 tonn og verðið mun vera liðlega hundrað milljónir á skip. Ástæða þótti til að bregð- ast skjótt við, fara á staðinn og athuga málið, að sögn Aðal- björns Jóakimssonar hjá Bakka hf„ en fyrir hans hönd fór utan Sævar Birgisson, útgerðarstjóri hjá Ósvör í Bolungarvík, skipatæknifræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Skipa- smíðastöðvar Marsellíusar hf. á Isafirði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.